Flugvél með einni þekktustu íþróttakonu heims á leið á ÓL fékk ekki að fara á loft Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 12:30 Lindsey Vonn. Vísir/Getty Lindsey Vonn er fyrrum Ólympíumeistari og ein þekktasta íþróttakona heims. Hún er á leiðinni á sína fjórðu Ólympíuleika en það hefur ekki gengið snuðrulaust að komast til Suður-Kóreu. Vonn sagði frá því á Twitter að flugvélin sem átti að fara með hana til Seoul í Suður-Kóreu hafi ekki fengið leyfi til að fara á loft. Farþegarnir, sumir líka að fara að keppa á Ólympíuleikunum, þurftu því að hanga út í vél í tvo klukkutíma áður en þeir fóru aftur frá borði.Well hopefully we get to Korea....apparently we don’t have the right documents to fly??? About 2 hours on the plane so far and just siting at the gate. Some Germans and Italians on the plane too. @lufthansa#canweflynowplease — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 Lufthansa flugfélagið fór síðan í það verkefni að finna aðra flugvél til að flytja alla farþegana rétta leið til Suður-Kóreu. Það var örugglega ekki auðvelt enda eru margir að fljúga þangað þessa dagana. Vonn kom aftur inn á Twitter og spurði hversu lengi fólk héldi að það myndi taka hana að komast á Ólympíusvæðið í Pyeongchang. Hún vonaðist nú til að ná setningarhátíðinni sem verður á föstudaginn. Flugið er rúmlega tíu tímar, það er þegar flugvélin kemst loksins í loftið. Það tókst ekki fyrr en eftir sex tíma.Well we are now off the plane... they are trying to find a new plane and hope to take off in an hour... how many hours, door to door, will it take me to get to Seoul? — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 After over 6 hours of hanging out at the gate, we’re off!! See you in another 10 hours Korea! — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 Lindsey Vonn vann Ólympíugull á leikunum í Vancouver fyrir átta árum en hún missti af síðustu leikum í Sotsjí vegna meiðsla. Vonna hefur verið í frábæru formi að undanförnu og er búin að vinna fimm af síðustu átta keppnum sínum þar af þeim tveimur síðustu fyrir Ólympíuleikanna í Pyeongchang. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Sjá meira
Lindsey Vonn er fyrrum Ólympíumeistari og ein þekktasta íþróttakona heims. Hún er á leiðinni á sína fjórðu Ólympíuleika en það hefur ekki gengið snuðrulaust að komast til Suður-Kóreu. Vonn sagði frá því á Twitter að flugvélin sem átti að fara með hana til Seoul í Suður-Kóreu hafi ekki fengið leyfi til að fara á loft. Farþegarnir, sumir líka að fara að keppa á Ólympíuleikunum, þurftu því að hanga út í vél í tvo klukkutíma áður en þeir fóru aftur frá borði.Well hopefully we get to Korea....apparently we don’t have the right documents to fly??? About 2 hours on the plane so far and just siting at the gate. Some Germans and Italians on the plane too. @lufthansa#canweflynowplease — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 Lufthansa flugfélagið fór síðan í það verkefni að finna aðra flugvél til að flytja alla farþegana rétta leið til Suður-Kóreu. Það var örugglega ekki auðvelt enda eru margir að fljúga þangað þessa dagana. Vonn kom aftur inn á Twitter og spurði hversu lengi fólk héldi að það myndi taka hana að komast á Ólympíusvæðið í Pyeongchang. Hún vonaðist nú til að ná setningarhátíðinni sem verður á föstudaginn. Flugið er rúmlega tíu tímar, það er þegar flugvélin kemst loksins í loftið. Það tókst ekki fyrr en eftir sex tíma.Well we are now off the plane... they are trying to find a new plane and hope to take off in an hour... how many hours, door to door, will it take me to get to Seoul? — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 After over 6 hours of hanging out at the gate, we’re off!! See you in another 10 hours Korea! — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 Lindsey Vonn vann Ólympíugull á leikunum í Vancouver fyrir átta árum en hún missti af síðustu leikum í Sotsjí vegna meiðsla. Vonna hefur verið í frábæru formi að undanförnu og er búin að vinna fimm af síðustu átta keppnum sínum þar af þeim tveimur síðustu fyrir Ólympíuleikanna í Pyeongchang.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Sjá meira