Neytendur eða viðskiptavinir Þórlindur Kjartansson skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Margt breyttist á Bláa hnettinum þegar hinn ofur-hressi stuðbolti Gleði-Glaumur klöngraðist út úr geimskipinu sínu. Börnin á hnettinum kynntust fyrir hans tilstilli í fyrsta skiptið hvernig það væri að hafa almennilegt stuð í kringum sig. Það eina sem þau þurftu að láta af hendi til að byrja með voru sárafáir dropar úr æskubrunni sínum.Neyslugleði Á Íslandi breyttist líka ýmislegt síðastliðið vor þegar amerískur verslunarrisi opnaði risaverslun stútfulla af áður ófáanlegu góðgæti í iðnaðarpakkningum og ýmiss konar munaðarvöru á hlægilegu verði. Viðbrögðin voru víðast hvar á eina leið—loksins var komin til landsins útlensk verslun sem ekki okraði grimmilega á langþjáðu íslensku launafólki heldur bauð þeim, af hjartahreinni góðmennsku, að njóta á sanngjörnu verði allra þeirra kræsinga sem hagfræðileg stærðarhagkvæmni hefur fram að færa neytendum til hagsbóta. Og því verður ekki á móti mælt að margt í versluninni er fáanlegt á stórgóðu verði, og þar fást ýmsar gæðavörur sem eru sannarlega góð viðbót við það vöruúrval sem íslenskum neytendum hafði staðið til boða fram að því. Yfir hverju ætti þá að vera hægt að kvarta? „Sjáið þið ekki veisluna?“ var viðkvæðið þar sem fólk hljóp á milli rekka og stútfyllti tröllvaxnar innkaupakerrurnar af alls konar varningi sem engan hafði áður grunað að hann sárvantaði. Og út af þéttpökkuðu bílastæðinu sliguðust fólksbílar, jepplingar og forstjórajeppar eins og drekkhlaðnir loðnubátar á heimstíminu, út á bensínstöð til þess að flytja varninginn heim, knúnir af ódýrasta og besta bensíni sem íslenskur almenningur hafði nokkru sinni kynnst.Má ég sjá í pokann? Upplifunin af því að versla í þessari nýju neysluparadís var ólík því sem fólk hafði áður kynnst hér á landi. Ein nýjungin fólst í því að einungis innmúruðum félagsmönnum er heimilt að versla í nýju búðinni og enginn fær afgreiðslu nema gegn framvísun gilds meðlimaskírteinis. Önnur nýjung fólst í óvenjulegri umhyggjusemi sem verslunarrisinn sýnir meðlimum sínum þegar þeir yfirgefa klúbbinn með varninginn sinn. Fólki er ekki hleypt út fyrr en ágætt og vingjarnlegt fólk—sem hefur líklega verið ráðið í starfið einmitt vegna þess að það er ágætt og vingjarnlegt—gengur upp að klúbbfélaganum og fer yfir það hvort allt það sama sé í pokanum eins og fram kemur á kassastrimlinum. Þetta er örugglega nýlunda hér á landi því flestum hefur hingað til þótt það vera stækasta ókurteisi að þjófkenna fólk án minnstu mögulegu vísbendingar um þjófnað. En þetta kostar aðgöngumiðinn í neysluútópíuna—að þurfa að sæta sömu meðferð og smábarn sem er grunað um að hafa stolið smáköku úr krukku. „Sýndu mér hendurnar. Báðar í einu. Opnaðu munninn.“ Líklega hefur þessi nýstárlegi samskiptamáti í íslenskri verslun vakið reiði nægilegra margra til þess að verslunarrisinn teldi þörf á því að gefa nánari skýringu á athæfi sínu. Rétt þar sem komið er að útganginum var nefnilega hengdur upp lítill miði. Þar stóð: „Spurning: Af hverju er farið yfir strimilinn þegar ég yfirgef vöruhúsið? Svar: Til að ganga úr skugga um að þú hafir fengið allar vörur sem þú greiddir fyrir og að rétt verð hafi verið greitt.“ Einmitt.Viðskiptavinátta Þessi afstaða til kúnnans er mjög ólík því sem kalla mætti gagnkvæma virðingu. Það er hins vegar þannig samband sem við er átt þegar verslun lítur á einstaklinga sem viðskiptavini—en ekki bara neytendur. Í þannig sambandi fylgir vöruframboðinu gjarnan vönduð ráðgjöf þar sem starfsmenn hafa einlægan áhuga á því að varan sem keypt er sé sú besta fyrir þann tilgang sem viðskiptavinurinn ætlar henni. Næst þegar þið fáið frábæra þjónustu frá vingjarnlegum og áhugasömum starfsmanni í verslun skuluð þið því spá í hvort það eina sem viðskiptavinurinn fær fyrir uppsett verð sé varan sjálf. Það er nefnilega umhugsunarvert hvort það sé alltaf hagkvæmara að kaupa vörur á lægra verði—eða hvort það sé skynsamlegra að gera innkaupastefnu hagsýna bóndans í Borgarfirði að sinni: „Ef það er ekki til í kaupfélaginu, þá hef ég enga þörf fyrir það.“Nokkra dropa Líklega hefur það verið margreynt og útreiknað í höfuðstöðvum verslanakeðjunnar að það borgi sig frekar að móðga nokkra þverhausa heldur en að taka ögn meiri áhættu á því að einhver steli úr búðinni. Þannig virka stórfyrirtæki. Þar eru ákvarðanir teknar að vel tölfræðilega ígrunduðu máli. En við þetta tapast þó ýmislegt sem sumum gæti þótt verðmætara heldur en fimm lítra pakkning af flösusjampói. Neytandi sem undirgengst skilmála verslunarinnar fær þörfum sínum sannarlega uppfyllt á vélrænan og ópersónulegan hátt, þar sem engin óþörf mannleg samskipti, tillitssemi og mannvirðing, þvælast fyrir því háleita markmiði að tryggja fólki aðgang að sem mestu magni af neysluvörum á sem lægstu verði. Það eina sem hann þarf að láta í staðinn eru nokkrir dropar af sjálfsvirðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Margt breyttist á Bláa hnettinum þegar hinn ofur-hressi stuðbolti Gleði-Glaumur klöngraðist út úr geimskipinu sínu. Börnin á hnettinum kynntust fyrir hans tilstilli í fyrsta skiptið hvernig það væri að hafa almennilegt stuð í kringum sig. Það eina sem þau þurftu að láta af hendi til að byrja með voru sárafáir dropar úr æskubrunni sínum.Neyslugleði Á Íslandi breyttist líka ýmislegt síðastliðið vor þegar amerískur verslunarrisi opnaði risaverslun stútfulla af áður ófáanlegu góðgæti í iðnaðarpakkningum og ýmiss konar munaðarvöru á hlægilegu verði. Viðbrögðin voru víðast hvar á eina leið—loksins var komin til landsins útlensk verslun sem ekki okraði grimmilega á langþjáðu íslensku launafólki heldur bauð þeim, af hjartahreinni góðmennsku, að njóta á sanngjörnu verði allra þeirra kræsinga sem hagfræðileg stærðarhagkvæmni hefur fram að færa neytendum til hagsbóta. Og því verður ekki á móti mælt að margt í versluninni er fáanlegt á stórgóðu verði, og þar fást ýmsar gæðavörur sem eru sannarlega góð viðbót við það vöruúrval sem íslenskum neytendum hafði staðið til boða fram að því. Yfir hverju ætti þá að vera hægt að kvarta? „Sjáið þið ekki veisluna?“ var viðkvæðið þar sem fólk hljóp á milli rekka og stútfyllti tröllvaxnar innkaupakerrurnar af alls konar varningi sem engan hafði áður grunað að hann sárvantaði. Og út af þéttpökkuðu bílastæðinu sliguðust fólksbílar, jepplingar og forstjórajeppar eins og drekkhlaðnir loðnubátar á heimstíminu, út á bensínstöð til þess að flytja varninginn heim, knúnir af ódýrasta og besta bensíni sem íslenskur almenningur hafði nokkru sinni kynnst.Má ég sjá í pokann? Upplifunin af því að versla í þessari nýju neysluparadís var ólík því sem fólk hafði áður kynnst hér á landi. Ein nýjungin fólst í því að einungis innmúruðum félagsmönnum er heimilt að versla í nýju búðinni og enginn fær afgreiðslu nema gegn framvísun gilds meðlimaskírteinis. Önnur nýjung fólst í óvenjulegri umhyggjusemi sem verslunarrisinn sýnir meðlimum sínum þegar þeir yfirgefa klúbbinn með varninginn sinn. Fólki er ekki hleypt út fyrr en ágætt og vingjarnlegt fólk—sem hefur líklega verið ráðið í starfið einmitt vegna þess að það er ágætt og vingjarnlegt—gengur upp að klúbbfélaganum og fer yfir það hvort allt það sama sé í pokanum eins og fram kemur á kassastrimlinum. Þetta er örugglega nýlunda hér á landi því flestum hefur hingað til þótt það vera stækasta ókurteisi að þjófkenna fólk án minnstu mögulegu vísbendingar um þjófnað. En þetta kostar aðgöngumiðinn í neysluútópíuna—að þurfa að sæta sömu meðferð og smábarn sem er grunað um að hafa stolið smáköku úr krukku. „Sýndu mér hendurnar. Báðar í einu. Opnaðu munninn.“ Líklega hefur þessi nýstárlegi samskiptamáti í íslenskri verslun vakið reiði nægilegra margra til þess að verslunarrisinn teldi þörf á því að gefa nánari skýringu á athæfi sínu. Rétt þar sem komið er að útganginum var nefnilega hengdur upp lítill miði. Þar stóð: „Spurning: Af hverju er farið yfir strimilinn þegar ég yfirgef vöruhúsið? Svar: Til að ganga úr skugga um að þú hafir fengið allar vörur sem þú greiddir fyrir og að rétt verð hafi verið greitt.“ Einmitt.Viðskiptavinátta Þessi afstaða til kúnnans er mjög ólík því sem kalla mætti gagnkvæma virðingu. Það er hins vegar þannig samband sem við er átt þegar verslun lítur á einstaklinga sem viðskiptavini—en ekki bara neytendur. Í þannig sambandi fylgir vöruframboðinu gjarnan vönduð ráðgjöf þar sem starfsmenn hafa einlægan áhuga á því að varan sem keypt er sé sú besta fyrir þann tilgang sem viðskiptavinurinn ætlar henni. Næst þegar þið fáið frábæra þjónustu frá vingjarnlegum og áhugasömum starfsmanni í verslun skuluð þið því spá í hvort það eina sem viðskiptavinurinn fær fyrir uppsett verð sé varan sjálf. Það er nefnilega umhugsunarvert hvort það sé alltaf hagkvæmara að kaupa vörur á lægra verði—eða hvort það sé skynsamlegra að gera innkaupastefnu hagsýna bóndans í Borgarfirði að sinni: „Ef það er ekki til í kaupfélaginu, þá hef ég enga þörf fyrir það.“Nokkra dropa Líklega hefur það verið margreynt og útreiknað í höfuðstöðvum verslanakeðjunnar að það borgi sig frekar að móðga nokkra þverhausa heldur en að taka ögn meiri áhættu á því að einhver steli úr búðinni. Þannig virka stórfyrirtæki. Þar eru ákvarðanir teknar að vel tölfræðilega ígrunduðu máli. En við þetta tapast þó ýmislegt sem sumum gæti þótt verðmætara heldur en fimm lítra pakkning af flösusjampói. Neytandi sem undirgengst skilmála verslunarinnar fær þörfum sínum sannarlega uppfyllt á vélrænan og ópersónulegan hátt, þar sem engin óþörf mannleg samskipti, tillitssemi og mannvirðing, þvælast fyrir því háleita markmiði að tryggja fólki aðgang að sem mestu magni af neysluvörum á sem lægstu verði. Það eina sem hann þarf að láta í staðinn eru nokkrir dropar af sjálfsvirðingu.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun