Vinur Charles Barkley virðist hafa svikið hann illilega og eftir stendur fyrrum körfuboltamaðurinn rúmum 400 milljónum fátækari.
Vinur Barkleys, lögfræðingurinn Donald Watkins, er grunaður um að hafa svikið ævintýralegar fjárhæðir út úr fullt af fólki sem treysti honum til þess að fjárfesta fyrir sig.
Barkley segir að þeir séu enn vinir þó svo hann hafi tapað öllum þessum peningum. Barkley sagði þetta allt vera óheppilegt og ekki vita hvað vinur hans hefði gert við peningana. Hann stóð í þeim skilningi að þeim hefði verið vel varið en svo var víst ekki.
Yfirvöld eru að rannsaka Watkins og svo virðist vera sem hann hafi eytt peningum fjárfesta í sjálfan sig og kærustu sína. Hann hafi lifað eins og kóngur og greitt fyrir allt með annarra manna peningum.
Barkley tapaði 410 milljónum króna
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn


