Haraldur Nelson um veikindi Till: „Þetta er bara rugl“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2018 19:15 „Þetta er bara rugl,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, um meint veikindi Darrens Tills sem ekkert þykist kannast við fyrirhugaðan bardaga þeirra í Lundúnum í mars. Í lok síðustu viku stefndi allt í að Gunnar Nelson myndi snúa aftur í búrið í Lundúnum í mars og berjast þar sem aðalatriði bardagakvölds UFC á móti Darren Till. Íþróttadeild hefur séð staðfestingu þess efnis að Sean Shelby, maðurinn sem sér um að raða upp bardögum fyrir UFC, bauð Gunnari og Till bardagann, en Till þóttist engin skilaboð hafa fengið. „UFC segir okkur að þeim hafi verið boðinn bardaginn og ég var í beinu sambandi við Sean Shelby, bæði á messenger og eins töluðum við saman í síma. Hann segir að þeir voru að bíða eftir svari frá Till. Við erum að bjóða ykkur main event í London og nú bíðum við eftir svari en svo kemur ekkert svar,“ sagði Haraldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Síðast í nótt var Shelby að ýta á eftir Till og hans mönnum að taka bardagann en þá var hann allt í einu orðinn veikur og ekki tilbúinn að berjast við Gunnar. Þessi skilaboð fékk Haraldur frá Shelby sjálfum. „Það er klárt að þeir buðu umboðsmanninum bardagann. Hvort að hann komi skilaboðunum ekki áleiðis vitum við ekki en þetta er klárlega á teyminu en þeir verða að svara fyrir það af hverju í ósköpunum maðurinn veit þá ekki af bardaganum,“ sagði Haraldur. Sérfræðingar í UFC-fræðum sjá alveg að bardagi við Gunnar hentar Till ekki mjög vel á þessum tímapunkti. Veikindin koma því á ansi heppilegum tíma, ef þannig má að orði komast, en Till hefur samt verið að kalla menn út og meðal annars nánast samþykkt bardaga við Gunnar í opinberu spjalli þeirra á Twitter. „Þá á hann ekkert að segjast vilja berjast við Gunnar og á ekkert að vera kalla menn út. Þeim var á þeim tíma sama hvort þetta væri í London eða Liverpool, en svo þegar manninum er boðið stærsta kvöldið í Evrópu og það heima hjá þér þá er hann veikur. Þetta er bara rugl,“ sagði Haraldur Nelson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45 Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Till flúði til Brasilíu eftir að hafa verið stunginn í bakið Bardagakappinn sem Gunnar Nelson mætir vonandi í London í mars, Englendingurinn Darren Till, á sér ansi merkilega sögu. 25. janúar 2018 13:00 „Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Gunnar Nelson hefur óbilandi trú á sér og vill fara í þann besta sem í boði er. 25. janúar 2018 11:00 Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Emilie Hesseldal í Grindavík Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Sjá meira
„Þetta er bara rugl,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, um meint veikindi Darrens Tills sem ekkert þykist kannast við fyrirhugaðan bardaga þeirra í Lundúnum í mars. Í lok síðustu viku stefndi allt í að Gunnar Nelson myndi snúa aftur í búrið í Lundúnum í mars og berjast þar sem aðalatriði bardagakvölds UFC á móti Darren Till. Íþróttadeild hefur séð staðfestingu þess efnis að Sean Shelby, maðurinn sem sér um að raða upp bardögum fyrir UFC, bauð Gunnari og Till bardagann, en Till þóttist engin skilaboð hafa fengið. „UFC segir okkur að þeim hafi verið boðinn bardaginn og ég var í beinu sambandi við Sean Shelby, bæði á messenger og eins töluðum við saman í síma. Hann segir að þeir voru að bíða eftir svari frá Till. Við erum að bjóða ykkur main event í London og nú bíðum við eftir svari en svo kemur ekkert svar,“ sagði Haraldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Síðast í nótt var Shelby að ýta á eftir Till og hans mönnum að taka bardagann en þá var hann allt í einu orðinn veikur og ekki tilbúinn að berjast við Gunnar. Þessi skilaboð fékk Haraldur frá Shelby sjálfum. „Það er klárt að þeir buðu umboðsmanninum bardagann. Hvort að hann komi skilaboðunum ekki áleiðis vitum við ekki en þetta er klárlega á teyminu en þeir verða að svara fyrir það af hverju í ósköpunum maðurinn veit þá ekki af bardaganum,“ sagði Haraldur. Sérfræðingar í UFC-fræðum sjá alveg að bardagi við Gunnar hentar Till ekki mjög vel á þessum tímapunkti. Veikindin koma því á ansi heppilegum tíma, ef þannig má að orði komast, en Till hefur samt verið að kalla menn út og meðal annars nánast samþykkt bardaga við Gunnar í opinberu spjalli þeirra á Twitter. „Þá á hann ekkert að segjast vilja berjast við Gunnar og á ekkert að vera kalla menn út. Þeim var á þeim tíma sama hvort þetta væri í London eða Liverpool, en svo þegar manninum er boðið stærsta kvöldið í Evrópu og það heima hjá þér þá er hann veikur. Þetta er bara rugl,“ sagði Haraldur Nelson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45 Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Till flúði til Brasilíu eftir að hafa verið stunginn í bakið Bardagakappinn sem Gunnar Nelson mætir vonandi í London í mars, Englendingurinn Darren Till, á sér ansi merkilega sögu. 25. janúar 2018 13:00 „Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Gunnar Nelson hefur óbilandi trú á sér og vill fara í þann besta sem í boði er. 25. janúar 2018 11:00 Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Emilie Hesseldal í Grindavík Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Sjá meira
Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45
Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46
Till flúði til Brasilíu eftir að hafa verið stunginn í bakið Bardagakappinn sem Gunnar Nelson mætir vonandi í London í mars, Englendingurinn Darren Till, á sér ansi merkilega sögu. 25. janúar 2018 13:00
„Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Gunnar Nelson hefur óbilandi trú á sér og vill fara í þann besta sem í boði er. 25. janúar 2018 11:00
Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03
Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00