Fótbolti

Argentínumenn fá að æfa hjá Barcelona rétt fyrir Íslandsleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi getur bara verið heima hjá sér rétt fyrir HM.
Lionel Messi getur bara verið heima hjá sér rétt fyrir HM. Vísir/AFP
Argentínska landsliðið í fótbolta mun mæta til Evrópu 1. júní næstkomandi en sextán dögum síðar mætir liðið íslenska landsliðinu í fyrsta leik liðanna á HM í Rússlandi.

Það er ljóst að Lionel Messi hefur notað samböndin sín í Barcelona til að redda landsliðinu sínu góðri æfingaðstöðu í aðdraganda mótsins.

Argentínumenn fá nefnilega að eyða átta dögum í Barcelona áður en þeir fljúga til Rússlands. Liðið mun æfa á Joan Gamper æfingasvæðinu eða því sama og Messi æfir alla daga með Barcelona-liðinu.

Síðasti undirbúningsleikur liðsins verður síðan 8. júní eða átta dögum áður en þeir ganga út á völl í Moskvu og mæta íslenska landsliðinu.

Lionel Messi og landsliðsþjálfarinn Jorge Sampaoli hafa báðir talað um það að argentínska landsliðið þurfti að stilla sína strengi í vináttulandsleikjunum fram að HM til að rífa liðið upp eftir mjög erfiða og ósannfærandi undankeppni.

Argentínska liðið mætir Ítalíu og Spáni í marsmánuði og spilar síðan heimaleik 30. maí áður en liðið flýgur til Evrópu.

Argentínumenn spila á Etihad-leikvanginum í Manchester 23. mars og svo 27. mars á móti Spáni á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid 27. mars. Wanda Metropolitano er nýr heimavöllur Atletico Madrid liðsins.


Tengdar fréttir

Rómantískt að fá Argentínu

Fyrsti leikur Íslands á HM verður á móti Lionel Messi og félögum í Moskvu 16. júní. Leiðir Íslendinga og Króata liggja saman enn á ný og þá mæta íslensku strákarnir fyrrverandi Afríkumeistaraliði Nígeríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×