Nær Brunson að hefna fyrir tapið gegn krókódílnum? Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. janúar 2018 08:00 Derek Brunson er hann barðist við Anderson Silva. Vísir/Getty Í nótt fer fram ansi áhugaverður bardagi í millivigt UFC. Þar mætast þeir Derek Brunson og Ronaldo ‘Jacare’ Souza þar sem Brunson fær kjörið tækifæri til að hefna fyrir tapið er þeir mættust fyrst. Það var í ágúst 2012 sem þeir Brunson og Jacare Souza mættust fyrst. Þá sigraði Jacare (sem beinþýðist sem krókódíll og hefur alltaf verið viðurnefni þess brasilíska) eftir rothögg í 1. lotu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Á þeim tíma er þeir mættust fyrst var Brunson fremur einhæfur bardagamaður sem treysti helst á fellurnar. Í dag er hann talsvert fjölbreyttari bardagamaður og hafa síðustu sex sigrar hans endað með rothöggi í 1. lotu. Honum hefur samt ekki enn tekist að vinna þessa allra bestu eins og Yoel Romero, Robert Whittaker og Jacare. Brunson fær þó kjörið tækifæri til þess í nótt enda er Jacare að dala og spurning hversu góður hann er enn í dag. Síðast sáum við Jacare vera rotaðan af Robert Whittaker en eftir það glímdi hann við erfiðustu meiðsli ferilsins að eigin sögn. Endurkoman var erfið enda segir Jacare að hann hafi verið feitur, hægur og einfaldlega grútlélegur þegar hann snéri aftur á dýnurnar eftir meiðslin. Jacare er nú orðinn 38 ára gamall og kominn af léttasta skeiði. Það má þó aldrei afskrifa Jacare enda fer þar á ferð einn allra besti glímumaður heims. Eftir að hafa orðið margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu snéri hann sér að MMA. Þar hefur honum vegnað ansi vel og er með 17 sigra eftir uppgjafartök. Þó aldurinn sé farinn að segja til sín mun hann alltaf njóta yfirburða fari bardaginn í gólfið. Stóra spurningin er bara hvort honum takist að fara með bardagann í gólfið. Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins þegar UFC heimsækir Charlotte í Norður-Karólínu í nótt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 1. MMA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Sjá meira
Í nótt fer fram ansi áhugaverður bardagi í millivigt UFC. Þar mætast þeir Derek Brunson og Ronaldo ‘Jacare’ Souza þar sem Brunson fær kjörið tækifæri til að hefna fyrir tapið er þeir mættust fyrst. Það var í ágúst 2012 sem þeir Brunson og Jacare Souza mættust fyrst. Þá sigraði Jacare (sem beinþýðist sem krókódíll og hefur alltaf verið viðurnefni þess brasilíska) eftir rothögg í 1. lotu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Á þeim tíma er þeir mættust fyrst var Brunson fremur einhæfur bardagamaður sem treysti helst á fellurnar. Í dag er hann talsvert fjölbreyttari bardagamaður og hafa síðustu sex sigrar hans endað með rothöggi í 1. lotu. Honum hefur samt ekki enn tekist að vinna þessa allra bestu eins og Yoel Romero, Robert Whittaker og Jacare. Brunson fær þó kjörið tækifæri til þess í nótt enda er Jacare að dala og spurning hversu góður hann er enn í dag. Síðast sáum við Jacare vera rotaðan af Robert Whittaker en eftir það glímdi hann við erfiðustu meiðsli ferilsins að eigin sögn. Endurkoman var erfið enda segir Jacare að hann hafi verið feitur, hægur og einfaldlega grútlélegur þegar hann snéri aftur á dýnurnar eftir meiðslin. Jacare er nú orðinn 38 ára gamall og kominn af léttasta skeiði. Það má þó aldrei afskrifa Jacare enda fer þar á ferð einn allra besti glímumaður heims. Eftir að hafa orðið margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu snéri hann sér að MMA. Þar hefur honum vegnað ansi vel og er með 17 sigra eftir uppgjafartök. Þó aldurinn sé farinn að segja til sín mun hann alltaf njóta yfirburða fari bardaginn í gólfið. Stóra spurningin er bara hvort honum takist að fara með bardagann í gólfið. Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins þegar UFC heimsækir Charlotte í Norður-Karólínu í nótt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 1.
MMA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Sjá meira