Konur taka yfir lista- og menningarlífið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. janúar 2018 07:00 Kristín vil stefnumótun um valdeflingu kvenna í listum. vísir/stefán „Ég held að þetta sé að breytast jafnt og þétt,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, en hún hefur verið áberandi í umræðunni um valdeflingu kvenna og lagt áherslu á að bæta þurfi stöðu kvenna innan listageirans og gefa þeim meiri völd. Samantekt Fréttablaðsins sýnir hins vegar að konur virðast stjórna langflestum lista- og menningarstofnunum landsins. Þannig situr kona í ráðherrastól menningarmála, kona stýrir Bandalagi íslenskra listamanna, kona stýrir Íslensku óperunni, kona stýrir Borgarleikhúsinu, kona stýrir Íslenska dansflokknum, kona stýrir Kvikmyndamiðstöð Íslands, Kona stýrir Hörpu, kona stýrir Listahátíð, konur stýra flestum menningarstofnunum Reykjavíkurborgar, konur stýra flestum söfnum. Í mörgum þessara stofnana eru konur í yfirgnæfandi meirihluta stjórnunarstarfa.Aðspurð segir Kristín að það sé ekki nóg að hafa konu í leiðandi stöðu sem stjórnanda heldur þurfi meðvitaða stefnu um þessi mál og setja markmið sem unnið er út frá. „Það er ekki sjálfgefið að það sé hugsað meira um þessi mál ef það er kona að stýra, það er auðvitað mjög einstaklingsbundið,“ segir Kristín og segist sjálf finna til ábyrgðar eftir að hafa unnið í faginu í tíu ár sem leikstjóri. „En við í Borgarleikhúsinu höfum sett okkur jafnréttisstefnu og fjölskyldustefnu sem við vinnum mjög markvisst út frá og ég held að það sé rétta leiðin,“ segir Kristín og tekur dæmi út frá sjálfri sér og þeirri stofnun sem hún stýrir: „Það þarf að skoða þetta út frá allri listrænni stefnu hússins; hvaða leikrit er verið að setja upp, hvaða sögu er verið að segja, hvernig eru birtingarmyndir kvenna á sviðinu,“ segir Kristín. Hún segir að leikkonur þurfi að fá að takast á við djúpar og þrívíðar persónur og því skipti máli að jafna kynjahlutföll leikstjóra og leikskálda. „Reynsluheimur kvenna er oft allt annar og um það snýst þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Dans Leikhús Menning Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Ég held að þetta sé að breytast jafnt og þétt,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, en hún hefur verið áberandi í umræðunni um valdeflingu kvenna og lagt áherslu á að bæta þurfi stöðu kvenna innan listageirans og gefa þeim meiri völd. Samantekt Fréttablaðsins sýnir hins vegar að konur virðast stjórna langflestum lista- og menningarstofnunum landsins. Þannig situr kona í ráðherrastól menningarmála, kona stýrir Bandalagi íslenskra listamanna, kona stýrir Íslensku óperunni, kona stýrir Borgarleikhúsinu, kona stýrir Íslenska dansflokknum, kona stýrir Kvikmyndamiðstöð Íslands, Kona stýrir Hörpu, kona stýrir Listahátíð, konur stýra flestum menningarstofnunum Reykjavíkurborgar, konur stýra flestum söfnum. Í mörgum þessara stofnana eru konur í yfirgnæfandi meirihluta stjórnunarstarfa.Aðspurð segir Kristín að það sé ekki nóg að hafa konu í leiðandi stöðu sem stjórnanda heldur þurfi meðvitaða stefnu um þessi mál og setja markmið sem unnið er út frá. „Það er ekki sjálfgefið að það sé hugsað meira um þessi mál ef það er kona að stýra, það er auðvitað mjög einstaklingsbundið,“ segir Kristín og segist sjálf finna til ábyrgðar eftir að hafa unnið í faginu í tíu ár sem leikstjóri. „En við í Borgarleikhúsinu höfum sett okkur jafnréttisstefnu og fjölskyldustefnu sem við vinnum mjög markvisst út frá og ég held að það sé rétta leiðin,“ segir Kristín og tekur dæmi út frá sjálfri sér og þeirri stofnun sem hún stýrir: „Það þarf að skoða þetta út frá allri listrænni stefnu hússins; hvaða leikrit er verið að setja upp, hvaða sögu er verið að segja, hvernig eru birtingarmyndir kvenna á sviðinu,“ segir Kristín. Hún segir að leikkonur þurfi að fá að takast á við djúpar og þrívíðar persónur og því skipti máli að jafna kynjahlutföll leikstjóra og leikskálda. „Reynsluheimur kvenna er oft allt annar og um það snýst þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Dans Leikhús Menning Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira