Íslendingar mest til vandræða og hundsa björgunarsveitirnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. janúar 2018 06:00 Frá 2014 hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg séð um að vakta lokunarpósta, innanbæjar og utan. vísir/vilhelm Dæmi eru um að ökumenn sýni björgunarsveitarmönnum ókurteisi og hundsi ráðleggingar þeirra þegar björgunarsveitarmenn vakta lokunarpósta fyrir Vegagerðina eða lögreglu. Frá 2014 hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg séð um að vakta lokunarpósta, bæði á vegum utan höfuðborgarinnar og í þéttbýli. „Já, já. Það eru nokkur tilfelli þar sem fólk telur sig hafa átt rétt á að fara leiðar sinnar,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, sem er yfir aðgerðamálum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hann segir atvik af þessu tagi þó sem betur fer ekki vera algeng. Bæði eru dæmi slík atvik þegar þjóðvegum er lokað vegna ófærðar en líka þegar götum innanbæjar er lokað vegna tónleika eða íþróttaviðburða. „Þá geta menn orðið pirraðir yfir því að þurfa að ganga nokkur hundruð metra heim til sín.“ Guðbrandur segir að hvort sem um er að ræða lokunarpósta þar sem fólki er ráðlagt að fara ekki áfram eða lokunarpósta þar sem það varðar hreinlega við lög að fara áfram geti björgunarsveitarmenn ekki beitt valdi til þess að koma í veg fyrir að fólk reyni að komast leiðar sinnar. „Ef fólk ætlar að fara í gegn þá erum við ekki að standa í valdbeitingu enda höfum við ekki heimild til þess,“ segir hann. Guðbrandur segir að björgunarsveitarmenn veigri sér ekki við að sinna þessari þjónustu þrátt fyrir þetta. „Við ræðum þessa hluti og þetta hefur ekki verið vandamál. Það er mörlandinn sjálfur sem er mest til vandræða þegar að þessu kemur. En þetta eru örfá tilvik.“ Hann segir líka að björgunarsveitarmenn komi til aðstoðar þegar ökumenn lenda í vandræðum eftir að hafa hundsað ábendingar um lokanir. „Það hefur alveg komið fyrir og það er þá þegar menn eru komnir í mjög mikil vandræði. Það eru þá yfirleitt jeppakarlar sem telja sig komast eitthvað lengra en þeir eiga að gera,“ segir Guðbrandur sem segir að götum og vegum sé aldrei lokað að ástæðulausu. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Dæmi eru um að ökumenn sýni björgunarsveitarmönnum ókurteisi og hundsi ráðleggingar þeirra þegar björgunarsveitarmenn vakta lokunarpósta fyrir Vegagerðina eða lögreglu. Frá 2014 hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg séð um að vakta lokunarpósta, bæði á vegum utan höfuðborgarinnar og í þéttbýli. „Já, já. Það eru nokkur tilfelli þar sem fólk telur sig hafa átt rétt á að fara leiðar sinnar,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, sem er yfir aðgerðamálum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hann segir atvik af þessu tagi þó sem betur fer ekki vera algeng. Bæði eru dæmi slík atvik þegar þjóðvegum er lokað vegna ófærðar en líka þegar götum innanbæjar er lokað vegna tónleika eða íþróttaviðburða. „Þá geta menn orðið pirraðir yfir því að þurfa að ganga nokkur hundruð metra heim til sín.“ Guðbrandur segir að hvort sem um er að ræða lokunarpósta þar sem fólki er ráðlagt að fara ekki áfram eða lokunarpósta þar sem það varðar hreinlega við lög að fara áfram geti björgunarsveitarmenn ekki beitt valdi til þess að koma í veg fyrir að fólk reyni að komast leiðar sinnar. „Ef fólk ætlar að fara í gegn þá erum við ekki að standa í valdbeitingu enda höfum við ekki heimild til þess,“ segir hann. Guðbrandur segir að björgunarsveitarmenn veigri sér ekki við að sinna þessari þjónustu þrátt fyrir þetta. „Við ræðum þessa hluti og þetta hefur ekki verið vandamál. Það er mörlandinn sjálfur sem er mest til vandræða þegar að þessu kemur. En þetta eru örfá tilvik.“ Hann segir líka að björgunarsveitarmenn komi til aðstoðar þegar ökumenn lenda í vandræðum eftir að hafa hundsað ábendingar um lokanir. „Það hefur alveg komið fyrir og það er þá þegar menn eru komnir í mjög mikil vandræði. Það eru þá yfirleitt jeppakarlar sem telja sig komast eitthvað lengra en þeir eiga að gera,“ segir Guðbrandur sem segir að götum og vegum sé aldrei lokað að ástæðulausu.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira