Vegagerðin lokar ekki vegum að ástæðulausu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. febrúar 2018 19:00 Ferðaþjónustuaðilar hafa gagnrýnt tíðar lokanir Vegagerðarinnar á helstu vegum út fyrir höfuðborgarsvæðisins síðustu daga og vikur. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verklag stofnunarinnar hafa margsannað sig þegar veður eru válynd. Íbúar í Hveragerði og Selfossi og ferðaþjónustuaðilar kvörtuðu í gær undan tíðum lokunum Vegagerðarinnar á vegunum um Hellisheiði og Þrengsli undanfarna daga og vikur vegna veðurs. Síðast í dag var veginum um Öxnadalsheiði, Holtavörðuheiði og Bröttubrekku lokað. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur Hellisheiði verið lokað 10 sinnum það sem af er ári samanborið við 4 skipti á síðasta ári. Árið 2016 var Hellisheiði lokað 8 sinnum en árið 2015 lokaðist heiðin 21 sinni. Veginum um Þrengslin hefur verið lokað 9 sinnum það sem af er ári á móti 4 lokunum á síðasta ári. Árið 2016 var veginum lokað 5 sinnum á meðan lokanir voru þrisvar sinnum fleiri árið 2015. Veginum um Mosfellsheiði hefur verið lokað 11 sinnum það sem af er ári samanborið við 7 skipti á síðasta ári. árið 2016 var veginum lokað 13 sinnum og 15 sinnum árið 2015. Þess ber að geta að lokanir hverju sinni voru mislangar en annars vegar er um að ræða fyrirbyggjandi aðgerðir þegar veðurspá var slæm og hins vegar þegar komið var í óefni vegna veðurs. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir lokanirnar ekki að ástæðulausu en tekur þó fram að þær hafi verið óvenju tíðar að undanförnu. Hann segir vefmyndavélar stundum blekkja augað því ófærð geti verið á öðrum stöðum. „Það getur verið að eitthvað annað sé að gerast á leiðinni. Snjóruðningstæki eru kannski að hreinsa veginn, þannig að það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að lokunin sé í gildi,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Ákvarðanir um lokun vega hafa verið með svipuðu móti frá árinu 2014 þegar Vegagerðin tók upp nýtt verklag meðal annars í ljósi fjölgunar ferðamanna sem ekki hafa þekkingu á aðstæðum sem hér geti skapast. „Ég held þetta hafi sýnt sig og sannað mjög vel því að um daginn þá lentum við í því að fullt af fólki fór framhjá lokunum og það þýddi að þeir festu sig bara upp á Sandskeiði og voru ekki einu sinni komnir upp á Hellisheiði og það leiddi til þess að það tók miklu lengri tíma að opna aftur,“ segir Pétur. Pétur á von á miklu annríki hjá starfsmönnum Vegagerðarinnar um helgina. „Það er viðbúið að það verði fullt að gera,“ segir Pétur. Tengdar fréttir Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar hafa gagnrýnt tíðar lokanir Vegagerðarinnar á helstu vegum út fyrir höfuðborgarsvæðisins síðustu daga og vikur. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verklag stofnunarinnar hafa margsannað sig þegar veður eru válynd. Íbúar í Hveragerði og Selfossi og ferðaþjónustuaðilar kvörtuðu í gær undan tíðum lokunum Vegagerðarinnar á vegunum um Hellisheiði og Þrengsli undanfarna daga og vikur vegna veðurs. Síðast í dag var veginum um Öxnadalsheiði, Holtavörðuheiði og Bröttubrekku lokað. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur Hellisheiði verið lokað 10 sinnum það sem af er ári samanborið við 4 skipti á síðasta ári. Árið 2016 var Hellisheiði lokað 8 sinnum en árið 2015 lokaðist heiðin 21 sinni. Veginum um Þrengslin hefur verið lokað 9 sinnum það sem af er ári á móti 4 lokunum á síðasta ári. Árið 2016 var veginum lokað 5 sinnum á meðan lokanir voru þrisvar sinnum fleiri árið 2015. Veginum um Mosfellsheiði hefur verið lokað 11 sinnum það sem af er ári samanborið við 7 skipti á síðasta ári. árið 2016 var veginum lokað 13 sinnum og 15 sinnum árið 2015. Þess ber að geta að lokanir hverju sinni voru mislangar en annars vegar er um að ræða fyrirbyggjandi aðgerðir þegar veðurspá var slæm og hins vegar þegar komið var í óefni vegna veðurs. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir lokanirnar ekki að ástæðulausu en tekur þó fram að þær hafi verið óvenju tíðar að undanförnu. Hann segir vefmyndavélar stundum blekkja augað því ófærð geti verið á öðrum stöðum. „Það getur verið að eitthvað annað sé að gerast á leiðinni. Snjóruðningstæki eru kannski að hreinsa veginn, þannig að það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að lokunin sé í gildi,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Ákvarðanir um lokun vega hafa verið með svipuðu móti frá árinu 2014 þegar Vegagerðin tók upp nýtt verklag meðal annars í ljósi fjölgunar ferðamanna sem ekki hafa þekkingu á aðstæðum sem hér geti skapast. „Ég held þetta hafi sýnt sig og sannað mjög vel því að um daginn þá lentum við í því að fullt af fólki fór framhjá lokunum og það þýddi að þeir festu sig bara upp á Sandskeiði og voru ekki einu sinni komnir upp á Hellisheiði og það leiddi til þess að það tók miklu lengri tíma að opna aftur,“ segir Pétur. Pétur á von á miklu annríki hjá starfsmönnum Vegagerðarinnar um helgina. „Það er viðbúið að það verði fullt að gera,“ segir Pétur.
Tengdar fréttir Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira
Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32