Alex Þór Hauksson tryggði Stjörnunni sigur á Keflavík í Lengjubikarnum í kvöld með sínu fyrsta meistaraflokksmarki.
Liðin mættust í Reykjaneshöllinni í kvöld en leikurinn var sá fyrsti í riðli 3 í A deild keppninnar.
Alex Þór var meðal efnilegustu manna í Pepsi deildinni í fyrra og byrjar nýtt keppnistímabil af krafti með þrumuskoti sem tryggði Stjörnunni stigin þrjú.
Ævar Ingi Jóhannesson, leikmaður Stjörnunnar, meiddist á ökkla í leiknum og var fluttur á sjúkrahús til myndatöku.
