New England Patriots og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2018 08:23 Tom Brady fagnar sigri í nótt. Vísir/Getty Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Víkingana. Nú mætast því ríkjandi NFL-meistarar og liðið sem hefur ekki unnið NFL-titilinn síðan 1960 eða í 58 ár. New England Patriots og Philadelphia Eagles mættust í Super Bowl fyrir þrettán árum og þá fögnuðu Patriots sigri.New England Patriots vann 24-20 sigur á Jacksonville Jaguars í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Leikstjórnandinn Tom Brady mætti til leiks með tólf sauma á kasthendinni og lið hans New England Patriots var tíu stigum undir í fjórða leikhlutanum. Brady kann hinsvegar þá lista best allra að koma til baka í lokaleikhlutanum og kastaði fyrir tveimur snertimörkum á úrslitastundu. Báðar enduðu sendingar Brady hjá útherjanum Danny Amendola. Tom Brady hefur þegar unnið fimm meistaratitla á glæsilegum ferli en á nú möguleika á þeim sjötta þegar hann mættir í Super Bowl leikinn í áttunda sinn.Það var mun minni spenna í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar þar sem Philadelphia Eagles vann 38-7 sigur á Minnesota Vikings. Eagles-liðið missti leikstjórnanda sinn Carson Wentz í krossbandaslit undir lok tímabilsins en varamaður hans, Nick Foles, átti stórleik í nótt. Nick Foles átti þrjár snertimarkssendingar og 26 af 33 sendingum hans heppnuðust. Hann kastaði alls 353 jarda og leiddi sitt lið til sigurs en Eagles-liðið skoraði 38 síðustu stig leiksins. Minnesota Vikings komst í 7-0 í fyrstu sókn sinni en Philadelphia Eagles jafnaði eftir að varnarmaðurinn Patrick Robinson stal sendingu og fór alla leið upp og skoraði. Minnesota Vikings liðið átti möguleika á því að vera fyrsta liðið til að spila Super Bowl leik á heimavelli sínum en það kom fljótlega í ljós að Víkingarnir höfðu tekið út alla heppnina sína um síðustu helgi. Heimamenn í Philadelphia Eagles voru komnir í 21-7 fyrir hálfleik og litu aldrei til baka eftir það. Super Bowl leikurinn fer fram sunnudaginn 4. febrúar á U.S. Bank leikvanginum í Minneapolis. NFL Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira
Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Víkingana. Nú mætast því ríkjandi NFL-meistarar og liðið sem hefur ekki unnið NFL-titilinn síðan 1960 eða í 58 ár. New England Patriots og Philadelphia Eagles mættust í Super Bowl fyrir þrettán árum og þá fögnuðu Patriots sigri.New England Patriots vann 24-20 sigur á Jacksonville Jaguars í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Leikstjórnandinn Tom Brady mætti til leiks með tólf sauma á kasthendinni og lið hans New England Patriots var tíu stigum undir í fjórða leikhlutanum. Brady kann hinsvegar þá lista best allra að koma til baka í lokaleikhlutanum og kastaði fyrir tveimur snertimörkum á úrslitastundu. Báðar enduðu sendingar Brady hjá útherjanum Danny Amendola. Tom Brady hefur þegar unnið fimm meistaratitla á glæsilegum ferli en á nú möguleika á þeim sjötta þegar hann mættir í Super Bowl leikinn í áttunda sinn.Það var mun minni spenna í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar þar sem Philadelphia Eagles vann 38-7 sigur á Minnesota Vikings. Eagles-liðið missti leikstjórnanda sinn Carson Wentz í krossbandaslit undir lok tímabilsins en varamaður hans, Nick Foles, átti stórleik í nótt. Nick Foles átti þrjár snertimarkssendingar og 26 af 33 sendingum hans heppnuðust. Hann kastaði alls 353 jarda og leiddi sitt lið til sigurs en Eagles-liðið skoraði 38 síðustu stig leiksins. Minnesota Vikings komst í 7-0 í fyrstu sókn sinni en Philadelphia Eagles jafnaði eftir að varnarmaðurinn Patrick Robinson stal sendingu og fór alla leið upp og skoraði. Minnesota Vikings liðið átti möguleika á því að vera fyrsta liðið til að spila Super Bowl leik á heimavelli sínum en það kom fljótlega í ljós að Víkingarnir höfðu tekið út alla heppnina sína um síðustu helgi. Heimamenn í Philadelphia Eagles voru komnir í 21-7 fyrir hálfleik og litu aldrei til baka eftir það. Super Bowl leikurinn fer fram sunnudaginn 4. febrúar á U.S. Bank leikvanginum í Minneapolis.
NFL Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira