Rúmlega milljón króna biti sem Njarðvík þarf að kyngja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2018 16:15 Kristinn Pálsson í leik með U-20 ára landsliði Íslands. vísir/ernir Njarðvíkingar vonast til að Kristinn Pálsson snúi aftur á parketið þegar þeir taka á móti Þórsurum frá Akureyri í kvöld. Kristinn hefur ekkert spilað með Njarðvík frá því um miðjan janúar eftir að FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandið, afturkallaði keppnisleyfi hans. Á mánudaginn dæmdi FIBA svo körfuknattleiksdeild Njarðvíkur til að greiða ítalska liðinu Stella Azzura uppeldisbætur vegna Kristins. Njarðvíkingar eru ósáttir við niðurstöðu dómsins og þá túlkun að Stella Azzura teljist uppeldisfélag leikmannsins. „Kristinn kemur til okkar um miðjan desember frá Marist-háskólanum í Bandaríkjunum. Leyfið hans (e. letter of clearance) lá inni hjá Stella Azzura meðan hann var í háskóla. Við töldum að það væri tiltölulega einfalt að sækja það en þá kom á daginn að þeir vildu fá uppeldisbætur fyrir hann þar sem hann var enn skráður hjá félaginu þegar hann var 18 ára,“ sagði Friðrik Ragnarsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þegar leikmaður verður 18 ára er félagið sem hann er skráður í talið uppeldisfélag hans, jafnvel þótt hann hafi verið hjá okkur frá sex til 15 ára aldurs. Við eyddum níu árum í að þjálfa hann upp og það er einhver ástæða fyrir því að Stella Azzura vildi hann.“ Njarðvík var dæmt til að greiða ítalska liðinu uppeldisbætur í þremur liðum; vegna sérstaks félagaskiptagjalds fyrir leikmenn yngri en 18 ára, skólagöngu Kristins á Ítalíu og uppihalds hans. „Dómurinn var ítarlegur, níu blaðsíðna langur. Þegar við ráðfærðum okkur við lögfróða menn var okkur ráðlagt að borga þessa upphæð,“ sagði Friðrik. Njarðvíkingar hefðu getað áfrýjað dómnum en það hefði tekið sinn tíma og Kristinn gæti ekki spilað með Njarðvík á meðan. Upphaflega krafðist Stella Azzura um níu milljóna króna í uppeldisbætur. Á endanum var Njarðvík dæmt til að greiða ítalska liðinu 1,2 milljónir króna. Friðrik segir að Njarðvík muni borga upphæðina í dag og Kristinn fái því vonandi grænt ljós á að spila gegn Þór í kvöld. En eru Njarðvíkingar búnir að safna fyrir þessu? „Það er að reytast inn á okkur peningur úr alls konar áttum. Við erum þakklát fyrir það. Vonandi kemur sem mest inn svo við getum lokað þessu dæmi,“ sagði Friðrik sem viðurkennir að þetta sé erfiður biti að kyngja. Það sé þó nauðsynlegt til að Kristinn geti byrjað að spila á nýjan leik. „Stóra ástæðan fyrir að við ákváðum að borga þetta var að við vildum ekki halda honum lengur í frosti. Það er hræðilegt að hann sé í þeirri stöðu að geta ekki spilað fyrr en þeir segja já.“ Friðrik segist ekki muna eftir sambærilegu dæmi hér á landi. „Ég held að þetta sé einsdæmi. En svo hef ég heyrt að þetta sé að verða algengara í Evrópu og þeir kalli þetta leikmannagildrur,“ sagði Friðrik og bætti við að Ítalirnir kunni greinilega til verka í svona málum. „Þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Þeir eru greinilega engir nýgræðingar í þessum efnum. Þeir þekktu reglurnar út og inn og vissu að þeir þyrftu að bjóða honum samning sem þeir gerðu fyrir 3-4 vikum,“ sagði Friðrik en Stella Azzura þurfti að gera Kristni samningstilboð til að geta gert tilkall til uppeldisbóta. Engu breytti þótt hann hafnaði tilboði félagsins. „Við gerum okkur vonir um að við fáum leyfið fyrir hann á morgun [í dag],“ sagði Friðrik að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Njarðvíkingar vonast til að Kristinn Pálsson snúi aftur á parketið þegar þeir taka á móti Þórsurum frá Akureyri í kvöld. Kristinn hefur ekkert spilað með Njarðvík frá því um miðjan janúar eftir að FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandið, afturkallaði keppnisleyfi hans. Á mánudaginn dæmdi FIBA svo körfuknattleiksdeild Njarðvíkur til að greiða ítalska liðinu Stella Azzura uppeldisbætur vegna Kristins. Njarðvíkingar eru ósáttir við niðurstöðu dómsins og þá túlkun að Stella Azzura teljist uppeldisfélag leikmannsins. „Kristinn kemur til okkar um miðjan desember frá Marist-háskólanum í Bandaríkjunum. Leyfið hans (e. letter of clearance) lá inni hjá Stella Azzura meðan hann var í háskóla. Við töldum að það væri tiltölulega einfalt að sækja það en þá kom á daginn að þeir vildu fá uppeldisbætur fyrir hann þar sem hann var enn skráður hjá félaginu þegar hann var 18 ára,“ sagði Friðrik Ragnarsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þegar leikmaður verður 18 ára er félagið sem hann er skráður í talið uppeldisfélag hans, jafnvel þótt hann hafi verið hjá okkur frá sex til 15 ára aldurs. Við eyddum níu árum í að þjálfa hann upp og það er einhver ástæða fyrir því að Stella Azzura vildi hann.“ Njarðvík var dæmt til að greiða ítalska liðinu uppeldisbætur í þremur liðum; vegna sérstaks félagaskiptagjalds fyrir leikmenn yngri en 18 ára, skólagöngu Kristins á Ítalíu og uppihalds hans. „Dómurinn var ítarlegur, níu blaðsíðna langur. Þegar við ráðfærðum okkur við lögfróða menn var okkur ráðlagt að borga þessa upphæð,“ sagði Friðrik. Njarðvíkingar hefðu getað áfrýjað dómnum en það hefði tekið sinn tíma og Kristinn gæti ekki spilað með Njarðvík á meðan. Upphaflega krafðist Stella Azzura um níu milljóna króna í uppeldisbætur. Á endanum var Njarðvík dæmt til að greiða ítalska liðinu 1,2 milljónir króna. Friðrik segir að Njarðvík muni borga upphæðina í dag og Kristinn fái því vonandi grænt ljós á að spila gegn Þór í kvöld. En eru Njarðvíkingar búnir að safna fyrir þessu? „Það er að reytast inn á okkur peningur úr alls konar áttum. Við erum þakklát fyrir það. Vonandi kemur sem mest inn svo við getum lokað þessu dæmi,“ sagði Friðrik sem viðurkennir að þetta sé erfiður biti að kyngja. Það sé þó nauðsynlegt til að Kristinn geti byrjað að spila á nýjan leik. „Stóra ástæðan fyrir að við ákváðum að borga þetta var að við vildum ekki halda honum lengur í frosti. Það er hræðilegt að hann sé í þeirri stöðu að geta ekki spilað fyrr en þeir segja já.“ Friðrik segist ekki muna eftir sambærilegu dæmi hér á landi. „Ég held að þetta sé einsdæmi. En svo hef ég heyrt að þetta sé að verða algengara í Evrópu og þeir kalli þetta leikmannagildrur,“ sagði Friðrik og bætti við að Ítalirnir kunni greinilega til verka í svona málum. „Þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Þeir eru greinilega engir nýgræðingar í þessum efnum. Þeir þekktu reglurnar út og inn og vissu að þeir þyrftu að bjóða honum samning sem þeir gerðu fyrir 3-4 vikum,“ sagði Friðrik en Stella Azzura þurfti að gera Kristni samningstilboð til að geta gert tilkall til uppeldisbóta. Engu breytti þótt hann hafnaði tilboði félagsins. „Við gerum okkur vonir um að við fáum leyfið fyrir hann á morgun [í dag],“ sagði Friðrik að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira