Guðjón mættur til Indlands en veit ekki hvort hann fær að spila Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 07:59 Guðjón Baldvinsson er í ævintýraför. vísir/stefán Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deld karla í fótbolta, er mættur til Indlands þar sem hann vonast eftir því að spila með liðinu Kerala Blasters næstu mánuðina.Greint var frá því í gær að Guðjón væri á leið til Indlands og hann staðfestir það sjálfur á Facebook-síðu sinni í morgun en Íslandsvinurinn David James, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands, þjálfar liðið og honum til aðstoðar er Hermann Hreiðarsson. Erfiðlega virðist hjá Guðjóni að fá grænt ljós á að spila fyrir indverska liðið, hvort sem það tengist pappírsvinnu hér heima eða úti, en deildinni þar lýkur í mars þannig að Stjörnumaðurinn á að vera kominn heim áður en Pepsi-deildin fer af stað. Guðjón tók greinilega ákvörðun um að skella sér alla leið til Indlands þrátt fyrir að vita ekki 100 prósent hvort hann myndi fá að spila en á Facebook segir hann: „Mættur til Indlands á hugsanlegt lán, kemur í ljós á næstu dögum hvort þetta verði 2ja mánaða ævintýri eða 3ja daga flugferð. Hvað sem gerist þá er ég þakklátur fyrir allar þær upplifanir sem fótboltinn hefur gefið mér og fjölskyldunni í gegnum árin.“ Vísir heyrði hljóðið í Guðjóni í morgun, eða eftir hádegi að indverskum tíma, þar sem hann var rólegur á liðshótelinu að bíða fregna. „Ég er í rauninni bara að bíða eftir einhverri staðfestingu en ég veit ekki í alveg hver á að gefa hana. Ég held að Stjarnan sé að bíað eftir svari frá FIFA. Ég er á hóteli með liðinu en þarf að kveðja ef þetta klikkar allt saman. Þetta er alveg sturlað,“ sagði Guðjón Baldvinsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deld karla í fótbolta, er mættur til Indlands þar sem hann vonast eftir því að spila með liðinu Kerala Blasters næstu mánuðina.Greint var frá því í gær að Guðjón væri á leið til Indlands og hann staðfestir það sjálfur á Facebook-síðu sinni í morgun en Íslandsvinurinn David James, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands, þjálfar liðið og honum til aðstoðar er Hermann Hreiðarsson. Erfiðlega virðist hjá Guðjóni að fá grænt ljós á að spila fyrir indverska liðið, hvort sem það tengist pappírsvinnu hér heima eða úti, en deildinni þar lýkur í mars þannig að Stjörnumaðurinn á að vera kominn heim áður en Pepsi-deildin fer af stað. Guðjón tók greinilega ákvörðun um að skella sér alla leið til Indlands þrátt fyrir að vita ekki 100 prósent hvort hann myndi fá að spila en á Facebook segir hann: „Mættur til Indlands á hugsanlegt lán, kemur í ljós á næstu dögum hvort þetta verði 2ja mánaða ævintýri eða 3ja daga flugferð. Hvað sem gerist þá er ég þakklátur fyrir allar þær upplifanir sem fótboltinn hefur gefið mér og fjölskyldunni í gegnum árin.“ Vísir heyrði hljóðið í Guðjóni í morgun, eða eftir hádegi að indverskum tíma, þar sem hann var rólegur á liðshótelinu að bíða fregna. „Ég er í rauninni bara að bíða eftir einhverri staðfestingu en ég veit ekki í alveg hver á að gefa hana. Ég held að Stjarnan sé að bíað eftir svari frá FIFA. Ég er á hóteli með liðinu en þarf að kveðja ef þetta klikkar allt saman. Þetta er alveg sturlað,“ sagði Guðjón Baldvinsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12