FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. janúar 2018 21:39 Adam Schiff og Devin Nunes, nefndarmenn í njósnamálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Vísir/Getty Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur lagst gegn því að umdeilt minnisblað frá rannsókn FBI og Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins á kosningabaráttu Trump, verði opinberað. Þingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. Um er að ræða fjögurra blaðsíðna langt minnisblað sem David Nunes, þingmaður Repúblikana, skrifaði. Í því heldur hann fram að öryggisstofnanir hafi brotið á rétti Trump og beitt ólöglegum leiðum til að hlera hann og starfsmenn hans. Þá er því haldið fram að rannsókn FBI byggi á umdeildri skýrslu sem unnin var af fyrirtækinu Fusion GPS og fjallaði meðal annars um tengingar Trump við Rússland. Leynd hvílir yfir minnisblaðinu og hafa engir séð það nema meðlimir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, en Nunes stýrir nefndinni.Ásakanirnar verri en Watergate „Við höfum alvarlegar áhyggjur af því að staðreyndum sé sleppt úr minnisblaðinu sem grefur undan trúverðugleika þess,“ sagði í yfirlýsingu frá FBI. Úr herbúðum Trump berast þó fregnir að minnisblaðið verði opinberað eins fljótt og auðið er, þrátt fyrir mótmæli stofnunarinnar. Demókratar telja að minnisblaðið sé tilraun til að draga undan trúverðugleika á rannsókninni. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins segir ásakanirnar í minnisblaðinu vera „verri en Watergate“. Sjálfur hefur Nunes sagt lítið en varaformaður nefndarinnar, Demókratinn Adam Schiff, segir minnisblaðið var fullt af rangfærslum og vitnað sé í leynileg skjöl sem flestir meðlimir nefndarinnar hafi viðurkennt að þeir hafi ekki séð. Nefndin greiddi atkvæði um að minnisblaðið yrði opinberað á mánudag og hefur Trump frest fram að helgi til að ákveða hvort að minnisblaðið eigi að vera birt í heild sinni eða hluti af því verði afmáður vegna trúnaðarupplýsinga. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur lagst gegn því að umdeilt minnisblað frá rannsókn FBI og Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins á kosningabaráttu Trump, verði opinberað. Þingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. Um er að ræða fjögurra blaðsíðna langt minnisblað sem David Nunes, þingmaður Repúblikana, skrifaði. Í því heldur hann fram að öryggisstofnanir hafi brotið á rétti Trump og beitt ólöglegum leiðum til að hlera hann og starfsmenn hans. Þá er því haldið fram að rannsókn FBI byggi á umdeildri skýrslu sem unnin var af fyrirtækinu Fusion GPS og fjallaði meðal annars um tengingar Trump við Rússland. Leynd hvílir yfir minnisblaðinu og hafa engir séð það nema meðlimir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, en Nunes stýrir nefndinni.Ásakanirnar verri en Watergate „Við höfum alvarlegar áhyggjur af því að staðreyndum sé sleppt úr minnisblaðinu sem grefur undan trúverðugleika þess,“ sagði í yfirlýsingu frá FBI. Úr herbúðum Trump berast þó fregnir að minnisblaðið verði opinberað eins fljótt og auðið er, þrátt fyrir mótmæli stofnunarinnar. Demókratar telja að minnisblaðið sé tilraun til að draga undan trúverðugleika á rannsókninni. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins segir ásakanirnar í minnisblaðinu vera „verri en Watergate“. Sjálfur hefur Nunes sagt lítið en varaformaður nefndarinnar, Demókratinn Adam Schiff, segir minnisblaðið var fullt af rangfærslum og vitnað sé í leynileg skjöl sem flestir meðlimir nefndarinnar hafi viðurkennt að þeir hafi ekki séð. Nefndin greiddi atkvæði um að minnisblaðið yrði opinberað á mánudag og hefur Trump frest fram að helgi til að ákveða hvort að minnisblaðið eigi að vera birt í heild sinni eða hluti af því verði afmáður vegna trúnaðarupplýsinga.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45