Ráðist verði í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 20:00 Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar, afhenti Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, skýrsluna í morgun. Yfirvöld ætla að ráðast í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi enda staða einkarekinna fjölmiðla mjög erfið að sögn menntamálaráðherra. Kynntar voru tillögur um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla í dag en þar er meðal annars lagt til að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði. Formaður nefndarinnar sem vann tillögurnar segir enga töfralausn á rekstrarvandanum vera í sjónmáli en margt sé hægt að gera til að bæta rekstrarumhverfið. Tillögurnar eru í sjö liðum og snúa meðal annars að stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, skattaumhverfi, regluverki um textun og talsetningu og lagt er til að áfengis og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar svo fátt eitt sé nefnt. „Helsta tillagan þarna sem nefnd er fyrst er að hluti af kostnaði við gerð frétta og fréttatengds efnis verði endurgreiddur,” segir Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar sem falið var það verkefni að kanna hvernig bæta mætti rekstrarumhverfi fjölmiðla. Líkt og fjallað hefur verið um í dag er meðal annars lagt til að Rúv verði tekið af auglýsingamarkaði en hlutdeild ríkisútvarps á auglýsingamarkaði hvergi jafn mikil og hér á landi. „Þá myndi hluti af þeim tekjum sem Rúv hefur núna af auglýsingum renna til einkarekinna fjölmiðla og síðan er það pólitísk spurning hvort að Rúv og með hvaða hætti, þeim verði bætt það tekjutap,” segir Björgvin. Engin töfralausn á rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er þó boðuð með tillögunum enda er erfið staða fjölmiðla ekkert einsdæmi hér á landi. „Það er erfitt að fá fólk til að greiða fyrir fréttir og eins eru stórfyrirtæki á borð við Google og Facebook að taka til sín stærri hluta af auglýsingamarkaði, þannig að tekjumódelin eru úreld af einhverju leiti og það þarf að finna hvaða leiðir fjölmiðlar geta farið til þess að styrkja tekjugrundvöllinn í rekstrinum,” segir Björgvin.Stefnumótun næsta skref Skýrsla nefndarinnar var til umræðu á Alþingi í dag en Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, hefur þegar boðað að virðisaukaskattur áskrifta verði lækkaður í 11%. „Það er alveg ljóst að það verður hægt að fara í þetta varðandi virðisaukaskattinn, annað þurfum við að meta betur og kostnaðarmeta, vegna þess að það sem nefndin gerði ekki og hún þarf aukna aðstoð við, það er að kostnaðarmeta tillögurnar þannig að ég tel að það sé ekki skynsamlegt að taka ákvörðun um tillögur fyrr en við vitum umfang kostnaðar þess fyrir ríkissjóð Íslands,“ segir Lilja. Næst á dagskrá sé að hefja stefnumótun og vinna áfram úr niðurstöðum skýrslunnar. „Nú munum við fara í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi vegna þess að það sem hefur verið að gerast á síðustu misserum er að samkeppni hefur verið að aukast alveg gríðarlega, sérstaklega erlendisfrá og staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, hún er mjög erfið,” bætir Lilja við. „Við munum skoða hvaða áhrif það mun hafa á markaðinn ef Ríkisútvarpið verður tekið út en ef við förum í slíkar aðgerðir þá mun það líka þýða að við þurfum að fara í mótvægisaðgerðir vegna þess að við viljum líka hafa útvarp í almenningseigu sem er öflugur miðill.” Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið“ Þingmenn ræða stöðu fjölmiðla í kjölfar skýrslu. 25. janúar 2018 12:55 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira
Yfirvöld ætla að ráðast í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi enda staða einkarekinna fjölmiðla mjög erfið að sögn menntamálaráðherra. Kynntar voru tillögur um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla í dag en þar er meðal annars lagt til að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði. Formaður nefndarinnar sem vann tillögurnar segir enga töfralausn á rekstrarvandanum vera í sjónmáli en margt sé hægt að gera til að bæta rekstrarumhverfið. Tillögurnar eru í sjö liðum og snúa meðal annars að stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, skattaumhverfi, regluverki um textun og talsetningu og lagt er til að áfengis og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar svo fátt eitt sé nefnt. „Helsta tillagan þarna sem nefnd er fyrst er að hluti af kostnaði við gerð frétta og fréttatengds efnis verði endurgreiddur,” segir Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar sem falið var það verkefni að kanna hvernig bæta mætti rekstrarumhverfi fjölmiðla. Líkt og fjallað hefur verið um í dag er meðal annars lagt til að Rúv verði tekið af auglýsingamarkaði en hlutdeild ríkisútvarps á auglýsingamarkaði hvergi jafn mikil og hér á landi. „Þá myndi hluti af þeim tekjum sem Rúv hefur núna af auglýsingum renna til einkarekinna fjölmiðla og síðan er það pólitísk spurning hvort að Rúv og með hvaða hætti, þeim verði bætt það tekjutap,” segir Björgvin. Engin töfralausn á rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er þó boðuð með tillögunum enda er erfið staða fjölmiðla ekkert einsdæmi hér á landi. „Það er erfitt að fá fólk til að greiða fyrir fréttir og eins eru stórfyrirtæki á borð við Google og Facebook að taka til sín stærri hluta af auglýsingamarkaði, þannig að tekjumódelin eru úreld af einhverju leiti og það þarf að finna hvaða leiðir fjölmiðlar geta farið til þess að styrkja tekjugrundvöllinn í rekstrinum,” segir Björgvin.Stefnumótun næsta skref Skýrsla nefndarinnar var til umræðu á Alþingi í dag en Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, hefur þegar boðað að virðisaukaskattur áskrifta verði lækkaður í 11%. „Það er alveg ljóst að það verður hægt að fara í þetta varðandi virðisaukaskattinn, annað þurfum við að meta betur og kostnaðarmeta, vegna þess að það sem nefndin gerði ekki og hún þarf aukna aðstoð við, það er að kostnaðarmeta tillögurnar þannig að ég tel að það sé ekki skynsamlegt að taka ákvörðun um tillögur fyrr en við vitum umfang kostnaðar þess fyrir ríkissjóð Íslands,“ segir Lilja. Næst á dagskrá sé að hefja stefnumótun og vinna áfram úr niðurstöðum skýrslunnar. „Nú munum við fara í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi vegna þess að það sem hefur verið að gerast á síðustu misserum er að samkeppni hefur verið að aukast alveg gríðarlega, sérstaklega erlendisfrá og staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, hún er mjög erfið,” bætir Lilja við. „Við munum skoða hvaða áhrif það mun hafa á markaðinn ef Ríkisútvarpið verður tekið út en ef við förum í slíkar aðgerðir þá mun það líka þýða að við þurfum að fara í mótvægisaðgerðir vegna þess að við viljum líka hafa útvarp í almenningseigu sem er öflugur miðill.”
Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið“ Þingmenn ræða stöðu fjölmiðla í kjölfar skýrslu. 25. janúar 2018 12:55 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira
„Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið“ Þingmenn ræða stöðu fjölmiðla í kjölfar skýrslu. 25. janúar 2018 12:55