Svíar búnir að tapa fleiri leikjum en Ísland á EM í ár en samt komnir í undanúrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2018 15:00 Ólafur Guðmundsson í leiknum á mói Svíum. Vísir/EPA Annað Evrópumótið í handbolta í röð mun lið undir stjórn íslensks þjálfara spila um verðlaun. Svíar, undir stjórn íslenska þjálfarans Kristjáns Andréssonar, komust í gær í undanúrslitin á EM í Króatíu. Svíar töpuðu sínum þriðja leik í keppninni á móti Noregi í gær en það kom ekki að sök. Svíar höfðu bestu innbyrðisstöðuna úr leikjum Svía, Króata og Noregs. Það er athyglisvert að bera saman árangur sænska og íslenska liðsins á þessu Evrópumóti í Króatíu. Svíar eru nefnilega komnir alla leið í undanúrslitin þrátt fyrir að vera búnir að tapa einum leik meira en íslenska landsliðið. Svo má ekki gleyma því að íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur á Svíum í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu þar sem íslensku strákarnir náðu mest tíu marka forystu.Tack, Frankrike! Nu är vi klara för semifinal mot Danmark på fredag! pic.twitter.com/bWHyvjE45c — Handbollslandslaget (@hlandslaget) January 24, 2018 Svíar eru vissulega búnir að spila tvöfalt fleiri leiki en Ísland á mótinu (6 á móti 3) en þeir unnu aftur á móti réttu leikina. Sigurinn á Króötum í lokaleik riðlakeppninnar var á endanum leikurinn sem skilar liðinu í undanúrslitin. Það boðar kannski ekki gott fyrir Svía að mæta Dönum í undanúrslitunum því sænska liðið hefur tapað báðum leikjum sínum á móti Norðurlandaþjóðum á EM í Króatíu, fyrst 26-24 á móti Íslandi og svo 28-25 á móti Noregi.Tapleikir Svía á EM í Króatíu 2 marka tap á móti Íslandi (24-26) 6 marka tap á móti Frakklandi (17-23) 3 marka tap á móti Noregi (25-28)Tapleikir Íslands á EM í Króatíu 7 marka tap á móti Króatíu (22-29) 3 marka tap á móti Serbíu (26-29) EM 2018 í handbolta Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Annað Evrópumótið í handbolta í röð mun lið undir stjórn íslensks þjálfara spila um verðlaun. Svíar, undir stjórn íslenska þjálfarans Kristjáns Andréssonar, komust í gær í undanúrslitin á EM í Króatíu. Svíar töpuðu sínum þriðja leik í keppninni á móti Noregi í gær en það kom ekki að sök. Svíar höfðu bestu innbyrðisstöðuna úr leikjum Svía, Króata og Noregs. Það er athyglisvert að bera saman árangur sænska og íslenska liðsins á þessu Evrópumóti í Króatíu. Svíar eru nefnilega komnir alla leið í undanúrslitin þrátt fyrir að vera búnir að tapa einum leik meira en íslenska landsliðið. Svo má ekki gleyma því að íslenska landsliðið vann tveggja marka sigur á Svíum í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu þar sem íslensku strákarnir náðu mest tíu marka forystu.Tack, Frankrike! Nu är vi klara för semifinal mot Danmark på fredag! pic.twitter.com/bWHyvjE45c — Handbollslandslaget (@hlandslaget) January 24, 2018 Svíar eru vissulega búnir að spila tvöfalt fleiri leiki en Ísland á mótinu (6 á móti 3) en þeir unnu aftur á móti réttu leikina. Sigurinn á Króötum í lokaleik riðlakeppninnar var á endanum leikurinn sem skilar liðinu í undanúrslitin. Það boðar kannski ekki gott fyrir Svía að mæta Dönum í undanúrslitunum því sænska liðið hefur tapað báðum leikjum sínum á móti Norðurlandaþjóðum á EM í Króatíu, fyrst 26-24 á móti Íslandi og svo 28-25 á móti Noregi.Tapleikir Svía á EM í Króatíu 2 marka tap á móti Íslandi (24-26) 6 marka tap á móti Frakklandi (17-23) 3 marka tap á móti Noregi (25-28)Tapleikir Íslands á EM í Króatíu 7 marka tap á móti Króatíu (22-29) 3 marka tap á móti Serbíu (26-29)
EM 2018 í handbolta Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira