Stórkostlegt gáleysi FH-ingsins staðfest af Hæstarétti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2018 15:48 Harjit Delay, til vinstri, féll um þrjá metra á Þórsvellinum árið 2014. Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli FH-ingsins Harjit Delay sem krafðist skaðabóta vegna slyss sem varð haustið 2014. Féll hann úr stúku á Þórsvelli þegar hann reyndi að gefa leikmanni FH „fimmu“ úr stúkunni. Slysið varð á leik Þórs og FH í Pepsi-deild karla þann 14. september 2014. Harjit var í stúkunni þegar leikmenn gengu af velli og ætlaði hann að gefa Jóni Ragnari Jónssyni, þáverandi leikmanni FH og tónlistarmanni, „fimmu“. Handrið sem girðir af stúkuna er 82 cm hátt og stendur á steyptum kanti sem er 32 cm. Var það mat héraðsdóms á sínum tímum að miðað við áform Harjit, að gefa leikmanninum „fimmu“ hefði áhætta hans orðið síst minni jafnvel þótt handriðið væri hærra. Raunar væri útilokað að reyna að gefa „fimmu“ ofan úr stúkunni án þess að leggja sig í stórhættu þegar litið væri til aðstæðna. Þótti hann hafa „sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem eitt og sér varð til þess að hann féll úr áhorfendastúkunni og slasaðist…“.Sjá einnig: Heppin að vera á lífiSteig Harjit upp á kantinn og teygði sig í áttina til Jóns. Steyptist hann fram fyrir sig og féll rúma þrjá metra niður í steypta gryfju. Braut hann þrjár tennur við fallið. Höfðaði hann mál á hendur Fasteignum Akureyrar og krafðist skaðabóta á þeim grundvelli að handriðið í stúkunni uppfyllti ekki byggingareglugerð meðal annars þegar kæmi að hæð þess. Taldi Harjit að ekki væri ekki hægt að líta á steypta kantinn sem hluti af handriðinu og því uppfyllti handriðið ekki byggingarreglugerð. Dómurinn féllst ekki á þessi sjónarmið þar sem þörfin á klæðingu á handriðum ráðist af því hvort hætta sé á klifri barna, sem stefnandi sé ekki. Var því að mati héraðsdóms ekki hægt að rekja tjón Harjits til vanbúnaðar handriðsins. Héraðsdómur dæmdi í málinu í október 2016 en var því áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Var dómur héraðsdóms staðfestur, auk þess sem að Harjit greiðir Fasteignum Akureyrar 750 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsmál Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Stórkostlegt gáleysi en ekki handriðið sem orsakaði fallið að mati héraðsdóms Harjit Delay ætlaði að gefa Jóni Jónssyni „fimmu“ en steyptist fram fyrir sig úr stúkunni og slasaðist. 18. október 2016 09:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli FH-ingsins Harjit Delay sem krafðist skaðabóta vegna slyss sem varð haustið 2014. Féll hann úr stúku á Þórsvelli þegar hann reyndi að gefa leikmanni FH „fimmu“ úr stúkunni. Slysið varð á leik Þórs og FH í Pepsi-deild karla þann 14. september 2014. Harjit var í stúkunni þegar leikmenn gengu af velli og ætlaði hann að gefa Jóni Ragnari Jónssyni, þáverandi leikmanni FH og tónlistarmanni, „fimmu“. Handrið sem girðir af stúkuna er 82 cm hátt og stendur á steyptum kanti sem er 32 cm. Var það mat héraðsdóms á sínum tímum að miðað við áform Harjit, að gefa leikmanninum „fimmu“ hefði áhætta hans orðið síst minni jafnvel þótt handriðið væri hærra. Raunar væri útilokað að reyna að gefa „fimmu“ ofan úr stúkunni án þess að leggja sig í stórhættu þegar litið væri til aðstæðna. Þótti hann hafa „sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem eitt og sér varð til þess að hann féll úr áhorfendastúkunni og slasaðist…“.Sjá einnig: Heppin að vera á lífiSteig Harjit upp á kantinn og teygði sig í áttina til Jóns. Steyptist hann fram fyrir sig og féll rúma þrjá metra niður í steypta gryfju. Braut hann þrjár tennur við fallið. Höfðaði hann mál á hendur Fasteignum Akureyrar og krafðist skaðabóta á þeim grundvelli að handriðið í stúkunni uppfyllti ekki byggingareglugerð meðal annars þegar kæmi að hæð þess. Taldi Harjit að ekki væri ekki hægt að líta á steypta kantinn sem hluti af handriðinu og því uppfyllti handriðið ekki byggingarreglugerð. Dómurinn féllst ekki á þessi sjónarmið þar sem þörfin á klæðingu á handriðum ráðist af því hvort hætta sé á klifri barna, sem stefnandi sé ekki. Var því að mati héraðsdóms ekki hægt að rekja tjón Harjits til vanbúnaðar handriðsins. Héraðsdómur dæmdi í málinu í október 2016 en var því áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Var dómur héraðsdóms staðfestur, auk þess sem að Harjit greiðir Fasteignum Akureyrar 750 þúsund krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Dómsmál Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Stórkostlegt gáleysi en ekki handriðið sem orsakaði fallið að mati héraðsdóms Harjit Delay ætlaði að gefa Jóni Jónssyni „fimmu“ en steyptist fram fyrir sig úr stúkunni og slasaðist. 18. október 2016 09:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Stuðningsmaðurinn sem féll til jarðar sagður hafa hegðað sér ósæmilega fyrir slysið. 22. september 2014 11:00
Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12
Stórkostlegt gáleysi en ekki handriðið sem orsakaði fallið að mati héraðsdóms Harjit Delay ætlaði að gefa Jóni Jónssyni „fimmu“ en steyptist fram fyrir sig úr stúkunni og slasaðist. 18. október 2016 09:15