Ísland var með bestu vítamarkvörsluna á EM 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2018 12:00 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Ernir Björgvin Páll Gústavsson hjálpaði íslenska handboltalandsliðinu upp í efsta sæti á einum flottum tölfræðilista á Evrópumótinu í handbolta sem lauk í Króatíu um helgina. Ísland var nefnilega með bestu vítamarkvörsluna á mótinu en markverðir íslenska liðsins vörðu 43 prósent vítanna sem þeir reyndu við í leikjunum sínum á móti Svíum, Króötum og Serbum. Íslensku markverðirnir voru meira segja með yfirburðarforystu en þeir vörðu tíu prósentum betur í vítum en næsta lið sem var Hvíta-Rússland. Danir voru í þriðja sæti og Frakkar í því fjórða. Heimamenn í Króatíu ráku síðan lestina en þeir voru með 34 prósent verri vítamarkvörslu en Ísland þar sem markverðir króatíska liðsins vörðu aðeins 2 af 23 vítum sem þeir reyndu við. Björgvin Páll Gústavsson varði helming þeirra víta sem hann reyndi við (3 af 6) og deildi þar efsta sætinu á listanum yfir bestu vítamarkvörslu markvarða með þeim Viachaslau Saldatsenska frá Hvíta-Rússlandi og Arpad Sterbik frá Spáni. Það var mikið gert úr innkomu Arpad Sterbik í Evrópumótinu en hann spilaði aðeins tvo síðustu leikina og hjálpaði Spánverjum að vinna Evrópumeistaratitilinn. Sterbik varði frábærlega og ekki síst í vítaköstum. Hann náði hinsvegar þrátt fyrir það ekki að komast upp fyrir okkar mann á listanum. Það vekur samt furðu að besta markvarsla íslensku markvarðanna hlutfallslega hafi verið í vítum. Þeir vörðu nefnilega betur í vítaköstum (43%) en þeir gerðu í langskotum (40%), úr hornum (32%) og af línu (20%). Verst gekk síðan í gegnumbrotunum en þar var markvarslan aðeins 12 prósent. Þessar tölur segja okkar að það væri kannski bara best fyrir íslensku strákana að brjóta bara nógu oft á mótherjunum og senda þá á vítapunktinn. Kannski ekki rökrétt hugsun en tölurnar hafa talað sínu máli.Besta vítamarkvarsla markvarða á EM 2018: (Sjá hér) 1. Viachaslau Saldatsenka, Hvíta-Rússlandi 50 prósent (4 af 8)1. Björgvin Páll Gústavsson, Íslandi 50 prósent (3 af 6) 1. Arpad Sterbik, Spáni 50 prósent (3 af 6) 4. Jannick Green, Danmörku 40 prósent (4 af 10) 5. Thomas Bauer, Austurríki 38 prósent (3 af 8) 5. Urban Lesjak, Slóveníu 38 prósent (3 af 8) 7. Vincent Gérard, Frakklandi 31 prósent (4 af 13) 8. Andreas Wolff, Þýskalandi 29 prósent (4 af 14) 8. Nikola Mitrevski, Makedóníu 29 prósent (2 af 7) 10. Martín Galia, Tékklandi 27 prósent (3 af 11)Besta vítamarkvarsla liða á EM 2018: (Sjá hér)1. Ísland 43 prósent (3 af 7) 2. Hvíta Rússland 33 prósent (4 af 12) 3. Danmörk 30 prósent (8 af 27) 4. Frakkland 28 prósent (7 af 25) 5. Tékkland 25 prósent (7 af 28) 6. Austurríki 23 prósnet (3 af 13) 7. Slóvenía 23 prósent (5 af 22)Hvar stóðu íslensku markverðirnir sig best: 1. Víti - 43 prósent (3 af 7) 2. Langskot - 40 prósent (17 af 42) 3. Horn - 32 prósent (9 af 28) 4. Hraðaupphlaup - 21 prósent (3 af 14) 5. Lína - 20 prósent (1 af 5) 6. Gegnumbrot - 12 prósent (2 af 17) EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Íslenska landsliðið var -15 síðustu tuttugu mínúturnar í leikjum sínum á EM 2018 Leikurinn er 60 mínútur en ekki 40 mínútur og þess vegna er Ísland á leiðinni heim frá EM í Króatíu. 17. janúar 2018 12:00 Ekki skorað minna í átján ár Eftir að hafa átt eitt besta sóknarlið heims í mörg ár hefur sóknarleik íslenska handboltalandsliðsins hrakað mikið á síðustu árum. Aðeins eitt lið skoraði færri mörk en Ísland í riðlakeppninni á EM 2018 í Króatíu. 19. janúar 2018 06:00 Svíar búnir að tapa fleiri leikjum en Ísland á EM í ár en samt komnir í undanúrslit Annað Evrópumótið í handbolta í röð mun lið undir stjórn íslensks þjálfara spila um verðlaun. Svíar, undir stjórn íslenska þjálfarans Kristjáns Andréssonar, komust í gær í undanúrslitin á EM í Króatíu. 25. janúar 2018 15:00 Ísland eina liðið á EM sem er betra manni færri en manni fleiri Íslenska landsliðið í handbolta er á heimleið frá EM eftir aðeins þrjá leiki og ein af ástæðunum er örugglega hversu illa liðinu gekk að nýta sér það þegar liðið var manni fleiri inn á vellinum. 17. janúar 2018 14:30 Lokakafli Íslendinga á móti Serbum lítur nú enn verr út Ísland klúðraði Evrópumótinu í Króatíu á skelfilegum lokakafla á móti Serbum og lokakafli Íslendinga í þessum leik á móti Serbum lítur nú enn verr út eftir mjög slaka frammistöðu Serbíu í milliriðlinum í Zagreb. 24. janúar 2018 16:29 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson hjálpaði íslenska handboltalandsliðinu upp í efsta sæti á einum flottum tölfræðilista á Evrópumótinu í handbolta sem lauk í Króatíu um helgina. Ísland var nefnilega með bestu vítamarkvörsluna á mótinu en markverðir íslenska liðsins vörðu 43 prósent vítanna sem þeir reyndu við í leikjunum sínum á móti Svíum, Króötum og Serbum. Íslensku markverðirnir voru meira segja með yfirburðarforystu en þeir vörðu tíu prósentum betur í vítum en næsta lið sem var Hvíta-Rússland. Danir voru í þriðja sæti og Frakkar í því fjórða. Heimamenn í Króatíu ráku síðan lestina en þeir voru með 34 prósent verri vítamarkvörslu en Ísland þar sem markverðir króatíska liðsins vörðu aðeins 2 af 23 vítum sem þeir reyndu við. Björgvin Páll Gústavsson varði helming þeirra víta sem hann reyndi við (3 af 6) og deildi þar efsta sætinu á listanum yfir bestu vítamarkvörslu markvarða með þeim Viachaslau Saldatsenska frá Hvíta-Rússlandi og Arpad Sterbik frá Spáni. Það var mikið gert úr innkomu Arpad Sterbik í Evrópumótinu en hann spilaði aðeins tvo síðustu leikina og hjálpaði Spánverjum að vinna Evrópumeistaratitilinn. Sterbik varði frábærlega og ekki síst í vítaköstum. Hann náði hinsvegar þrátt fyrir það ekki að komast upp fyrir okkar mann á listanum. Það vekur samt furðu að besta markvarsla íslensku markvarðanna hlutfallslega hafi verið í vítum. Þeir vörðu nefnilega betur í vítaköstum (43%) en þeir gerðu í langskotum (40%), úr hornum (32%) og af línu (20%). Verst gekk síðan í gegnumbrotunum en þar var markvarslan aðeins 12 prósent. Þessar tölur segja okkar að það væri kannski bara best fyrir íslensku strákana að brjóta bara nógu oft á mótherjunum og senda þá á vítapunktinn. Kannski ekki rökrétt hugsun en tölurnar hafa talað sínu máli.Besta vítamarkvarsla markvarða á EM 2018: (Sjá hér) 1. Viachaslau Saldatsenka, Hvíta-Rússlandi 50 prósent (4 af 8)1. Björgvin Páll Gústavsson, Íslandi 50 prósent (3 af 6) 1. Arpad Sterbik, Spáni 50 prósent (3 af 6) 4. Jannick Green, Danmörku 40 prósent (4 af 10) 5. Thomas Bauer, Austurríki 38 prósent (3 af 8) 5. Urban Lesjak, Slóveníu 38 prósent (3 af 8) 7. Vincent Gérard, Frakklandi 31 prósent (4 af 13) 8. Andreas Wolff, Þýskalandi 29 prósent (4 af 14) 8. Nikola Mitrevski, Makedóníu 29 prósent (2 af 7) 10. Martín Galia, Tékklandi 27 prósent (3 af 11)Besta vítamarkvarsla liða á EM 2018: (Sjá hér)1. Ísland 43 prósent (3 af 7) 2. Hvíta Rússland 33 prósent (4 af 12) 3. Danmörk 30 prósent (8 af 27) 4. Frakkland 28 prósent (7 af 25) 5. Tékkland 25 prósent (7 af 28) 6. Austurríki 23 prósnet (3 af 13) 7. Slóvenía 23 prósent (5 af 22)Hvar stóðu íslensku markverðirnir sig best: 1. Víti - 43 prósent (3 af 7) 2. Langskot - 40 prósent (17 af 42) 3. Horn - 32 prósent (9 af 28) 4. Hraðaupphlaup - 21 prósent (3 af 14) 5. Lína - 20 prósent (1 af 5) 6. Gegnumbrot - 12 prósent (2 af 17)
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Íslenska landsliðið var -15 síðustu tuttugu mínúturnar í leikjum sínum á EM 2018 Leikurinn er 60 mínútur en ekki 40 mínútur og þess vegna er Ísland á leiðinni heim frá EM í Króatíu. 17. janúar 2018 12:00 Ekki skorað minna í átján ár Eftir að hafa átt eitt besta sóknarlið heims í mörg ár hefur sóknarleik íslenska handboltalandsliðsins hrakað mikið á síðustu árum. Aðeins eitt lið skoraði færri mörk en Ísland í riðlakeppninni á EM 2018 í Króatíu. 19. janúar 2018 06:00 Svíar búnir að tapa fleiri leikjum en Ísland á EM í ár en samt komnir í undanúrslit Annað Evrópumótið í handbolta í röð mun lið undir stjórn íslensks þjálfara spila um verðlaun. Svíar, undir stjórn íslenska þjálfarans Kristjáns Andréssonar, komust í gær í undanúrslitin á EM í Króatíu. 25. janúar 2018 15:00 Ísland eina liðið á EM sem er betra manni færri en manni fleiri Íslenska landsliðið í handbolta er á heimleið frá EM eftir aðeins þrjá leiki og ein af ástæðunum er örugglega hversu illa liðinu gekk að nýta sér það þegar liðið var manni fleiri inn á vellinum. 17. janúar 2018 14:30 Lokakafli Íslendinga á móti Serbum lítur nú enn verr út Ísland klúðraði Evrópumótinu í Króatíu á skelfilegum lokakafla á móti Serbum og lokakafli Íslendinga í þessum leik á móti Serbum lítur nú enn verr út eftir mjög slaka frammistöðu Serbíu í milliriðlinum í Zagreb. 24. janúar 2018 16:29 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Íslenska landsliðið var -15 síðustu tuttugu mínúturnar í leikjum sínum á EM 2018 Leikurinn er 60 mínútur en ekki 40 mínútur og þess vegna er Ísland á leiðinni heim frá EM í Króatíu. 17. janúar 2018 12:00
Ekki skorað minna í átján ár Eftir að hafa átt eitt besta sóknarlið heims í mörg ár hefur sóknarleik íslenska handboltalandsliðsins hrakað mikið á síðustu árum. Aðeins eitt lið skoraði færri mörk en Ísland í riðlakeppninni á EM 2018 í Króatíu. 19. janúar 2018 06:00
Svíar búnir að tapa fleiri leikjum en Ísland á EM í ár en samt komnir í undanúrslit Annað Evrópumótið í handbolta í röð mun lið undir stjórn íslensks þjálfara spila um verðlaun. Svíar, undir stjórn íslenska þjálfarans Kristjáns Andréssonar, komust í gær í undanúrslitin á EM í Króatíu. 25. janúar 2018 15:00
Ísland eina liðið á EM sem er betra manni færri en manni fleiri Íslenska landsliðið í handbolta er á heimleið frá EM eftir aðeins þrjá leiki og ein af ástæðunum er örugglega hversu illa liðinu gekk að nýta sér það þegar liðið var manni fleiri inn á vellinum. 17. janúar 2018 14:30
Lokakafli Íslendinga á móti Serbum lítur nú enn verr út Ísland klúðraði Evrópumótinu í Króatíu á skelfilegum lokakafla á móti Serbum og lokakafli Íslendinga í þessum leik á móti Serbum lítur nú enn verr út eftir mjög slaka frammistöðu Serbíu í milliriðlinum í Zagreb. 24. janúar 2018 16:29