Eftirhrunssaga Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 08:00 Þrjátíu og sex bankamenn hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Fullyrða má að hvergi í heiminum hafi nokkuð hliðstætt átt sér stað á síðari tímum. En nú er rannsókn hrunmála nýlokið, tíu árum frá hruni. Þessi saga var rakin í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í gær. Frá því embætti sérstaks saksóknara var komið á fót í byrjun árs 2009 – gagngert í þeim tilgangi að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda fjármálahrunsins haustið 2008 – hafa 202 mál sem tengjast hruninu komið inn á borð þess. Rannsókn 84 mála var hætt og átján voru felld niður að lokinni rannsókn. Samanlagt er það um helmingur málanna. Á annan tug mála voru sameinuð öðrum málum, fjögur send til annarra embætta og sjö flokkuð sem aðstoð við önnur yfirvöld. Ein ákæra var afturkölluð eftir útgáfu. Samkvæmt samantekt Markaðarins, sem byggist á tiltölulega þröngri skilgreiningu á hrunmálum, hefur nítján málum lokið með dómi. Sakfellt var að öllu leyti eða að hluta til í fjórtán þeirra og sýknað í fimm. Sex mál eru enn fyrir dómi. Fjögur þeirra eru í annarri umferð fyrir dómstólum. Sérstakur saksóknari hafði allt frá hruni her manns í fullu starfi við rannsókn og saksókn hrunmála. Að auki menn sem voru í fullu starfi annars staðar, í verktakavinnu fyrir sérstakan saksóknara og þáðu milljónir ofan á dagvinnulaun sín. Þegar mest var störfuðu um 110 manns hjá embættinu. Embættið kostaði að minnsta kosti 6,2 milljarða á núvirði samkvæmt ríkisreikningi 2009 til 2014 og árshlutauppgjöri fyrstu níu mánuðina á árinu 2015. Gera má ráð fyrir að þessi tala hafi hækkað, þegar allt er talið í hátt í 10 milljarða. Sérstakur saksóknari hætti starfsemi í lok árs 2015 og tók héraðssaksóknari við öllum verkefnum embættisins. Þessi saga snertir miklu fleiri en þá sem dæmdir voru. Fjöldi fólks sat á sakamannabekk um árabil meðan mál voru rannsökuð. Þeim var haldið í spennitreyju meðan rannsókn fór fram – dæmdir úr leik á vinnumarkaði. Sumir hristu það af sér og standa keikir eftir, aðrir þoldu það síður. Dæmi eru um mikla harmleiki fólks sem hvorki var dæmt né ákært á þessari vegferð. Það verður barna okkar og barnabarna að dæma, þegar frá líður, hvort þessum tíma og peningum hafi verið vel varið. Var eftirtekjan rýr eða var þetta ill nauðsyn – allt þess virði? Flestir geta fallist á að oft var farið geyst í bankarekstri fyrir hrun. Þeir sem töldu að Ísland gæti á örfáum árum orðið ein af fjármálamiðstöðvum heimsins líkt og marga dreymdi um voru slegnir blindu. En framtíðin mun skera úr um hvort raunhæft var að ætla sér að verða fyrirmynd heimsins í refsimálum gegn bankamönnum. Eru þetta kannski greinar af sama meiði – að ætla sér um of? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Tengdar fréttir 36 manns í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálunum 36 manns hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Þyngstu dómarnir féllu í málum sem beindust að störfum Kaupþings. Rannsókn allra hrunmála er lokið. 7. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Þrjátíu og sex bankamenn hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Fullyrða má að hvergi í heiminum hafi nokkuð hliðstætt átt sér stað á síðari tímum. En nú er rannsókn hrunmála nýlokið, tíu árum frá hruni. Þessi saga var rakin í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í gær. Frá því embætti sérstaks saksóknara var komið á fót í byrjun árs 2009 – gagngert í þeim tilgangi að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda fjármálahrunsins haustið 2008 – hafa 202 mál sem tengjast hruninu komið inn á borð þess. Rannsókn 84 mála var hætt og átján voru felld niður að lokinni rannsókn. Samanlagt er það um helmingur málanna. Á annan tug mála voru sameinuð öðrum málum, fjögur send til annarra embætta og sjö flokkuð sem aðstoð við önnur yfirvöld. Ein ákæra var afturkölluð eftir útgáfu. Samkvæmt samantekt Markaðarins, sem byggist á tiltölulega þröngri skilgreiningu á hrunmálum, hefur nítján málum lokið með dómi. Sakfellt var að öllu leyti eða að hluta til í fjórtán þeirra og sýknað í fimm. Sex mál eru enn fyrir dómi. Fjögur þeirra eru í annarri umferð fyrir dómstólum. Sérstakur saksóknari hafði allt frá hruni her manns í fullu starfi við rannsókn og saksókn hrunmála. Að auki menn sem voru í fullu starfi annars staðar, í verktakavinnu fyrir sérstakan saksóknara og þáðu milljónir ofan á dagvinnulaun sín. Þegar mest var störfuðu um 110 manns hjá embættinu. Embættið kostaði að minnsta kosti 6,2 milljarða á núvirði samkvæmt ríkisreikningi 2009 til 2014 og árshlutauppgjöri fyrstu níu mánuðina á árinu 2015. Gera má ráð fyrir að þessi tala hafi hækkað, þegar allt er talið í hátt í 10 milljarða. Sérstakur saksóknari hætti starfsemi í lok árs 2015 og tók héraðssaksóknari við öllum verkefnum embættisins. Þessi saga snertir miklu fleiri en þá sem dæmdir voru. Fjöldi fólks sat á sakamannabekk um árabil meðan mál voru rannsökuð. Þeim var haldið í spennitreyju meðan rannsókn fór fram – dæmdir úr leik á vinnumarkaði. Sumir hristu það af sér og standa keikir eftir, aðrir þoldu það síður. Dæmi eru um mikla harmleiki fólks sem hvorki var dæmt né ákært á þessari vegferð. Það verður barna okkar og barnabarna að dæma, þegar frá líður, hvort þessum tíma og peningum hafi verið vel varið. Var eftirtekjan rýr eða var þetta ill nauðsyn – allt þess virði? Flestir geta fallist á að oft var farið geyst í bankarekstri fyrir hrun. Þeir sem töldu að Ísland gæti á örfáum árum orðið ein af fjármálamiðstöðvum heimsins líkt og marga dreymdi um voru slegnir blindu. En framtíðin mun skera úr um hvort raunhæft var að ætla sér að verða fyrirmynd heimsins í refsimálum gegn bankamönnum. Eru þetta kannski greinar af sama meiði – að ætla sér um of?
36 manns í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálunum 36 manns hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Þyngstu dómarnir féllu í málum sem beindust að störfum Kaupþings. Rannsókn allra hrunmála er lokið. 7. febrúar 2018 07:00
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun