Meirihluti Íslendinga hlynntur Borgarlínunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2018 19:18 Afstaða til Borgarlínunnar er breytileg eftir aldri en yngra fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra. borgarlinan.is Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. Niðurstöður könnunarinnar sýna að á bilinu 52 til 53 prósent eru hlynnt Borgarlínunni en tæplega 25 prósent andvíg. Þá eru tæplega 23 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg Borgarlínunni.Að því er fram kemur í frétt á vef Maskínu um könnunina eru karlar andvígari Borgarlínunni en konur. Þannig eru tæplega 34 prósent karla andvíg en aðeins rúmlega 15 prósent kvenna. Þó eru bæði kynin frekari hlynntari en andvíg Borgarlínunni. „Þá er afstaða til Borgarlínunnar einnig breytileg eftir aldri en yngra fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra. Höfuðborgarbúar eru almennt hlynntari Borgarlínunni en aðrir Íslendingar þegar þjóðinni er skipt í tvo hópa. Sjá má að um 60% Reykvíkinga eru hlynnt Borgarlínunni en hartnær fjórðungur andvígur. Þá eru þeir sem eru með háskólapróf hlynntari Borgarlínunni en þeir sem hafa hafa sótt skóla skemur. Að lokum er afstaða til Borgarlínunnar mjög breytileg eftir stjórnmálaskoðun en aðeins um 25-39% kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins eru hlynnt henni á meðan um 67-85% kjósenda Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar eru hlynnt henni. Svarendur voru 1974 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (panell) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 18.- 25. janúar 2018,“ segir á vef Maskínu. Borgarlína Tengdar fréttir Vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. 20. janúar 2018 20:44 Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15 Hilmar Þór Björnsson um Borgarlínuna: „Það vantar eitthvað á hinn endann“ HIlmar Þór Björnsson arkitekt segir að skipuleggja þurfi borgarlínuna betur áður en farið er út í það að gefa heimildir og byggja í nágrenni við hana. 21. janúar 2018 14:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. Niðurstöður könnunarinnar sýna að á bilinu 52 til 53 prósent eru hlynnt Borgarlínunni en tæplega 25 prósent andvíg. Þá eru tæplega 23 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg Borgarlínunni.Að því er fram kemur í frétt á vef Maskínu um könnunina eru karlar andvígari Borgarlínunni en konur. Þannig eru tæplega 34 prósent karla andvíg en aðeins rúmlega 15 prósent kvenna. Þó eru bæði kynin frekari hlynntari en andvíg Borgarlínunni. „Þá er afstaða til Borgarlínunnar einnig breytileg eftir aldri en yngra fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra. Höfuðborgarbúar eru almennt hlynntari Borgarlínunni en aðrir Íslendingar þegar þjóðinni er skipt í tvo hópa. Sjá má að um 60% Reykvíkinga eru hlynnt Borgarlínunni en hartnær fjórðungur andvígur. Þá eru þeir sem eru með háskólapróf hlynntari Borgarlínunni en þeir sem hafa hafa sótt skóla skemur. Að lokum er afstaða til Borgarlínunnar mjög breytileg eftir stjórnmálaskoðun en aðeins um 25-39% kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins eru hlynnt henni á meðan um 67-85% kjósenda Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar eru hlynnt henni. Svarendur voru 1974 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (panell) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 18.- 25. janúar 2018,“ segir á vef Maskínu.
Borgarlína Tengdar fréttir Vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. 20. janúar 2018 20:44 Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15 Hilmar Þór Björnsson um Borgarlínuna: „Það vantar eitthvað á hinn endann“ HIlmar Þór Björnsson arkitekt segir að skipuleggja þurfi borgarlínuna betur áður en farið er út í það að gefa heimildir og byggja í nágrenni við hana. 21. janúar 2018 14:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. 20. janúar 2018 20:44
Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15
Hilmar Þór Björnsson um Borgarlínuna: „Það vantar eitthvað á hinn endann“ HIlmar Þór Björnsson arkitekt segir að skipuleggja þurfi borgarlínuna betur áður en farið er út í það að gefa heimildir og byggja í nágrenni við hana. 21. janúar 2018 14:30