Fangar á Litla-Hrauni í verkfalli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2018 06:45 Verkfallsaðgerðir fanganna á Litla-Hrauni eru sagðar helst koma niður á þeim sjálfum. vísir/vilhelm Mikils óróa gætir á Litla-Hrauni eftir árás á 18 ára hælisleitanda í íþróttasal fangelsisins í síðustu viku. Fangar hafa lagt niður störf og hafa hvorki mætt til náms né starfa þessa viku.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Já, það er rétt, það hefur verið töluverður órói á Litla-Hrauni og fangar hafa leitað til félagsins, ósáttir við hóprefsingar sem hafa verið látnar ganga yfir alla fanga undanfarna viku vegna þess sem í fjölmiðlum hefur verið lýst sem hópárás,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Guðmundur segir tvennum sögum fara af atvikinu og að einnig sé nokkur kurr í föngum vegna umfjöllunar fjölmiðla af málinu en henni hefur verið lýst sem hópárás sem fjöldi fanga tók þátt í og að kynþáttafordómar hafi verið kveikjan að árásinni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Aðspurður segir Guðmundur félagið sjálft ekki standa fyrir skipulögðum mótmælaaðgerðum eða verkföllum í fangelsum. Hins vegar reyni það að miðla málum þegar eftir því er leitað og hefur hann verið í sambandi við tengiliði félagsins á Litla-Hrauni vegna málsins. Guðmundur segir fangana bæði hafa kvartað undan lokun íþróttasalarins og takmörkunum á heimsóknum barna þeirra með ómálefnalegum hætti í kjölfar agabrota. „Svo tína menn náttúrulega ýmislegt fleira til, enda víða pottur brotinn í fangelsismálum,“ segir Guðmundur. Heimildir blaðsins herma að um tiltekinn hóp fanga sé að ræða og aðrir fangar sem afplána á Litla-Hrauni eigi ekki annars úrkosti en að taka þátt í aðgerðum hópsins, jafnvel þótt þeir vildu helst mæta í skólann eða til sinna starfa, enda sé um að ræða hóp manna sem aðrir fangar vilji síður setja sig upp á móti. Flestir þeirra fanga sem standa fyrir aðgerðunum eru þekktir og margdæmdir ofbeldismenn. Verkfallsaðgerðir fanganna eru sagðar helst koma niður á þeim sjálfum enda felast störf þeirra meðal annars í þrifum í sameiginlegum vistarverum fanga, þvotti á fatnaði þeirra og öðrum störfum sem tengjast daglegu lífi í fangelsinu. Heimildir Fréttablaðsins herma engu að síður að aðgerðum fanganna verði mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda og ekki standi til að semja við fanga um fyrirkomulag afplánunar eða önnur réttindi þeirra í kjölfar þessara verkfallsaðgerða. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Fangelsismál Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Mikils óróa gætir á Litla-Hrauni eftir árás á 18 ára hælisleitanda í íþróttasal fangelsisins í síðustu viku. Fangar hafa lagt niður störf og hafa hvorki mætt til náms né starfa þessa viku.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Já, það er rétt, það hefur verið töluverður órói á Litla-Hrauni og fangar hafa leitað til félagsins, ósáttir við hóprefsingar sem hafa verið látnar ganga yfir alla fanga undanfarna viku vegna þess sem í fjölmiðlum hefur verið lýst sem hópárás,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Guðmundur segir tvennum sögum fara af atvikinu og að einnig sé nokkur kurr í föngum vegna umfjöllunar fjölmiðla af málinu en henni hefur verið lýst sem hópárás sem fjöldi fanga tók þátt í og að kynþáttafordómar hafi verið kveikjan að árásinni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Aðspurður segir Guðmundur félagið sjálft ekki standa fyrir skipulögðum mótmælaaðgerðum eða verkföllum í fangelsum. Hins vegar reyni það að miðla málum þegar eftir því er leitað og hefur hann verið í sambandi við tengiliði félagsins á Litla-Hrauni vegna málsins. Guðmundur segir fangana bæði hafa kvartað undan lokun íþróttasalarins og takmörkunum á heimsóknum barna þeirra með ómálefnalegum hætti í kjölfar agabrota. „Svo tína menn náttúrulega ýmislegt fleira til, enda víða pottur brotinn í fangelsismálum,“ segir Guðmundur. Heimildir blaðsins herma að um tiltekinn hóp fanga sé að ræða og aðrir fangar sem afplána á Litla-Hrauni eigi ekki annars úrkosti en að taka þátt í aðgerðum hópsins, jafnvel þótt þeir vildu helst mæta í skólann eða til sinna starfa, enda sé um að ræða hóp manna sem aðrir fangar vilji síður setja sig upp á móti. Flestir þeirra fanga sem standa fyrir aðgerðunum eru þekktir og margdæmdir ofbeldismenn. Verkfallsaðgerðir fanganna eru sagðar helst koma niður á þeim sjálfum enda felast störf þeirra meðal annars í þrifum í sameiginlegum vistarverum fanga, þvotti á fatnaði þeirra og öðrum störfum sem tengjast daglegu lífi í fangelsinu. Heimildir Fréttablaðsins herma engu að síður að aðgerðum fanganna verði mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda og ekki standi til að semja við fanga um fyrirkomulag afplánunar eða önnur réttindi þeirra í kjölfar þessara verkfallsaðgerða. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Fangelsismál Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00