Reykjavík er okkar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Í umræðum um borgina eru skipulags- og samgöngumál áberandi enda mikilvæg fyrir líðan, heilsu, hagkvæmni, öryggi og fleira. En það sem býr til samfélag er fólk sem á það sameiginlegt að í því býr djúpstæð þrá eftir vellíðan. Það hlýtur því að vera markmið stjórnvalda í öllu sem þau taka sér fyrir hendur að stuðla að vellíðan íbúa og heilbrigði. Fyrir utan áhrif hins manngerða umhverfis á vellíðan hefur jöfnuður þar líklega mest áhrif, í tekjudreifingu, efnahagslegri stöðu, menntun og heilsufari. Einstaklingur sem upplifir að hann tilheyri samfélagi þar sem samkennd og samvinna ríkir og hans framlag skipti máli er líklegri til að upplifa vellíðan. Á kjörtímabilinu hefur meirihlutinn í Reykjavík unnið að því að kortleggja hvað það er sem við getum gert til að stuðla að heilbrigði, vellíðan og hamingju íbúa og á næstu vikum verður kynnt heildstæð Lýðheilsustefna. Við erum að skapa borg þar sem íbúar hafa tækifæri til að velja heilsusamlegan lífsstíl, eiga samskipti og vinna saman að sameiginlegum áhugamálum. Hverfi borgarinnar eru nú heilsueflandi þar sem fyrst er horft til umhverfis barna og eldri borgara. Við höfum tekið stefnu á að vera aldursvæn borg, erum að móta stefnu í málefnum eldri borgara þar sem kortlagðir eru allir möguleikar þeirra til að eiga fjörugt eða rólegt ævikvöld, allt eftir óskum hvers og eins. Auk þess sem víðtæk mennta- og þjónustustefna við barnafjölskyldur er í mótun. Þó hentugt geti verið að horfa á mismunandi aldur fólks í stefnumótun er mikilvægt að nærþjónusta borgarinnar sé til staðar alltaf þegar á þarf að halda út frá þörf en ekki aldri. Lífið færir okkur flestum einhverjar óvæntar áskoranir sem geta tengst öldrun, ofbeldi, langvinnum veikindum, fötlun eða hverskyns óvæntum áföllum. Ef eitthvað er að hjá barninu þínu eða einhverjum nákomnum ættingja þá er eitthvað að hjá allri fjölskyldunni og allt nærumhverfið líður fyrir bragðið. Við þurfum að auðvelda íbúum að fá þjónustu sem fyrst eftir að þörf skapast, því með því getum við oft komið í veg fyrir frekari veikindi eða vanlíðan. Það tekur tíma að breyta „Kerfinu“ en við höfum tekið mikilvæg skref á þessu kjörtímabili og stefnan er sett á aðgengilega og vingjarnlega þjónustu fyrir fólk.Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Í umræðum um borgina eru skipulags- og samgöngumál áberandi enda mikilvæg fyrir líðan, heilsu, hagkvæmni, öryggi og fleira. En það sem býr til samfélag er fólk sem á það sameiginlegt að í því býr djúpstæð þrá eftir vellíðan. Það hlýtur því að vera markmið stjórnvalda í öllu sem þau taka sér fyrir hendur að stuðla að vellíðan íbúa og heilbrigði. Fyrir utan áhrif hins manngerða umhverfis á vellíðan hefur jöfnuður þar líklega mest áhrif, í tekjudreifingu, efnahagslegri stöðu, menntun og heilsufari. Einstaklingur sem upplifir að hann tilheyri samfélagi þar sem samkennd og samvinna ríkir og hans framlag skipti máli er líklegri til að upplifa vellíðan. Á kjörtímabilinu hefur meirihlutinn í Reykjavík unnið að því að kortleggja hvað það er sem við getum gert til að stuðla að heilbrigði, vellíðan og hamingju íbúa og á næstu vikum verður kynnt heildstæð Lýðheilsustefna. Við erum að skapa borg þar sem íbúar hafa tækifæri til að velja heilsusamlegan lífsstíl, eiga samskipti og vinna saman að sameiginlegum áhugamálum. Hverfi borgarinnar eru nú heilsueflandi þar sem fyrst er horft til umhverfis barna og eldri borgara. Við höfum tekið stefnu á að vera aldursvæn borg, erum að móta stefnu í málefnum eldri borgara þar sem kortlagðir eru allir möguleikar þeirra til að eiga fjörugt eða rólegt ævikvöld, allt eftir óskum hvers og eins. Auk þess sem víðtæk mennta- og þjónustustefna við barnafjölskyldur er í mótun. Þó hentugt geti verið að horfa á mismunandi aldur fólks í stefnumótun er mikilvægt að nærþjónusta borgarinnar sé til staðar alltaf þegar á þarf að halda út frá þörf en ekki aldri. Lífið færir okkur flestum einhverjar óvæntar áskoranir sem geta tengst öldrun, ofbeldi, langvinnum veikindum, fötlun eða hverskyns óvæntum áföllum. Ef eitthvað er að hjá barninu þínu eða einhverjum nákomnum ættingja þá er eitthvað að hjá allri fjölskyldunni og allt nærumhverfið líður fyrir bragðið. Við þurfum að auðvelda íbúum að fá þjónustu sem fyrst eftir að þörf skapast, því með því getum við oft komið í veg fyrir frekari veikindi eða vanlíðan. Það tekur tíma að breyta „Kerfinu“ en við höfum tekið mikilvæg skref á þessu kjörtímabili og stefnan er sett á aðgengilega og vingjarnlega þjónustu fyrir fólk.Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun