Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur skilur að fólk gagnrýnir háar akstursgreiðslur en það kosti einfaldlega að hafa þingmenn sem koma af landsbyggðinni. Vísir/Hanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokkrins fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar í fyrra. Hann fékk um 385 þúsund krónur á mánuði í endurgreiðslu vegna aksturs. Hann ók 47.644 kílómetra í fyrra og fékk endurgreitt í samræmi við það. Sá þingmaður sem kom á eftir fékk 3.4 milljónir króna í endurgreiðslu fyrir 35.065 km akstur.Sjá: „4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns.“ Þetta kemur fram í skriflegu svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata um akstursgreiðslur til þingmanna. Athygli vekur að þær eru ekki persónugreinanlegar en í svarinu segir: „Akstur einstakra þingmanna innan lands fer eftir mjög skýrum reglum sem eru opinberar og öllum aðgengilegar. Litið er svo á að aksturinn tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna. Þess vegna hafa almennt ekki verið veittar persónugreinanlegar upplýsingar um þessar endurgreiðslur.“ Ásmundur upplýsti sjálfur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hann væri sá þingmaður sem hefði fengið hæstu endurgreiðsluna. Ásmundur er þingmaður fyrir víðfeðmasta kjördæmi landsins, Suðurkjördæmi, og bendir á að það krefjist þess að hann aki langar vegalengdir til að sinna kjördæminu. Hann skilji þó að fólk gagnrýni það þegar það sjái svo háar endurgreiðslur til þingmanna. Í svari forseta þingsins er birtur listi yfir tíu hæstu upphæðirnar sem þingmenn fengu endurgreiddar fyrir akstur. Þær eru þó ekki persónugreinanlegar.Skjáskot/Alþingi „Það er alveg eðlilegt að fólk gagnrýni þetta enda eru þetta stórar tölur,“ segir Ásmundur. „En ég bý í öðrum endanum á kjördæmi sem er 700 kílómetrar, ég er mjög duglegur að ferðast, ég fer mjög oft á fundi sem ég er boðaður á og ýmsar samkomur þar sem óskað er eftir nærveru þingmanna. Ég hef verið duglegur við þetta eins og margir félagar mínir í þingflokknum.“ Ásmundur býr í Garði og bendir á að það séu um 57 kílómetra akstur í miðborg Reykjavíkur, fram og til baka, þegar þingið er að störfum. Hann áætlar að það sé um helmingurinn af greiðslunum. „Það er dýrt að hafa landsbyggðarþingmenn,“ segir hann. „Og við þurfum alltaf að halda uppi vörnum gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Það er einnig mikil eftirspurn eftir því að við séum sjáanlegir, ég hef sinnt þeirri skyldu ríkulega og mun gera það áfram,“ segir Ásmundur og bendir á að það sé ekki bara um að ræða akstursgreiðslur. Hann nýti sér þær á meðan aðrir landsbyggðarþingmenn nýti sér til að mynda greiðslur vegna flugs eða annars heimilis í Reykjavík.Sjá: Reglur um þingfararkostnað Alþingismanna Aðspurður um hvort honum þætti eðlilegt að setja þak á akstursgreiðslur segist hann ekki setja sig upp á móti slíkri umræðu. „Mér finnst eðlilegt að slíkir hlutir séu teknir upp og ræddir. Ég ætla ekki að setja mig upp á móti því fyrirfram að það sé eitthvað þak sett á það. Ég skil það vel að hár kostnaður fari í taugarnar á fólki en ég er að leggja fram mikla vinnu við að sinna mínum erindum sem þingmaður og það kostar að vera landsbyggðarþingmaður.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokkrins fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar í fyrra. Hann fékk um 385 þúsund krónur á mánuði í endurgreiðslu vegna aksturs. Hann ók 47.644 kílómetra í fyrra og fékk endurgreitt í samræmi við það. Sá þingmaður sem kom á eftir fékk 3.4 milljónir króna í endurgreiðslu fyrir 35.065 km akstur.Sjá: „4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns.“ Þetta kemur fram í skriflegu svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata um akstursgreiðslur til þingmanna. Athygli vekur að þær eru ekki persónugreinanlegar en í svarinu segir: „Akstur einstakra þingmanna innan lands fer eftir mjög skýrum reglum sem eru opinberar og öllum aðgengilegar. Litið er svo á að aksturinn tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna. Þess vegna hafa almennt ekki verið veittar persónugreinanlegar upplýsingar um þessar endurgreiðslur.“ Ásmundur upplýsti sjálfur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hann væri sá þingmaður sem hefði fengið hæstu endurgreiðsluna. Ásmundur er þingmaður fyrir víðfeðmasta kjördæmi landsins, Suðurkjördæmi, og bendir á að það krefjist þess að hann aki langar vegalengdir til að sinna kjördæminu. Hann skilji þó að fólk gagnrýni það þegar það sjái svo háar endurgreiðslur til þingmanna. Í svari forseta þingsins er birtur listi yfir tíu hæstu upphæðirnar sem þingmenn fengu endurgreiddar fyrir akstur. Þær eru þó ekki persónugreinanlegar.Skjáskot/Alþingi „Það er alveg eðlilegt að fólk gagnrýni þetta enda eru þetta stórar tölur,“ segir Ásmundur. „En ég bý í öðrum endanum á kjördæmi sem er 700 kílómetrar, ég er mjög duglegur að ferðast, ég fer mjög oft á fundi sem ég er boðaður á og ýmsar samkomur þar sem óskað er eftir nærveru þingmanna. Ég hef verið duglegur við þetta eins og margir félagar mínir í þingflokknum.“ Ásmundur býr í Garði og bendir á að það séu um 57 kílómetra akstur í miðborg Reykjavíkur, fram og til baka, þegar þingið er að störfum. Hann áætlar að það sé um helmingurinn af greiðslunum. „Það er dýrt að hafa landsbyggðarþingmenn,“ segir hann. „Og við þurfum alltaf að halda uppi vörnum gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Það er einnig mikil eftirspurn eftir því að við séum sjáanlegir, ég hef sinnt þeirri skyldu ríkulega og mun gera það áfram,“ segir Ásmundur og bendir á að það sé ekki bara um að ræða akstursgreiðslur. Hann nýti sér þær á meðan aðrir landsbyggðarþingmenn nýti sér til að mynda greiðslur vegna flugs eða annars heimilis í Reykjavík.Sjá: Reglur um þingfararkostnað Alþingismanna Aðspurður um hvort honum þætti eðlilegt að setja þak á akstursgreiðslur segist hann ekki setja sig upp á móti slíkri umræðu. „Mér finnst eðlilegt að slíkir hlutir séu teknir upp og ræddir. Ég ætla ekki að setja mig upp á móti því fyrirfram að það sé eitthvað þak sett á það. Ég skil það vel að hár kostnaður fari í taugarnar á fólki en ég er að leggja fram mikla vinnu við að sinna mínum erindum sem þingmaður og það kostar að vera landsbyggðarþingmaður.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira