Trump mærir efnahagsástand Bandaríkjanna og lýsir frati á fjölmiðla Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2018 19:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í dag. vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í dag að aldrei hafi verið hagkvæmara að ráða fólk, framkvæma og fjárfesta í Bandaríkjunum eins og nú. Þá réðst hann harkalega að fjölmiðlum sem hann sagði andstyggilega, illgjarna og grimma í fölskum fréttaflutningi sínum. Donald Trump kom til Davos í Sviss í gær þar sem hann ávarpaði árlegan fund World Economic Forum samtakanna í dag, en hann er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að mæta á þessa samkomu frá því Bill Clinton gerði það árið 2000. Árlega mæta um 2.500 leiðtogar viðskiptalífs, stjórnmálaleiðtogar, hagfræðingar og leiðtogar alþjóðlegra stofnana til þessa fundar og mikil eftirvænting var fyrir ávarpi Bandaríkjaforseta. Fréttamenn hópuðust að forsetanum og reyndu sumir að spyrja hann út frétt New York Times frá í gær að forsetinn hafi ætlað að reka sérstakan rannsakanda Robert Mueller úr embætti en hann rannsakar tengsl kosningateymis Trump, nánustu ráðgjafa hans og jafnvel hans sjálfs við Rússa. Blaðið segir hann hafa hætt við að reka Mueller þegar helstu lögfræðingar Hvíta hússins hótuðu að hætta störfum. „Hvað um Robert Mueller? Falsfréttir, falsfréttir. Týpísk falsfrétt frá New York Times,“ sagði Trump. Forsetinn áritaði hins vegar með ánægju forsíðu Blick helsta dagblaðs Sviss þar sem ánægju var lýst með komu hans til Davos. Í ávarpi sínu sagði forsetinn umheiminn nú verða vitni að mikilli hagsæld í Bandaríkjunum sem aldrei hefðu verið eins sterk og nú. „Ég er með skýr skilaboð. Það hefur aldrei verið betri tími en nú til að ráða starfsfólk, til að byggja og til að fjárfesta í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru opin fyrir viðskiptum og við erum samkeppnishæf á ný,“ sagði Trump. Hann varaði hins vegar þjóðir við því sem hann sagði óheiðarlegir viðskiptahættir gagnvart Bandaríkjunum. Forsetinn svaraði spurningum fundargesta að loknu ávarpi sínu og eins og venjulega vandaði hann fjölmiðlum ekki kveðjurnar, en hann segir allar fréttir af frjálslegri túlkun hans á sannleikanum og misgjörðum hans vera falskar fréttir. „Þegar ég var í viðskiptum þá fóru fjölmiðlar ætíð mjúkum höndum um mig. Þið vitið, tölurnar tala sínu máli og hlutir gerast en fjölmiðlar hafa alltaf verið mér mjög góðir. Það var ekki fyrr en ég varð stjórnmálamaður að ég komst að því hversu ógeðfelldir, illgjarnir, grimmir og falskir fjölmiðlar geta verið. Og nú suða myndavélarnar þarna baka til.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Púað á Trump í Davos Forsetinn hvatti fjárfesta til að eyða peningum í Bandaríkjunum og skaut inn gagnrýni á Demókrataflokkinn og fjölmiðla. 26. janúar 2018 16:35 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump reynir að selja alþjóðaviðskiptastefnu sína í Davos Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). 25. janúar 2018 10:53 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í dag að aldrei hafi verið hagkvæmara að ráða fólk, framkvæma og fjárfesta í Bandaríkjunum eins og nú. Þá réðst hann harkalega að fjölmiðlum sem hann sagði andstyggilega, illgjarna og grimma í fölskum fréttaflutningi sínum. Donald Trump kom til Davos í Sviss í gær þar sem hann ávarpaði árlegan fund World Economic Forum samtakanna í dag, en hann er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að mæta á þessa samkomu frá því Bill Clinton gerði það árið 2000. Árlega mæta um 2.500 leiðtogar viðskiptalífs, stjórnmálaleiðtogar, hagfræðingar og leiðtogar alþjóðlegra stofnana til þessa fundar og mikil eftirvænting var fyrir ávarpi Bandaríkjaforseta. Fréttamenn hópuðust að forsetanum og reyndu sumir að spyrja hann út frétt New York Times frá í gær að forsetinn hafi ætlað að reka sérstakan rannsakanda Robert Mueller úr embætti en hann rannsakar tengsl kosningateymis Trump, nánustu ráðgjafa hans og jafnvel hans sjálfs við Rússa. Blaðið segir hann hafa hætt við að reka Mueller þegar helstu lögfræðingar Hvíta hússins hótuðu að hætta störfum. „Hvað um Robert Mueller? Falsfréttir, falsfréttir. Týpísk falsfrétt frá New York Times,“ sagði Trump. Forsetinn áritaði hins vegar með ánægju forsíðu Blick helsta dagblaðs Sviss þar sem ánægju var lýst með komu hans til Davos. Í ávarpi sínu sagði forsetinn umheiminn nú verða vitni að mikilli hagsæld í Bandaríkjunum sem aldrei hefðu verið eins sterk og nú. „Ég er með skýr skilaboð. Það hefur aldrei verið betri tími en nú til að ráða starfsfólk, til að byggja og til að fjárfesta í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru opin fyrir viðskiptum og við erum samkeppnishæf á ný,“ sagði Trump. Hann varaði hins vegar þjóðir við því sem hann sagði óheiðarlegir viðskiptahættir gagnvart Bandaríkjunum. Forsetinn svaraði spurningum fundargesta að loknu ávarpi sínu og eins og venjulega vandaði hann fjölmiðlum ekki kveðjurnar, en hann segir allar fréttir af frjálslegri túlkun hans á sannleikanum og misgjörðum hans vera falskar fréttir. „Þegar ég var í viðskiptum þá fóru fjölmiðlar ætíð mjúkum höndum um mig. Þið vitið, tölurnar tala sínu máli og hlutir gerast en fjölmiðlar hafa alltaf verið mér mjög góðir. Það var ekki fyrr en ég varð stjórnmálamaður að ég komst að því hversu ógeðfelldir, illgjarnir, grimmir og falskir fjölmiðlar geta verið. Og nú suða myndavélarnar þarna baka til.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Púað á Trump í Davos Forsetinn hvatti fjárfesta til að eyða peningum í Bandaríkjunum og skaut inn gagnrýni á Demókrataflokkinn og fjölmiðla. 26. janúar 2018 16:35 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump reynir að selja alþjóðaviðskiptastefnu sína í Davos Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). 25. janúar 2018 10:53 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Púað á Trump í Davos Forsetinn hvatti fjárfesta til að eyða peningum í Bandaríkjunum og skaut inn gagnrýni á Demókrataflokkinn og fjölmiðla. 26. janúar 2018 16:35
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump reynir að selja alþjóðaviðskiptastefnu sína í Davos Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). 25. janúar 2018 10:53