Íslendingar mest til vandræða og hundsa björgunarsveitirnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. janúar 2018 06:00 Frá 2014 hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg séð um að vakta lokunarpósta, innanbæjar og utan. vísir/vilhelm Dæmi eru um að ökumenn sýni björgunarsveitarmönnum ókurteisi og hundsi ráðleggingar þeirra þegar björgunarsveitarmenn vakta lokunarpósta fyrir Vegagerðina eða lögreglu. Frá 2014 hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg séð um að vakta lokunarpósta, bæði á vegum utan höfuðborgarinnar og í þéttbýli. „Já, já. Það eru nokkur tilfelli þar sem fólk telur sig hafa átt rétt á að fara leiðar sinnar,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, sem er yfir aðgerðamálum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hann segir atvik af þessu tagi þó sem betur fer ekki vera algeng. Bæði eru dæmi slík atvik þegar þjóðvegum er lokað vegna ófærðar en líka þegar götum innanbæjar er lokað vegna tónleika eða íþróttaviðburða. „Þá geta menn orðið pirraðir yfir því að þurfa að ganga nokkur hundruð metra heim til sín.“ Guðbrandur segir að hvort sem um er að ræða lokunarpósta þar sem fólki er ráðlagt að fara ekki áfram eða lokunarpósta þar sem það varðar hreinlega við lög að fara áfram geti björgunarsveitarmenn ekki beitt valdi til þess að koma í veg fyrir að fólk reyni að komast leiðar sinnar. „Ef fólk ætlar að fara í gegn þá erum við ekki að standa í valdbeitingu enda höfum við ekki heimild til þess,“ segir hann. Guðbrandur segir að björgunarsveitarmenn veigri sér ekki við að sinna þessari þjónustu þrátt fyrir þetta. „Við ræðum þessa hluti og þetta hefur ekki verið vandamál. Það er mörlandinn sjálfur sem er mest til vandræða þegar að þessu kemur. En þetta eru örfá tilvik.“ Hann segir líka að björgunarsveitarmenn komi til aðstoðar þegar ökumenn lenda í vandræðum eftir að hafa hundsað ábendingar um lokanir. „Það hefur alveg komið fyrir og það er þá þegar menn eru komnir í mjög mikil vandræði. Það eru þá yfirleitt jeppakarlar sem telja sig komast eitthvað lengra en þeir eiga að gera,“ segir Guðbrandur sem segir að götum og vegum sé aldrei lokað að ástæðulausu. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Dæmi eru um að ökumenn sýni björgunarsveitarmönnum ókurteisi og hundsi ráðleggingar þeirra þegar björgunarsveitarmenn vakta lokunarpósta fyrir Vegagerðina eða lögreglu. Frá 2014 hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg séð um að vakta lokunarpósta, bæði á vegum utan höfuðborgarinnar og í þéttbýli. „Já, já. Það eru nokkur tilfelli þar sem fólk telur sig hafa átt rétt á að fara leiðar sinnar,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, sem er yfir aðgerðamálum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hann segir atvik af þessu tagi þó sem betur fer ekki vera algeng. Bæði eru dæmi slík atvik þegar þjóðvegum er lokað vegna ófærðar en líka þegar götum innanbæjar er lokað vegna tónleika eða íþróttaviðburða. „Þá geta menn orðið pirraðir yfir því að þurfa að ganga nokkur hundruð metra heim til sín.“ Guðbrandur segir að hvort sem um er að ræða lokunarpósta þar sem fólki er ráðlagt að fara ekki áfram eða lokunarpósta þar sem það varðar hreinlega við lög að fara áfram geti björgunarsveitarmenn ekki beitt valdi til þess að koma í veg fyrir að fólk reyni að komast leiðar sinnar. „Ef fólk ætlar að fara í gegn þá erum við ekki að standa í valdbeitingu enda höfum við ekki heimild til þess,“ segir hann. Guðbrandur segir að björgunarsveitarmenn veigri sér ekki við að sinna þessari þjónustu þrátt fyrir þetta. „Við ræðum þessa hluti og þetta hefur ekki verið vandamál. Það er mörlandinn sjálfur sem er mest til vandræða þegar að þessu kemur. En þetta eru örfá tilvik.“ Hann segir líka að björgunarsveitarmenn komi til aðstoðar þegar ökumenn lenda í vandræðum eftir að hafa hundsað ábendingar um lokanir. „Það hefur alveg komið fyrir og það er þá þegar menn eru komnir í mjög mikil vandræði. Það eru þá yfirleitt jeppakarlar sem telja sig komast eitthvað lengra en þeir eiga að gera,“ segir Guðbrandur sem segir að götum og vegum sé aldrei lokað að ástæðulausu.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira