Íslendingar mest til vandræða og hundsa björgunarsveitirnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. janúar 2018 06:00 Frá 2014 hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg séð um að vakta lokunarpósta, innanbæjar og utan. vísir/vilhelm Dæmi eru um að ökumenn sýni björgunarsveitarmönnum ókurteisi og hundsi ráðleggingar þeirra þegar björgunarsveitarmenn vakta lokunarpósta fyrir Vegagerðina eða lögreglu. Frá 2014 hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg séð um að vakta lokunarpósta, bæði á vegum utan höfuðborgarinnar og í þéttbýli. „Já, já. Það eru nokkur tilfelli þar sem fólk telur sig hafa átt rétt á að fara leiðar sinnar,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, sem er yfir aðgerðamálum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hann segir atvik af þessu tagi þó sem betur fer ekki vera algeng. Bæði eru dæmi slík atvik þegar þjóðvegum er lokað vegna ófærðar en líka þegar götum innanbæjar er lokað vegna tónleika eða íþróttaviðburða. „Þá geta menn orðið pirraðir yfir því að þurfa að ganga nokkur hundruð metra heim til sín.“ Guðbrandur segir að hvort sem um er að ræða lokunarpósta þar sem fólki er ráðlagt að fara ekki áfram eða lokunarpósta þar sem það varðar hreinlega við lög að fara áfram geti björgunarsveitarmenn ekki beitt valdi til þess að koma í veg fyrir að fólk reyni að komast leiðar sinnar. „Ef fólk ætlar að fara í gegn þá erum við ekki að standa í valdbeitingu enda höfum við ekki heimild til þess,“ segir hann. Guðbrandur segir að björgunarsveitarmenn veigri sér ekki við að sinna þessari þjónustu þrátt fyrir þetta. „Við ræðum þessa hluti og þetta hefur ekki verið vandamál. Það er mörlandinn sjálfur sem er mest til vandræða þegar að þessu kemur. En þetta eru örfá tilvik.“ Hann segir líka að björgunarsveitarmenn komi til aðstoðar þegar ökumenn lenda í vandræðum eftir að hafa hundsað ábendingar um lokanir. „Það hefur alveg komið fyrir og það er þá þegar menn eru komnir í mjög mikil vandræði. Það eru þá yfirleitt jeppakarlar sem telja sig komast eitthvað lengra en þeir eiga að gera,“ segir Guðbrandur sem segir að götum og vegum sé aldrei lokað að ástæðulausu. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Dæmi eru um að ökumenn sýni björgunarsveitarmönnum ókurteisi og hundsi ráðleggingar þeirra þegar björgunarsveitarmenn vakta lokunarpósta fyrir Vegagerðina eða lögreglu. Frá 2014 hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg séð um að vakta lokunarpósta, bæði á vegum utan höfuðborgarinnar og í þéttbýli. „Já, já. Það eru nokkur tilfelli þar sem fólk telur sig hafa átt rétt á að fara leiðar sinnar,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, sem er yfir aðgerðamálum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hann segir atvik af þessu tagi þó sem betur fer ekki vera algeng. Bæði eru dæmi slík atvik þegar þjóðvegum er lokað vegna ófærðar en líka þegar götum innanbæjar er lokað vegna tónleika eða íþróttaviðburða. „Þá geta menn orðið pirraðir yfir því að þurfa að ganga nokkur hundruð metra heim til sín.“ Guðbrandur segir að hvort sem um er að ræða lokunarpósta þar sem fólki er ráðlagt að fara ekki áfram eða lokunarpósta þar sem það varðar hreinlega við lög að fara áfram geti björgunarsveitarmenn ekki beitt valdi til þess að koma í veg fyrir að fólk reyni að komast leiðar sinnar. „Ef fólk ætlar að fara í gegn þá erum við ekki að standa í valdbeitingu enda höfum við ekki heimild til þess,“ segir hann. Guðbrandur segir að björgunarsveitarmenn veigri sér ekki við að sinna þessari þjónustu þrátt fyrir þetta. „Við ræðum þessa hluti og þetta hefur ekki verið vandamál. Það er mörlandinn sjálfur sem er mest til vandræða þegar að þessu kemur. En þetta eru örfá tilvik.“ Hann segir líka að björgunarsveitarmenn komi til aðstoðar þegar ökumenn lenda í vandræðum eftir að hafa hundsað ábendingar um lokanir. „Það hefur alveg komið fyrir og það er þá þegar menn eru komnir í mjög mikil vandræði. Það eru þá yfirleitt jeppakarlar sem telja sig komast eitthvað lengra en þeir eiga að gera,“ segir Guðbrandur sem segir að götum og vegum sé aldrei lokað að ástæðulausu.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent