Yfir 3.000 Toyota Mirai vetnisbílar seldir í Kaliforníu Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2018 11:36 Toyota Mirai á vetnishleðslustöð. Þó svo flestir standi í þeirri trú að rafmagnsbílar munu einir leysa af bíla með hefðbundnum brunavélum eru þó sumir á því að kostirnir verði fleiri, meðal annars vetnisbílar. Það virðast að minnsta kosti yfir 3.000 kaupendur Toyota Mirai vetnisbílsins taka undir vestur í Kaliforníu. Toyota kynnti Mirai með vetnisdrifrás þar í október árið 2015 og honum hefur greinilega verið tekið vel í þessu fylki þar sem langflestir umhverfisvænir bílar seljast þar í landi. Sala Mirai í Bandaríkjunum nemur reyndar 80% af öllum vetnisbílum seldum í landinu öllu. Þessi ágæta sala Mirai er reyndar á pari við áætlanir Toyota sem sagði um mitt ár 2015 að það myndi selja um 3.000 Mirai bíla í Kaliforníu til loka árs 2017. Drægni Mirai bílsins er 500 kílómetrar, eða um það bil það sama og í mörgum bílum sem ganga fyrir bensíni, svo drægnishræðsla ætti ekki að hræða frá kaupum. Það eru ekki nema 31 vetnishleðslustöð enn í Kaliforníu og til stendur að opna 12 nýjar á þessu ári. Ennfremur er Toyota í samstarfi við vetnisframleiðandann Air Liquide um uppsetningu á 12 öðrum stöðvum á svæðinu milli New York og Boston. Það eru helst Toyota og Hyundai sem leiða þróunina á hagkvæmum og langdrægum vetnisbílum og stutt er í að Hyundai kynni nýjan Nexo vetnisbíl með 600 km drægni. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent
Þó svo flestir standi í þeirri trú að rafmagnsbílar munu einir leysa af bíla með hefðbundnum brunavélum eru þó sumir á því að kostirnir verði fleiri, meðal annars vetnisbílar. Það virðast að minnsta kosti yfir 3.000 kaupendur Toyota Mirai vetnisbílsins taka undir vestur í Kaliforníu. Toyota kynnti Mirai með vetnisdrifrás þar í október árið 2015 og honum hefur greinilega verið tekið vel í þessu fylki þar sem langflestir umhverfisvænir bílar seljast þar í landi. Sala Mirai í Bandaríkjunum nemur reyndar 80% af öllum vetnisbílum seldum í landinu öllu. Þessi ágæta sala Mirai er reyndar á pari við áætlanir Toyota sem sagði um mitt ár 2015 að það myndi selja um 3.000 Mirai bíla í Kaliforníu til loka árs 2017. Drægni Mirai bílsins er 500 kílómetrar, eða um það bil það sama og í mörgum bílum sem ganga fyrir bensíni, svo drægnishræðsla ætti ekki að hræða frá kaupum. Það eru ekki nema 31 vetnishleðslustöð enn í Kaliforníu og til stendur að opna 12 nýjar á þessu ári. Ennfremur er Toyota í samstarfi við vetnisframleiðandann Air Liquide um uppsetningu á 12 öðrum stöðvum á svæðinu milli New York og Boston. Það eru helst Toyota og Hyundai sem leiða þróunina á hagkvæmum og langdrægum vetnisbílum og stutt er í að Hyundai kynni nýjan Nexo vetnisbíl með 600 km drægni.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent