Framtíðarborgin Reykjavík Eyþór Arnalds skrifar 26. janúar 2018 07:00 Hvernig viljum við hafa Reykjavík í framtíðinni? Ef ég fengi því ráðið væri Reykjavík spennandi borg með nægu rými fyrir fjölskyldur en jafnframt eftirsóttur ferðamannastaður. Borg sem væri fyrsti búsetukostur ungs fólks, borg sem stæðist samanburð við aðrar borgir í Evrópu hvað varðar menntun og atvinnutækifæri. Reykjavík besta sveitarfélagið til að búa í á Íslandi. Hvernig komumst við á þennan stað? Hvað getur Reykjavík gert?Hvað á Reykjavík að verða? Í fyrsta lagi þarf skólakerfið, allt frá leikskóla, að búa nemendur undir framtíð sem tekur örum breytingum. Skapandi hugsun fái að þroskast og nemendur séu færir um að taka að sér krefjandi verkefni einir eða í hóp. Í öðru lagi þarf að tryggja nægt framboð á húsnæði og lóðum svo ungt fólk geti eignast sitt eigið húsnæði í öllum hlutum borgarinnar, bæði í Austur- og Vesturborginni. Í þriðja lagi þarf að tryggja góðar samgöngur bæði fyrir fjölskyldubíla og strætisvagna. Það verður aðeins gert með því að hafa gatnakerfi sem stenst kröfur um öryggi og skilvirkni. Reykjavík á að vera í fararbroddi í að nýta tækni í samgöngum líkt og gerðist í fjarskiptum. Borgin á að auðvelda eldri borgurum að búa í eigin húsnæði með lægri álögum og virkja þá sem eldri eru til áframhaldandi þátttöku í samfélaginu. Ein stærsta áskorun framtíðarinnar er fólgin í hækkandi aldri þjóðarinnar en jafnframt er það eitt stærsta tækifæri okkar að virkja fólk á efri árum. Loks sé ég fyrir mér að stjórnkerfi borgarinnar verði skilvirkt með stuttum boðleiðum og lágum kostnaði. Þannig borg vil ég búa til og breyta áherslum til móts við nýja framtíð.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Hvernig viljum við hafa Reykjavík í framtíðinni? Ef ég fengi því ráðið væri Reykjavík spennandi borg með nægu rými fyrir fjölskyldur en jafnframt eftirsóttur ferðamannastaður. Borg sem væri fyrsti búsetukostur ungs fólks, borg sem stæðist samanburð við aðrar borgir í Evrópu hvað varðar menntun og atvinnutækifæri. Reykjavík besta sveitarfélagið til að búa í á Íslandi. Hvernig komumst við á þennan stað? Hvað getur Reykjavík gert?Hvað á Reykjavík að verða? Í fyrsta lagi þarf skólakerfið, allt frá leikskóla, að búa nemendur undir framtíð sem tekur örum breytingum. Skapandi hugsun fái að þroskast og nemendur séu færir um að taka að sér krefjandi verkefni einir eða í hóp. Í öðru lagi þarf að tryggja nægt framboð á húsnæði og lóðum svo ungt fólk geti eignast sitt eigið húsnæði í öllum hlutum borgarinnar, bæði í Austur- og Vesturborginni. Í þriðja lagi þarf að tryggja góðar samgöngur bæði fyrir fjölskyldubíla og strætisvagna. Það verður aðeins gert með því að hafa gatnakerfi sem stenst kröfur um öryggi og skilvirkni. Reykjavík á að vera í fararbroddi í að nýta tækni í samgöngum líkt og gerðist í fjarskiptum. Borgin á að auðvelda eldri borgurum að búa í eigin húsnæði með lægri álögum og virkja þá sem eldri eru til áframhaldandi þátttöku í samfélaginu. Ein stærsta áskorun framtíðarinnar er fólgin í hækkandi aldri þjóðarinnar en jafnframt er það eitt stærsta tækifæri okkar að virkja fólk á efri árum. Loks sé ég fyrir mér að stjórnkerfi borgarinnar verði skilvirkt með stuttum boðleiðum og lágum kostnaði. Þannig borg vil ég búa til og breyta áherslum til móts við nýja framtíð.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar