„Þetta er sterkt lið og við ætlum að láta á okkur reyna“ Telma Tómasson skrifar 30. janúar 2018 15:00 Lið Top Reiter. Stöð 2 Sport Mikil spenna er fyrir upphafi keppnistímabilsins í hestaíþróttum sem hefst næstkomandi fimmtudag, 1. febrúar, með keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í Kópavogi. Keppt er í átta greinum, liðin eru einnig átta og er hvert þeirra með fimm liðsmenn. Þrír þeirra keppa hverju sinni, en Meistaradeildin er bæði einstaklings – og liðakeppni. Teitur Árnason fer fyrir liði Top Reiter í Meistaradeildinni. „Ég er mjög spenntur fyrir Meistaradeildinni, enda alltaf gaman þegar keppnistímabilið hefst. Persónulega er ég mjög vel hestaður og er spenntur að sjá hvernig þetta þróast hjá mér,“ segir Teitur spurður út í baráttuna sem framundan er á keppnisvellinum. Tveir nýliðar eru í liði Top Reiter í ár, sem Teitur segir að séu sterkir knapar. „Þetta eru stelpur sem eru gríðarlega keppnisreyndar og vita hvað þarf að gera til að ná árangri. Þær koma inn með hungrið og vilja til að sanna sig. Þær ætla að láta til sín taka og það smitar út frá sér. Þetta er sterkt lið og við ætlum að láta á okkur reyna, ekki spurning,“ segir Teitur í viðtali við fréttastofuna og má sjá kynningu á Top Reiter liðinu í meðfylgjandi myndskeiði. Meistaradeildin er ein sterkasta keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með. Keppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og unnt er að tryggja sér áskrift á 365.is/bestasaetid.Einnig er unnt að fylgjast með á netinu á oz.com/meistaradeildin. Hestar Tengdar fréttir Við ætlum að gera betur "Við erum býsna sterk en gerum vonandi betur en síðast,“ segir Sigurður Sigurðarson, liðsstjóri fyrsta liðsins sem kynnt er til leiks í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, lið Oddhóls/Þjóðólfshaga, en það má skoða í meðfylgjandi myndskeiði. 29. janúar 2018 15:50 Hestamennska tekst öll á loft Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri Ganghesta/Margrétarhofs/Equitec, segir að mikil spenna liggi í loftinu fyrir því að Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefjist. "Það eru allir á fullu að æfa, enda er mikill áhugi á Meistaradeildinni,“ segir Sigurður. 29. janúar 2018 18:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Sjá meira
Mikil spenna er fyrir upphafi keppnistímabilsins í hestaíþróttum sem hefst næstkomandi fimmtudag, 1. febrúar, með keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í Kópavogi. Keppt er í átta greinum, liðin eru einnig átta og er hvert þeirra með fimm liðsmenn. Þrír þeirra keppa hverju sinni, en Meistaradeildin er bæði einstaklings – og liðakeppni. Teitur Árnason fer fyrir liði Top Reiter í Meistaradeildinni. „Ég er mjög spenntur fyrir Meistaradeildinni, enda alltaf gaman þegar keppnistímabilið hefst. Persónulega er ég mjög vel hestaður og er spenntur að sjá hvernig þetta þróast hjá mér,“ segir Teitur spurður út í baráttuna sem framundan er á keppnisvellinum. Tveir nýliðar eru í liði Top Reiter í ár, sem Teitur segir að séu sterkir knapar. „Þetta eru stelpur sem eru gríðarlega keppnisreyndar og vita hvað þarf að gera til að ná árangri. Þær koma inn með hungrið og vilja til að sanna sig. Þær ætla að láta til sín taka og það smitar út frá sér. Þetta er sterkt lið og við ætlum að láta á okkur reyna, ekki spurning,“ segir Teitur í viðtali við fréttastofuna og má sjá kynningu á Top Reiter liðinu í meðfylgjandi myndskeiði. Meistaradeildin er ein sterkasta keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með. Keppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og unnt er að tryggja sér áskrift á 365.is/bestasaetid.Einnig er unnt að fylgjast með á netinu á oz.com/meistaradeildin.
Hestar Tengdar fréttir Við ætlum að gera betur "Við erum býsna sterk en gerum vonandi betur en síðast,“ segir Sigurður Sigurðarson, liðsstjóri fyrsta liðsins sem kynnt er til leiks í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, lið Oddhóls/Þjóðólfshaga, en það má skoða í meðfylgjandi myndskeiði. 29. janúar 2018 15:50 Hestamennska tekst öll á loft Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri Ganghesta/Margrétarhofs/Equitec, segir að mikil spenna liggi í loftinu fyrir því að Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefjist. "Það eru allir á fullu að æfa, enda er mikill áhugi á Meistaradeildinni,“ segir Sigurður. 29. janúar 2018 18:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Sjá meira
Við ætlum að gera betur "Við erum býsna sterk en gerum vonandi betur en síðast,“ segir Sigurður Sigurðarson, liðsstjóri fyrsta liðsins sem kynnt er til leiks í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, lið Oddhóls/Þjóðólfshaga, en það má skoða í meðfylgjandi myndskeiði. 29. janúar 2018 15:50
Hestamennska tekst öll á loft Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri Ganghesta/Margrétarhofs/Equitec, segir að mikil spenna liggi í loftinu fyrir því að Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefjist. "Það eru allir á fullu að æfa, enda er mikill áhugi á Meistaradeildinni,“ segir Sigurður. 29. janúar 2018 18:00