Flóðbylgjuviðvörun eftir skjálfta 7,9 að stærð við Alaska Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2018 09:56 Skjálftinn varð á tíu kílómetra dýpi. USGS Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Alaska og allri vesturströnd Kanada vegna gríðarmikils skjálfta, 7,9 að stærð, sem varð suður af strönd Alaska í morgun. Viðvörunin var afturkölluð um klukkan 13 að íslenskum tíma. Á síðu Bandarísku jarðfræðistofnunarinnar (USGS) segir að upptök skjálftans hafi verið 278 kílómetrum suðaustur af Kodiak og á tíu kílómetra dýpi. Skjálftinn varð klukkan 9:31 að íslenskum tíma, eða um hálf eitt að nóttu til að staðartíma. Fólk á hættusvæðum, eins og á Kodiak, var hvatt til að halda inn til landsins, og halda þar kyrru fyrir. A Tsunami Watch is in effect for California, the Coast from the Cal/Mexico Boarder to the Oregon/Cal Border including the San Francisco Bay. Updates will be provided as soon as we have them#CAwx— NWS Bay Area (@NWSBayArea) January 23, 2018 Vel er fylgst með gangi mögulegum áhrifum skjálftans bæði í Bresku Kólumbíu, Alaska og víða annars staðar í norðanverðu Kyrrahafi og var fólk hvatt til að leita til fjalla af ótta við flóðbylgju. Öflugasti skjálftinn frá 1965Skjálftinn er sá öflugasti í eða við Alaska frá árinu 1986 þegar skjálfti 8,0 að stærð reið yfir. Þann 27. mars 1964, varð skjálfti 9,2 að stærð, sem varð 139 manns að bana vegna flóðbylgju og þegar byggingar eyðilögðust. Fjölmiðlar í Alaska segja að víða hafi fundist fyrir skjálftanum. Kodiak er stærsti bærinn á samnefndri eyju, en árið 2010 bjuggu þar um 13.400 manns.Að neðan má sjá tíst fréttamanns fjölmiðils í Alaska. Just called the Kodiak police departmentUnprompted: "If this is about the tsunami, going to ask you to get to higher ground.""Can you talk to a reporter?" "Keith, do we have time for a reporter right now." "No""We're going to have to call you back. Lives at stake."— Nat Herz (@Nat_Herz) January 23, 2018 Varað hefur verið við að fyrstu bylgjurnar kunni að skella á Alaska um klukkan tvö að staðartíma, eða ellefu að íslenskum tíma. A #tsunami warning is in effect for the outer coast of SE #Alaska. First waves may arrive around 2:00 AM, according to Tsunami Warning Center. Further updates may be found at https://t.co/FIgKd7XW5Y or via NOAA wx radio. #akwx— NWS Juneau (@NWSJuneau) January 23, 2018 Tue Jan 23 09:38:01 UTC 2018 event picture pic.twitter.com/AHbKZ8xPuJ— NWS Tsunami Alerts (@NWS_NTWC) January 23, 2018 Upphaflega mældist styrkur skjálftans 8,2, en á síðu USGS hefur styrkurinn nú verið lækkaður í 7,9. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá öflugasti 5,0 að stærð.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:42. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Alaska og allri vesturströnd Kanada vegna gríðarmikils skjálfta, 7,9 að stærð, sem varð suður af strönd Alaska í morgun. Viðvörunin var afturkölluð um klukkan 13 að íslenskum tíma. Á síðu Bandarísku jarðfræðistofnunarinnar (USGS) segir að upptök skjálftans hafi verið 278 kílómetrum suðaustur af Kodiak og á tíu kílómetra dýpi. Skjálftinn varð klukkan 9:31 að íslenskum tíma, eða um hálf eitt að nóttu til að staðartíma. Fólk á hættusvæðum, eins og á Kodiak, var hvatt til að halda inn til landsins, og halda þar kyrru fyrir. A Tsunami Watch is in effect for California, the Coast from the Cal/Mexico Boarder to the Oregon/Cal Border including the San Francisco Bay. Updates will be provided as soon as we have them#CAwx— NWS Bay Area (@NWSBayArea) January 23, 2018 Vel er fylgst með gangi mögulegum áhrifum skjálftans bæði í Bresku Kólumbíu, Alaska og víða annars staðar í norðanverðu Kyrrahafi og var fólk hvatt til að leita til fjalla af ótta við flóðbylgju. Öflugasti skjálftinn frá 1965Skjálftinn er sá öflugasti í eða við Alaska frá árinu 1986 þegar skjálfti 8,0 að stærð reið yfir. Þann 27. mars 1964, varð skjálfti 9,2 að stærð, sem varð 139 manns að bana vegna flóðbylgju og þegar byggingar eyðilögðust. Fjölmiðlar í Alaska segja að víða hafi fundist fyrir skjálftanum. Kodiak er stærsti bærinn á samnefndri eyju, en árið 2010 bjuggu þar um 13.400 manns.Að neðan má sjá tíst fréttamanns fjölmiðils í Alaska. Just called the Kodiak police departmentUnprompted: "If this is about the tsunami, going to ask you to get to higher ground.""Can you talk to a reporter?" "Keith, do we have time for a reporter right now." "No""We're going to have to call you back. Lives at stake."— Nat Herz (@Nat_Herz) January 23, 2018 Varað hefur verið við að fyrstu bylgjurnar kunni að skella á Alaska um klukkan tvö að staðartíma, eða ellefu að íslenskum tíma. A #tsunami warning is in effect for the outer coast of SE #Alaska. First waves may arrive around 2:00 AM, according to Tsunami Warning Center. Further updates may be found at https://t.co/FIgKd7XW5Y or via NOAA wx radio. #akwx— NWS Juneau (@NWSJuneau) January 23, 2018 Tue Jan 23 09:38:01 UTC 2018 event picture pic.twitter.com/AHbKZ8xPuJ— NWS Tsunami Alerts (@NWS_NTWC) January 23, 2018 Upphaflega mældist styrkur skjálftans 8,2, en á síðu USGS hefur styrkurinn nú verið lækkaður í 7,9. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá öflugasti 5,0 að stærð.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:42.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira