Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Hörður Ægisson skrifar 24. janúar 2018 06:30 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða, stýrir fjárfestingafélaginu Helgafelli, sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, Ara Fenger og Kristínar Vermundsdóttur, stórs hluthafa í Stoðum. vísir/daníel Rekstri Stoða, sem lauk nauðasamningum 2009 og hefur frá þeim tíma unnið að því að umbreyta eignum í reiðufé og greiða út til hluthafa, verður ekki hætt þegar síðasta eign félagsins, tæplega níu prósenta hlutur í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco, verður seld innan nokkurra mánaða. Samkvæmt heimildum Markaðarins er vilji til þess hjá stærstu hluthöfum, sem fara samanlagt með 50,2 prósenta hlut í Stoðum, að halda starfsemi félagsins áfram þegar yfirtaka fjárfestingasjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management á Refresco, fyrir jafnvirði um 200 milljarða króna, klárast á öðrum ársfjórðungi. Við það verður til stærsta fjárfestingafélag landsins með liðlega átján milljarða króna í eigið fé. Stjórn Stoða, áður FL Group, eins umsvifamesta fjárfestingafélagsins hér á landi í aðdraganda fjármálahrunsins 2008, mun kynna nýjar áherslur í starfsemi félagsins á hluthafafundi síðar á árinu. Sá hópur fjárfesta sem fer með tögl og hagldir í Stoðum samanstendur meðal annars af félögum tengdum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanns í Refresco frá árinu 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM. Fjárfestahópurinn, ásamt tryggingafélaginu TM, eignaðist meirihluta í Stoðum þegar hópurinn keypti í byrjun síðasta árs, í gegnum félögin S121 og S122, rúmlega fimmtíu prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum. Ljóst er að hópurinn hefur hagnast verulega á þeim kaupum.Eina eign Stoða er tæplega níu prósenta hlutur í Refresco. Tilkynnt var um yfirtöku PAI Partners og British Columbia Investment Management á Refresco fyrir jafnvirði um 200 milljarða króna í október á síðasta ári en gert ráð fyrir að kaupin gangi í gegn í apríl á þessu ári.Eftir kaup fjárfestahópsins í Stoðum tók Jón sæti sem stjórnarformaður en auk hans eru í stjórninni Örvar og Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka. Fyrir utan félögin S121 og S122 eru Arion banki og Landsbankinn í hópi stærstu hluthafa Stoða með samanlagt um 31 prósents hlut. Þá á Íslandsbanki 1,7 prósenta hlut. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi var áætlað yfirfæranlegt skattalegt tap Stoða rúmlega 103 milljarðar króna í árslok 2016. Sú skatteign mun hins vegar nýtast félaginu að takmörkuðu leyti þar sem hún verður að stærstum hluta niðurfærð á þessu ári. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað var greitt fyrir hlutinn í Stoðum í fyrra, en miðað við gengi bréfa Refresco á hlutabréfamarkaðinum í Amsterdam á þeim tíma þegar kaupin gengu í gegn er líklegt kaupverð um sjö til átta milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins gerði fjárfestahópurinn einnig sérstakan afkomuskiptasamning við Glitni HoldCo sem tryggði félaginu hlutdeild í framtíðarhagnaði af sölu Refresco. Var samningurinn gerður gagngert vegna væntinga um að drykkjaframleiðandinn yrði yfirtekinn. Umsvifamiklir fjárfestingarsjóðir höfðu sýnt Refresco mikinn áhuga um nokkurt skeið. Virði 8,9 prósenta eignarhlutar Stoða í Refresco – sem er í gegnum félagið Ferskur Holding – var 12,7 milljarðar í árslok 2016, 15,8 milljarðar í lok júní í fyrra en er 17,9 milljarðar miðað við samþykkt yfirtökugengi. Hefur hluturinn þannig hækkað um 41 prósent í virði á einu ári. Tilkynnt var um yfirtöku PAI Partners og British Columbia Investment Management á Refresco í október á síðasta ári en gert ráð fyrir að kaupin gangi í gegn í apríl á þessu ári, samkvæmt heimildum Markaðarins.Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og stjórnarmaður í TM, er í hópi þeirra fjárfesta sem mynda meirihluta í Stoðum.Ef tekið er mið af heildarkaupverði erlendu sjóðanna á Refresco, sem nemur um 1,62 milljörðum evra, þá fær eignarhaldsfélagið Ferskur Holding, stærsti einstaki hluthafi Refresco með 14,53 prósenta eignarhlut, 235 milljónir evra, eða sem nemur um 29 milljörðum króna, í sinn hlut. Auk Stoða er Ferskur Holding meðal annars í eigu Kaupþings, dótturfélags Arion banka, og Þorsteins M. Jónssonar, fyrrverandi aðaleiganda Vífilfells og stjórnarmanns í FL Group. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Markaðir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Sjá meira
Rekstri Stoða, sem lauk nauðasamningum 2009 og hefur frá þeim tíma unnið að því að umbreyta eignum í reiðufé og greiða út til hluthafa, verður ekki hætt þegar síðasta eign félagsins, tæplega níu prósenta hlutur í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco, verður seld innan nokkurra mánaða. Samkvæmt heimildum Markaðarins er vilji til þess hjá stærstu hluthöfum, sem fara samanlagt með 50,2 prósenta hlut í Stoðum, að halda starfsemi félagsins áfram þegar yfirtaka fjárfestingasjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management á Refresco, fyrir jafnvirði um 200 milljarða króna, klárast á öðrum ársfjórðungi. Við það verður til stærsta fjárfestingafélag landsins með liðlega átján milljarða króna í eigið fé. Stjórn Stoða, áður FL Group, eins umsvifamesta fjárfestingafélagsins hér á landi í aðdraganda fjármálahrunsins 2008, mun kynna nýjar áherslur í starfsemi félagsins á hluthafafundi síðar á árinu. Sá hópur fjárfesta sem fer með tögl og hagldir í Stoðum samanstendur meðal annars af félögum tengdum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanns í Refresco frá árinu 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM. Fjárfestahópurinn, ásamt tryggingafélaginu TM, eignaðist meirihluta í Stoðum þegar hópurinn keypti í byrjun síðasta árs, í gegnum félögin S121 og S122, rúmlega fimmtíu prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum. Ljóst er að hópurinn hefur hagnast verulega á þeim kaupum.Eina eign Stoða er tæplega níu prósenta hlutur í Refresco. Tilkynnt var um yfirtöku PAI Partners og British Columbia Investment Management á Refresco fyrir jafnvirði um 200 milljarða króna í október á síðasta ári en gert ráð fyrir að kaupin gangi í gegn í apríl á þessu ári.Eftir kaup fjárfestahópsins í Stoðum tók Jón sæti sem stjórnarformaður en auk hans eru í stjórninni Örvar og Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka. Fyrir utan félögin S121 og S122 eru Arion banki og Landsbankinn í hópi stærstu hluthafa Stoða með samanlagt um 31 prósents hlut. Þá á Íslandsbanki 1,7 prósenta hlut. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi var áætlað yfirfæranlegt skattalegt tap Stoða rúmlega 103 milljarðar króna í árslok 2016. Sú skatteign mun hins vegar nýtast félaginu að takmörkuðu leyti þar sem hún verður að stærstum hluta niðurfærð á þessu ári. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað var greitt fyrir hlutinn í Stoðum í fyrra, en miðað við gengi bréfa Refresco á hlutabréfamarkaðinum í Amsterdam á þeim tíma þegar kaupin gengu í gegn er líklegt kaupverð um sjö til átta milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins gerði fjárfestahópurinn einnig sérstakan afkomuskiptasamning við Glitni HoldCo sem tryggði félaginu hlutdeild í framtíðarhagnaði af sölu Refresco. Var samningurinn gerður gagngert vegna væntinga um að drykkjaframleiðandinn yrði yfirtekinn. Umsvifamiklir fjárfestingarsjóðir höfðu sýnt Refresco mikinn áhuga um nokkurt skeið. Virði 8,9 prósenta eignarhlutar Stoða í Refresco – sem er í gegnum félagið Ferskur Holding – var 12,7 milljarðar í árslok 2016, 15,8 milljarðar í lok júní í fyrra en er 17,9 milljarðar miðað við samþykkt yfirtökugengi. Hefur hluturinn þannig hækkað um 41 prósent í virði á einu ári. Tilkynnt var um yfirtöku PAI Partners og British Columbia Investment Management á Refresco í október á síðasta ári en gert ráð fyrir að kaupin gangi í gegn í apríl á þessu ári, samkvæmt heimildum Markaðarins.Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og stjórnarmaður í TM, er í hópi þeirra fjárfesta sem mynda meirihluta í Stoðum.Ef tekið er mið af heildarkaupverði erlendu sjóðanna á Refresco, sem nemur um 1,62 milljörðum evra, þá fær eignarhaldsfélagið Ferskur Holding, stærsti einstaki hluthafi Refresco með 14,53 prósenta eignarhlut, 235 milljónir evra, eða sem nemur um 29 milljörðum króna, í sinn hlut. Auk Stoða er Ferskur Holding meðal annars í eigu Kaupþings, dótturfélags Arion banka, og Þorsteins M. Jónssonar, fyrrverandi aðaleiganda Vífilfells og stjórnarmanns í FL Group. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Markaðir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Sjá meira