Nær Brunson að hefna fyrir tapið gegn krókódílnum? Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. janúar 2018 08:00 Derek Brunson er hann barðist við Anderson Silva. Vísir/Getty Í nótt fer fram ansi áhugaverður bardagi í millivigt UFC. Þar mætast þeir Derek Brunson og Ronaldo ‘Jacare’ Souza þar sem Brunson fær kjörið tækifæri til að hefna fyrir tapið er þeir mættust fyrst. Það var í ágúst 2012 sem þeir Brunson og Jacare Souza mættust fyrst. Þá sigraði Jacare (sem beinþýðist sem krókódíll og hefur alltaf verið viðurnefni þess brasilíska) eftir rothögg í 1. lotu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Á þeim tíma er þeir mættust fyrst var Brunson fremur einhæfur bardagamaður sem treysti helst á fellurnar. Í dag er hann talsvert fjölbreyttari bardagamaður og hafa síðustu sex sigrar hans endað með rothöggi í 1. lotu. Honum hefur samt ekki enn tekist að vinna þessa allra bestu eins og Yoel Romero, Robert Whittaker og Jacare. Brunson fær þó kjörið tækifæri til þess í nótt enda er Jacare að dala og spurning hversu góður hann er enn í dag. Síðast sáum við Jacare vera rotaðan af Robert Whittaker en eftir það glímdi hann við erfiðustu meiðsli ferilsins að eigin sögn. Endurkoman var erfið enda segir Jacare að hann hafi verið feitur, hægur og einfaldlega grútlélegur þegar hann snéri aftur á dýnurnar eftir meiðslin. Jacare er nú orðinn 38 ára gamall og kominn af léttasta skeiði. Það má þó aldrei afskrifa Jacare enda fer þar á ferð einn allra besti glímumaður heims. Eftir að hafa orðið margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu snéri hann sér að MMA. Þar hefur honum vegnað ansi vel og er með 17 sigra eftir uppgjafartök. Þó aldurinn sé farinn að segja til sín mun hann alltaf njóta yfirburða fari bardaginn í gólfið. Stóra spurningin er bara hvort honum takist að fara með bardagann í gólfið. Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins þegar UFC heimsækir Charlotte í Norður-Karólínu í nótt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 1. MMA Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira
Í nótt fer fram ansi áhugaverður bardagi í millivigt UFC. Þar mætast þeir Derek Brunson og Ronaldo ‘Jacare’ Souza þar sem Brunson fær kjörið tækifæri til að hefna fyrir tapið er þeir mættust fyrst. Það var í ágúst 2012 sem þeir Brunson og Jacare Souza mættust fyrst. Þá sigraði Jacare (sem beinþýðist sem krókódíll og hefur alltaf verið viðurnefni þess brasilíska) eftir rothögg í 1. lotu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Á þeim tíma er þeir mættust fyrst var Brunson fremur einhæfur bardagamaður sem treysti helst á fellurnar. Í dag er hann talsvert fjölbreyttari bardagamaður og hafa síðustu sex sigrar hans endað með rothöggi í 1. lotu. Honum hefur samt ekki enn tekist að vinna þessa allra bestu eins og Yoel Romero, Robert Whittaker og Jacare. Brunson fær þó kjörið tækifæri til þess í nótt enda er Jacare að dala og spurning hversu góður hann er enn í dag. Síðast sáum við Jacare vera rotaðan af Robert Whittaker en eftir það glímdi hann við erfiðustu meiðsli ferilsins að eigin sögn. Endurkoman var erfið enda segir Jacare að hann hafi verið feitur, hægur og einfaldlega grútlélegur þegar hann snéri aftur á dýnurnar eftir meiðslin. Jacare er nú orðinn 38 ára gamall og kominn af léttasta skeiði. Það má þó aldrei afskrifa Jacare enda fer þar á ferð einn allra besti glímumaður heims. Eftir að hafa orðið margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu snéri hann sér að MMA. Þar hefur honum vegnað ansi vel og er með 17 sigra eftir uppgjafartök. Þó aldurinn sé farinn að segja til sín mun hann alltaf njóta yfirburða fari bardaginn í gólfið. Stóra spurningin er bara hvort honum takist að fara með bardagann í gólfið. Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins þegar UFC heimsækir Charlotte í Norður-Karólínu í nótt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 1.
MMA Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira