Frakkar sendu Svía í undanúrslit │ Spánverjar sigruðu Þýskaland Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. janúar 2018 21:37 Spánverjar fagna sigri sínum í kvöld vísir/epa Spánverjar tryggðu sér seinna undanúrslitasætið úr milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta með góðum sigri á Þjóðverjum í lokaleik riðilsins. Danir voru búnir að tryggja sér sigur í riðlinum fyrir leikinn, en Spánverjar og Þjóðverjar tókust á um síðara lausa sætið í undanúrslitunum. Leikurinn byrjaði vel fyrir Þjóðverja sem voru skrefi á undan fyrsta korterið, en aldrei varð forystan þó meiri en eitt mark. Spánverjar komust yfir eftir 14 mínútur og náðu því yfirhöndinni, en áfram var leikurinn mjög jafn. Það var ekki fyrr en fimm mínútur lifðu af hálfleiknum sem Spánverjar komust í tveggja marka forystu í fyrsta skipti. Staðan í leikhléi var 13-14 fyrir Spán. Hálfleiksræðan hefur kveikt í spænska liðinu því það var miklu sterkari aðilinn í byrjun seinni hálfleiks. Eftir að staðan var 15-15 eftir 33 mínútur skoruðu Spánverjar næstu átta mörk og komu stöðunni í 15-23. Þá kviknaði aftur í Þjóðverjum en það var í raun bara of seint í taumana gripið og Spánverjar fóru með fjögurra marka sigur, 27-31. Króötum dugði jafntefli gegn Frökkum til þess að tryggja sig áfram í undanúrslitin eftir að Noregur hafði betur gegn Svíum fyrr í dag. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa forystu. Eftir um korters leik var jafnt með liðunum en þá settu Frakkar í annan gír og komu sér upp forystu sem Króatar náðu ekki að vinna til baka. Þegar gengið var til búningsherbergja voru Frakkar með sex marka forystu, 13-19. Leikurinn hékk í fjögurra til sex marka forystu Frakka framan af í seinni hálfleik en Króatar náðu að klóra í bakkann þegar um tíu mínútur lifðu af leiknum og náðu að minnka muninn í eitt mark. Nær komust þeir þó ekki og lokatölur urðu 27-30 fyrir Frakka. Liðin sem fara í undanúrslit á Evrópumótinu eru því Frakkland og Svíþjóð úr milliriðli eitt og Danmörk og Spánn úr milliriðli tvö. Frakkar og Spánverjar mætast annars vegar og hins vegar verður Norðurlandaslagur Svía og Dana. Króatía og Tékkland leika um fimmta sæti mótsins. EM 2018 í handbolta Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira
Spánverjar tryggðu sér seinna undanúrslitasætið úr milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta með góðum sigri á Þjóðverjum í lokaleik riðilsins. Danir voru búnir að tryggja sér sigur í riðlinum fyrir leikinn, en Spánverjar og Þjóðverjar tókust á um síðara lausa sætið í undanúrslitunum. Leikurinn byrjaði vel fyrir Þjóðverja sem voru skrefi á undan fyrsta korterið, en aldrei varð forystan þó meiri en eitt mark. Spánverjar komust yfir eftir 14 mínútur og náðu því yfirhöndinni, en áfram var leikurinn mjög jafn. Það var ekki fyrr en fimm mínútur lifðu af hálfleiknum sem Spánverjar komust í tveggja marka forystu í fyrsta skipti. Staðan í leikhléi var 13-14 fyrir Spán. Hálfleiksræðan hefur kveikt í spænska liðinu því það var miklu sterkari aðilinn í byrjun seinni hálfleiks. Eftir að staðan var 15-15 eftir 33 mínútur skoruðu Spánverjar næstu átta mörk og komu stöðunni í 15-23. Þá kviknaði aftur í Þjóðverjum en það var í raun bara of seint í taumana gripið og Spánverjar fóru með fjögurra marka sigur, 27-31. Króötum dugði jafntefli gegn Frökkum til þess að tryggja sig áfram í undanúrslitin eftir að Noregur hafði betur gegn Svíum fyrr í dag. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa forystu. Eftir um korters leik var jafnt með liðunum en þá settu Frakkar í annan gír og komu sér upp forystu sem Króatar náðu ekki að vinna til baka. Þegar gengið var til búningsherbergja voru Frakkar með sex marka forystu, 13-19. Leikurinn hékk í fjögurra til sex marka forystu Frakka framan af í seinni hálfleik en Króatar náðu að klóra í bakkann þegar um tíu mínútur lifðu af leiknum og náðu að minnka muninn í eitt mark. Nær komust þeir þó ekki og lokatölur urðu 27-30 fyrir Frakka. Liðin sem fara í undanúrslit á Evrópumótinu eru því Frakkland og Svíþjóð úr milliriðli eitt og Danmörk og Spánn úr milliriðli tvö. Frakkar og Spánverjar mætast annars vegar og hins vegar verður Norðurlandaslagur Svía og Dana. Króatía og Tékkland leika um fimmta sæti mótsins.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira