Nemendur Harvard hlógu að örlögum Gunnars á Hlíðarenda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2018 23:59 Forseta Íslands var vel tekið í Harvard-háskóla í kvöld. Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, var vel tekið í Harvard-háskóla í kvöld þar sem hann hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni „Lessons from Iceland: A Nation Striving to Punch Above Its Weight in a Globalized World“. Fór forsetinn víða í fyrirlestrinum og ræddi meðal annars um afrek íslensku landsliðanna í knattspyrnu, þorskastríðin og jafnréttismál. Fyrirlesturinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube-síðu stjórnmálafræðistofnunar Harvard Kennedy-skólans en lokað hefur verið fyrir myndbandið þar sem í byrjun fyrirlestrarins var sýnt klippa af íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu að taka víkingaklappið á EM í Frakklandi 2016. Það myndefni er frá UEFA og er höfundarréttarvarið að því er fram kemur í skilaboðum sem birtast á skjánum vilji maður horfa á fyrirlesturinn nú. Upptakan hefur síðan verið gerð aðgengileg á Facebook-síðu Harvard-háskóla.Guðni í pontu í Harvard í kvöld.Á meðal þess sem Guðni ræddi í tengslum við jafnréttismálin voru sterkar kvenpersónur í Íslendingasögunum og talaði hann þar sérstaklega um Hallgerði langbrók. Rifjaði hann upp söguna af kinnhestinum fræga sem Gunnar á Hlíðarenda laust henni og sagði Hallgerður þá að einn daginn myndi hann sjá eftir því að hafa slegið hana. Það augnablik kom þegar Gunnar var í bardaga og strengurinn slitnaði í boganum. Bað hann þá Hallgerði um lokk úr hári hennar til að laga strenginn en hún neitar vegna kinnhestsins. „Og síðan var hann drepinn,“ sagði Guðni við nemendur Harvard-háskóla sem hlógu að örlögum Gunnars á Hlíðarenda. Auk þess að ræða knattspyrnu, þorskastríðin og jafnréttismál minntist forsetinn á bankahrunið 2008, ræddi málefni hafsins og norðurslóða en fyrr í dag hafði hann haldið hádegisfyrirlestur á vegum Norðurskautsverkefnisins (e. Arctic Initative) Harvard Kennedy-skólans auk þess sem hann fundaði með fulltrúum verkefnisins. Klappað var vel og lengi fyrir Guðna við lok fyrirlesturs hans í kvöld en að honum loknum tók forsetinn spurningar úr sal.Upptaka af erindi Guðna forseta er nú aðgengilegt á Facebook-síðu stjórnmálastofnunar Kennedy-skóla Harvard. Forseti Íslands Tengdar fréttir UEFA lokar á fyrirlestur forseta Íslands við Harvard Fyrirlestur Guðna var sýndur í beinni útsendingu Youtube-síðu stjórnmálastofnunar Harvard Kennedy-skólans og var klippan af landsliðinu sýnd í útsendingunni. 26. janúar 2018 23:25 Guðni Th. heldur fyrirlestur í Harvard Forsetahjónin heimsækja Harvard háskólann í Cambridge í dag. 26. janúar 2018 10:13 Bein útsending: Forseti Íslands flytur fyrirlestur í Harvard Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, eru nú stödd í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. 26. janúar 2018 20:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, var vel tekið í Harvard-háskóla í kvöld þar sem hann hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni „Lessons from Iceland: A Nation Striving to Punch Above Its Weight in a Globalized World“. Fór forsetinn víða í fyrirlestrinum og ræddi meðal annars um afrek íslensku landsliðanna í knattspyrnu, þorskastríðin og jafnréttismál. Fyrirlesturinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube-síðu stjórnmálafræðistofnunar Harvard Kennedy-skólans en lokað hefur verið fyrir myndbandið þar sem í byrjun fyrirlestrarins var sýnt klippa af íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu að taka víkingaklappið á EM í Frakklandi 2016. Það myndefni er frá UEFA og er höfundarréttarvarið að því er fram kemur í skilaboðum sem birtast á skjánum vilji maður horfa á fyrirlesturinn nú. Upptakan hefur síðan verið gerð aðgengileg á Facebook-síðu Harvard-háskóla.Guðni í pontu í Harvard í kvöld.Á meðal þess sem Guðni ræddi í tengslum við jafnréttismálin voru sterkar kvenpersónur í Íslendingasögunum og talaði hann þar sérstaklega um Hallgerði langbrók. Rifjaði hann upp söguna af kinnhestinum fræga sem Gunnar á Hlíðarenda laust henni og sagði Hallgerður þá að einn daginn myndi hann sjá eftir því að hafa slegið hana. Það augnablik kom þegar Gunnar var í bardaga og strengurinn slitnaði í boganum. Bað hann þá Hallgerði um lokk úr hári hennar til að laga strenginn en hún neitar vegna kinnhestsins. „Og síðan var hann drepinn,“ sagði Guðni við nemendur Harvard-háskóla sem hlógu að örlögum Gunnars á Hlíðarenda. Auk þess að ræða knattspyrnu, þorskastríðin og jafnréttismál minntist forsetinn á bankahrunið 2008, ræddi málefni hafsins og norðurslóða en fyrr í dag hafði hann haldið hádegisfyrirlestur á vegum Norðurskautsverkefnisins (e. Arctic Initative) Harvard Kennedy-skólans auk þess sem hann fundaði með fulltrúum verkefnisins. Klappað var vel og lengi fyrir Guðna við lok fyrirlesturs hans í kvöld en að honum loknum tók forsetinn spurningar úr sal.Upptaka af erindi Guðna forseta er nú aðgengilegt á Facebook-síðu stjórnmálastofnunar Kennedy-skóla Harvard.
Forseti Íslands Tengdar fréttir UEFA lokar á fyrirlestur forseta Íslands við Harvard Fyrirlestur Guðna var sýndur í beinni útsendingu Youtube-síðu stjórnmálastofnunar Harvard Kennedy-skólans og var klippan af landsliðinu sýnd í útsendingunni. 26. janúar 2018 23:25 Guðni Th. heldur fyrirlestur í Harvard Forsetahjónin heimsækja Harvard háskólann í Cambridge í dag. 26. janúar 2018 10:13 Bein útsending: Forseti Íslands flytur fyrirlestur í Harvard Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, eru nú stödd í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. 26. janúar 2018 20:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
UEFA lokar á fyrirlestur forseta Íslands við Harvard Fyrirlestur Guðna var sýndur í beinni útsendingu Youtube-síðu stjórnmálastofnunar Harvard Kennedy-skólans og var klippan af landsliðinu sýnd í útsendingunni. 26. janúar 2018 23:25
Guðni Th. heldur fyrirlestur í Harvard Forsetahjónin heimsækja Harvard háskólann í Cambridge í dag. 26. janúar 2018 10:13
Bein útsending: Forseti Íslands flytur fyrirlestur í Harvard Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, eru nú stödd í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. 26. janúar 2018 20:30