Þetta þarf að gerast í kvöld til að Kristján komist með Svíana í undanúrslit EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2018 12:00 Kristján Andrésson. Vísir/Getty Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska handboltalandsliðinu verða í eldlínunni í kvöld þegar fer fram lokaumferð milliriðla EM í handbolta í Króatíu. Íslenski þjálfarinn á ágæta möguleika á því að koma liði sínu í undanúrslit keppninnar og ætti Ísland þá þjálfara í undanúrslitum EM aðra keppnina í röð en Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum á EM í Póllandi 2016. Sænska landsliðið fór með fullt hús inn í milliriðilinn en hefur þar unnið einn leik (29-20 á móti Hvít-Rússum) og tapað einum (17-23 á móti Frökkum). Svíar eru eins og er í 3. sæti riðilsins með sex stig og geta því ekki bara treyst á sig sjálfa í lokaleiknum. Fyrir ofan þá eru Frakkar (8 stig) og Króatar (6 stig).Til að Kristján Andrésson fari með sænska liðið í undanúrslitin í kvöld þá þarf bæði sænska liðið að vinna Norðmenn sem og að fá hjálp frá Frökkum. Frakkar eru efstir í millriðlinum og nægir jafntefli í lokaleik sínum á móti heimamönnum í Króatíu. Króatar þurfa aftur á móti að vinna sinn leik til að komast í undanúrslitin fari svo að Svíar vinni sinn leik.Fifth day of the main round, here is the standings chart for Group I, in Zagreb. @HRStwitt@hlandslaget@rssrbije@FRAHandball@NORhandball#EHFEuro2018#HypnoticGamepic.twitter.com/mJBFltp7Yd — EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2018 Frakkland, Króatía og Svíþjóð geta líka öll endað jöfn að stigum (Sænskur sigur og króatískur sigur) og þá ræður röð þeirra úrslitin úr öllum þremur innbyrðisleikjum þeirra. Svíar unnu Króata með fjórum mörkum en töpuðu fyrir Frökkum með sex mörkum. Króatar þurfa því „aðeins“ að vinna með tveimur mörkum til að setja Svíana fyrir aftan sig í innbyrðisleikjum. Aðeins átta marka tap eða stærra myndi henda Frökkum út. Leikur Svíþjóðar og Noregs fer fram á undan leik Frakklands og Króatíu og því munu Króatar og allir stuðningsmenn þeirra vita nákvæmlega hvað þarf að gerast í síðasta leik kvöldsins svo að Króatía komist í undanúrslitin. Það ætti að hjálpa heimamönnum en ekki Svíum. Norðmenn gætu flækt málið enn meira með því að vinna Svía því þá gætu Króatía, Svíþjóð og Noregur öll endað jöfn að stigum. Svíar mættu þá ekki tapa með meira en þremur mörkum á móti Noregi en fjögurra marka norskur sigur myndi þýða að öll þrjú liðin væru nákvæmlega jöfn.They’ve come here to watch the match #SWEBLR and still got to listen to ABBA Greatest Hits.#EHFEuro2018#HypnoticGamepic.twitter.com/1TnFTT8AEE — EHF Live (@EHF_Live) January 22, 2018 EM 2018 í handbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska handboltalandsliðinu verða í eldlínunni í kvöld þegar fer fram lokaumferð milliriðla EM í handbolta í Króatíu. Íslenski þjálfarinn á ágæta möguleika á því að koma liði sínu í undanúrslit keppninnar og ætti Ísland þá þjálfara í undanúrslitum EM aðra keppnina í röð en Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum á EM í Póllandi 2016. Sænska landsliðið fór með fullt hús inn í milliriðilinn en hefur þar unnið einn leik (29-20 á móti Hvít-Rússum) og tapað einum (17-23 á móti Frökkum). Svíar eru eins og er í 3. sæti riðilsins með sex stig og geta því ekki bara treyst á sig sjálfa í lokaleiknum. Fyrir ofan þá eru Frakkar (8 stig) og Króatar (6 stig).Til að Kristján Andrésson fari með sænska liðið í undanúrslitin í kvöld þá þarf bæði sænska liðið að vinna Norðmenn sem og að fá hjálp frá Frökkum. Frakkar eru efstir í millriðlinum og nægir jafntefli í lokaleik sínum á móti heimamönnum í Króatíu. Króatar þurfa aftur á móti að vinna sinn leik til að komast í undanúrslitin fari svo að Svíar vinni sinn leik.Fifth day of the main round, here is the standings chart for Group I, in Zagreb. @HRStwitt@hlandslaget@rssrbije@FRAHandball@NORhandball#EHFEuro2018#HypnoticGamepic.twitter.com/mJBFltp7Yd — EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2018 Frakkland, Króatía og Svíþjóð geta líka öll endað jöfn að stigum (Sænskur sigur og króatískur sigur) og þá ræður röð þeirra úrslitin úr öllum þremur innbyrðisleikjum þeirra. Svíar unnu Króata með fjórum mörkum en töpuðu fyrir Frökkum með sex mörkum. Króatar þurfa því „aðeins“ að vinna með tveimur mörkum til að setja Svíana fyrir aftan sig í innbyrðisleikjum. Aðeins átta marka tap eða stærra myndi henda Frökkum út. Leikur Svíþjóðar og Noregs fer fram á undan leik Frakklands og Króatíu og því munu Króatar og allir stuðningsmenn þeirra vita nákvæmlega hvað þarf að gerast í síðasta leik kvöldsins svo að Króatía komist í undanúrslitin. Það ætti að hjálpa heimamönnum en ekki Svíum. Norðmenn gætu flækt málið enn meira með því að vinna Svía því þá gætu Króatía, Svíþjóð og Noregur öll endað jöfn að stigum. Svíar mættu þá ekki tapa með meira en þremur mörkum á móti Noregi en fjögurra marka norskur sigur myndi þýða að öll þrjú liðin væru nákvæmlega jöfn.They’ve come here to watch the match #SWEBLR and still got to listen to ABBA Greatest Hits.#EHFEuro2018#HypnoticGamepic.twitter.com/1TnFTT8AEE — EHF Live (@EHF_Live) January 22, 2018
EM 2018 í handbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira