Þessi sextán ára Fjölnismaður hefur nú náð þeim frábæra árangri að halda landsliðsmarki sínu hreinu í fimm leikjum í röð.
Sigurjón Daði fékk síðast á sig mark í leik á móti Finnum á KR-vellinum 5. ágúst 2017. Markið kom á 21. mínútu leiksins.
Sigurjón Daði hefur síðan haldið hreinu í leikjum á móti Finnum (0-0), Færeyjum (2-0), Rússum (2-0), Slóvakíu (1-0) og svo aftur Rússum (1-0).
Sigurjón Daði hefur spilað allar mínúturnar í þessum leikjum og hefur því haldið marki sínu hreinu í 459 mínútur.