Varamaður Tom Brady orðinn launahæstur í NFL eftir að byrja aðeins sjö leiki Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2018 11:00 Jimmy Garoppolo á nú fyrir salti í grautinn. getty Leikstjórnandinn Jimmy Garoppolo varð í gærkvöldi launahæsti leikmaður sögunnar í NFL-deildinni í amerískum fótbolta þegar að hann skrifaði undir fimm ára langan samning við San Francisco 49ers. Garoppolo fær litlar 137,5 milljónir dollara í laun yfir þennan tíma eða 27,5 milljónir á ári. Litlu munar á honum og Matthew Stafford, leikstjórnanda Detroit Lions, sem er næstlaunahæstur með 27 milljónir dollara á ári. Það sem er áhugaverðast við þetta allt saman er að Garoppolo, eða Jimmy G eins og hann er kallaður, hefur aðeins byrjað sjö leiki í NFL-deildinni. Allir hinir 100 milljóna dollara mennirnir í deildinni hafa sannað gildi sitt á nokkrum árum og/eða hreinlega unnið Super Bowl. Garoppolo var fenginn til New England Patriots í annarri umferð nýliðavalsins árið 2014 og fannst sérfræðingum strax athyglivert að liðið væri að taka leikstjórnanda svona snemma í valinu þegar það er með Tom Brady. Var talið nánast öruggt að Bill Belichick, þjálfari Patriots, vissi eitthvað sem aðrir vissu ekki og þarna væri arftaki Tom Brady á ferðinni.vísir/gettyGaroppolo sat á bekknum hjá Patriots, rólegur, í þrjú ár, en spilaði tvo leiki í byrjun tímabilsins 2016 þegar að Tom Brady var í banni. Hann vann báða leikina og spilaði mjög vel. Sannfærðust menn enn frekar um að þarna væri á ferð maðurinn sem myndi taka við af Brady. Nýliðasamningur hans átti að renna út í sumar og var honum óvænt skipt til San Francisco á miðju tímabili fyrir valrétt í annarri umferð nýliðavalsins. Frisco-liðið þakkaði pent fyrir sig og vann síðustu fimm leiki tímabilsins með Jimmy G í brúnni. Framkvæmdastjóri og þjálfari 49ers voru sannfærðir; Garoppolo er framtíðin. Því var gerður þessi ofursamningur við strákinn þrátt fyrir að hann hefur ekki einu sinni spilað samtals hálfa leiktíð í NFL-deildinni. Jimmy Garoppolo fær nú töluvert meira borgað en Tom Brady sem er 15. launahæsti leikmaður deildarinnar með rétt ríflega 20 milljónir dollara í árslaun. NFL Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Leikstjórnandinn Jimmy Garoppolo varð í gærkvöldi launahæsti leikmaður sögunnar í NFL-deildinni í amerískum fótbolta þegar að hann skrifaði undir fimm ára langan samning við San Francisco 49ers. Garoppolo fær litlar 137,5 milljónir dollara í laun yfir þennan tíma eða 27,5 milljónir á ári. Litlu munar á honum og Matthew Stafford, leikstjórnanda Detroit Lions, sem er næstlaunahæstur með 27 milljónir dollara á ári. Það sem er áhugaverðast við þetta allt saman er að Garoppolo, eða Jimmy G eins og hann er kallaður, hefur aðeins byrjað sjö leiki í NFL-deildinni. Allir hinir 100 milljóna dollara mennirnir í deildinni hafa sannað gildi sitt á nokkrum árum og/eða hreinlega unnið Super Bowl. Garoppolo var fenginn til New England Patriots í annarri umferð nýliðavalsins árið 2014 og fannst sérfræðingum strax athyglivert að liðið væri að taka leikstjórnanda svona snemma í valinu þegar það er með Tom Brady. Var talið nánast öruggt að Bill Belichick, þjálfari Patriots, vissi eitthvað sem aðrir vissu ekki og þarna væri arftaki Tom Brady á ferðinni.vísir/gettyGaroppolo sat á bekknum hjá Patriots, rólegur, í þrjú ár, en spilaði tvo leiki í byrjun tímabilsins 2016 þegar að Tom Brady var í banni. Hann vann báða leikina og spilaði mjög vel. Sannfærðust menn enn frekar um að þarna væri á ferð maðurinn sem myndi taka við af Brady. Nýliðasamningur hans átti að renna út í sumar og var honum óvænt skipt til San Francisco á miðju tímabili fyrir valrétt í annarri umferð nýliðavalsins. Frisco-liðið þakkaði pent fyrir sig og vann síðustu fimm leiki tímabilsins með Jimmy G í brúnni. Framkvæmdastjóri og þjálfari 49ers voru sannfærðir; Garoppolo er framtíðin. Því var gerður þessi ofursamningur við strákinn þrátt fyrir að hann hefur ekki einu sinni spilað samtals hálfa leiktíð í NFL-deildinni. Jimmy Garoppolo fær nú töluvert meira borgað en Tom Brady sem er 15. launahæsti leikmaður deildarinnar með rétt ríflega 20 milljónir dollara í árslaun.
NFL Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira