Það gleður sérstaklega Arjan Bhullar sem verður væntanlega fyrstur til þess að mæta með túrban í búrið á bardagakvöldi í apríl.
„Það er stefnan. Þetta verður mjög merkileg stund fyrir alla Indverja,“ segir hinn 31 árs gamli Bhullar sem er reyndar Kanadamaður en foreldrar hans eru indverskir. Hann er sömu trúar og foreldrar hans.
Ef Bhullar ákveður að berjast með túrbaninn þá mun UFC væntanlega setja Reebok-merkið á túrbaninn. Allt saman mjög áhugavert.
