Kallað eftir VAR-fagni frá Stjörnunni í vinsælasta hlaðvarpi Bretlands Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2018 10:30 Veiða fisk. Myndbandsdómgæsla er að ryðja sér til rúms í fótboltanum og sitt sýnist hverjum um ágæti hennar. Hún var mikið notuð í bikarleik Liverpool og West Bromwich Albion um helgina þar sem dómarnir voru réttir en tíminn sem tók að fá niðurstöðu í málin var ansi langur.Sjá einnig:VARhugaverð þróun í enska boltanum? Leikur Liverpool og WBA og myndbandsdómgæsla var til umræðu í hlaðvarpinu Guardian Football Weekly sem er vinsælasta fótboltahlaðvarp Bretlandseyja og það besta að mati sambands enskra stuðningsmanna sem verðlaunaði það sem slíkt undir lok síðasta árs.VAR þetta mark?vísir/gettyGleðin minnkar Sænski blaðamaðurinn Lars Sivertssen, sem býr á Englandi og er reglulegur gestur í hlaðvarpinu, er hvað helst ósáttur við hvað það getur tekið langan tíma að fá úrskurð og hvað það dregur úr ánægjunni fyrir stuðningsmenn þegar að mark er skorað. „Það er ekki mikið skorað í fótbolta þannig ef þú ert mikill fótboltaáhugamaður er gleðin sem fylgir því að sjá liðið þitt skora mark ein sú mesta sem þú upplifir í hverri viku,“ segir hann. „Nú, út af þessum öryggisventli, er ekki hægt tapa sér í gleðinni heldur þarf að bíða eftir svari um hvort þetta hafi verið mark eða ekki. Ég er ekki hrifinn af því hvernig þetta þynnir út tilfinningarnar sem fylgja fótboltanum.“ „Þetta er það sem ég á ekki eftir að komast yfir. Ég get alveg séð þetta virka og menn eiga eftir að stytta biðtímann. Það er bara erfitt að sætta sig við að skora mark verður ekki eins og áður,“ segir Lars Sivertsen.Ákall til Stjörnunnar Max Rushden, umsjónarmaður hlaðvarpsins, sér nú léttu hliðina á þessu öllu saman og veit alveg hvernig væri hægt að gera grín að þessu í miðjum leik. „Við þurfum að fá liðið sem bauð upp á fiskifagnið að taka fagn þar sem leikmennirnir búa til sófa þar sem þeir sitja og bíða og svo fagna þeir aftur þegar að niðurstaða er komin í málið,“ segir Rushden. Þarna er Rushden auðvitað að tala um Stjörnumenn í Garðabænum sem urðu heimsfrægir fyrir fiskifagnið, eða laxafagnið, sem þeir tóku eftir mark á móti Fylki á heimavelli í Pepsi-deildinni árið 2010. Halldór Orri Björnsson skoraði þá úr vítaspyrnu og veiddi svo Jóhann Laxdal. Hann fékk svo nokkra leikmenn til að hjálpa sér að halda á Jóhanni á meðan tekin var mynd. Geggjað dæmi.Heimsfrægð Því fagni fylgdu nokkur til viðbótar þó að fiskurinn, sem Jóhann lék, hafi aldrei verið toppaður. Stjörnumenn ferðuðust út um víða veröld eftir fagnið og voru heimsóttir af hverri sjónvarpstöðinni á fætur annarri. Stjörnumenn buðu upp á fleiri eftirminnileg fögn eins og fæðingu barns, hjólið og mann á klósetti. Tveir af lykilmönnum í fagnaðarlátunum, Halldór Orri Björnsson og Arnar Már Björgvinsson, eru reyndar farnir úr Stjörnunni en Laxdal-bræður, sem voru stór hluti af fagnaðarlátunum, ættu að geta svarað kallinu í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.Umræðuna má heyra hér en hún hefst á 2:45 og endar á 26:00. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Myndbandsdómgæsla er að ryðja sér til rúms í fótboltanum og sitt sýnist hverjum um ágæti hennar. Hún var mikið notuð í bikarleik Liverpool og West Bromwich Albion um helgina þar sem dómarnir voru réttir en tíminn sem tók að fá niðurstöðu í málin var ansi langur.Sjá einnig:VARhugaverð þróun í enska boltanum? Leikur Liverpool og WBA og myndbandsdómgæsla var til umræðu í hlaðvarpinu Guardian Football Weekly sem er vinsælasta fótboltahlaðvarp Bretlandseyja og það besta að mati sambands enskra stuðningsmanna sem verðlaunaði það sem slíkt undir lok síðasta árs.VAR þetta mark?vísir/gettyGleðin minnkar Sænski blaðamaðurinn Lars Sivertssen, sem býr á Englandi og er reglulegur gestur í hlaðvarpinu, er hvað helst ósáttur við hvað það getur tekið langan tíma að fá úrskurð og hvað það dregur úr ánægjunni fyrir stuðningsmenn þegar að mark er skorað. „Það er ekki mikið skorað í fótbolta þannig ef þú ert mikill fótboltaáhugamaður er gleðin sem fylgir því að sjá liðið þitt skora mark ein sú mesta sem þú upplifir í hverri viku,“ segir hann. „Nú, út af þessum öryggisventli, er ekki hægt tapa sér í gleðinni heldur þarf að bíða eftir svari um hvort þetta hafi verið mark eða ekki. Ég er ekki hrifinn af því hvernig þetta þynnir út tilfinningarnar sem fylgja fótboltanum.“ „Þetta er það sem ég á ekki eftir að komast yfir. Ég get alveg séð þetta virka og menn eiga eftir að stytta biðtímann. Það er bara erfitt að sætta sig við að skora mark verður ekki eins og áður,“ segir Lars Sivertsen.Ákall til Stjörnunnar Max Rushden, umsjónarmaður hlaðvarpsins, sér nú léttu hliðina á þessu öllu saman og veit alveg hvernig væri hægt að gera grín að þessu í miðjum leik. „Við þurfum að fá liðið sem bauð upp á fiskifagnið að taka fagn þar sem leikmennirnir búa til sófa þar sem þeir sitja og bíða og svo fagna þeir aftur þegar að niðurstaða er komin í málið,“ segir Rushden. Þarna er Rushden auðvitað að tala um Stjörnumenn í Garðabænum sem urðu heimsfrægir fyrir fiskifagnið, eða laxafagnið, sem þeir tóku eftir mark á móti Fylki á heimavelli í Pepsi-deildinni árið 2010. Halldór Orri Björnsson skoraði þá úr vítaspyrnu og veiddi svo Jóhann Laxdal. Hann fékk svo nokkra leikmenn til að hjálpa sér að halda á Jóhanni á meðan tekin var mynd. Geggjað dæmi.Heimsfrægð Því fagni fylgdu nokkur til viðbótar þó að fiskurinn, sem Jóhann lék, hafi aldrei verið toppaður. Stjörnumenn ferðuðust út um víða veröld eftir fagnið og voru heimsóttir af hverri sjónvarpstöðinni á fætur annarri. Stjörnumenn buðu upp á fleiri eftirminnileg fögn eins og fæðingu barns, hjólið og mann á klósetti. Tveir af lykilmönnum í fagnaðarlátunum, Halldór Orri Björnsson og Arnar Már Björgvinsson, eru reyndar farnir úr Stjörnunni en Laxdal-bræður, sem voru stór hluti af fagnaðarlátunum, ættu að geta svarað kallinu í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.Umræðuna má heyra hér en hún hefst á 2:45 og endar á 26:00.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira