Knattspyrnusamband Íslands mun á morgun halda opið málþing um stöðu knattspyrnunnar á Íslandi. Málþingið er haldið í tengslum við ársþing KSÍ sem fer fram á laugardag.
Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Freyr Alexandersson munu halda hvort sitt erindið um stöðu íslenskrar knattspyrnu í samanburði við þá bestu í heimi.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, heldur svo erindi þar sem hann ber saman þjálfun á bestu leikmannanna á Íslandi og í Danmörku. Ólafur var áður þjálfari bæði Nordsjælland og Randers í Danmörku.
Gunnar Már Guðmundsson heldur svo að síðustu erindi þar sem hann veltir því upp hvernig félög á Íslandi og KSÍ geta unnið saman að því að bæta íslenskt knattspyrnufólk.
Þingið hefst með ávarpi Guðna Bergsssonar klukkan 16.00 og fer það fram í höfuðstöðvum KSÍ. Það er opið öllum en upplýsingar um dagskrá þess má finna á heimasíðu KSÍ.
