Nemendur Harvard hlógu að örlögum Gunnars á Hlíðarenda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2018 23:59 Forseta Íslands var vel tekið í Harvard-háskóla í kvöld. Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, var vel tekið í Harvard-háskóla í kvöld þar sem hann hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni „Lessons from Iceland: A Nation Striving to Punch Above Its Weight in a Globalized World“. Fór forsetinn víða í fyrirlestrinum og ræddi meðal annars um afrek íslensku landsliðanna í knattspyrnu, þorskastríðin og jafnréttismál. Fyrirlesturinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube-síðu stjórnmálafræðistofnunar Harvard Kennedy-skólans en lokað hefur verið fyrir myndbandið þar sem í byrjun fyrirlestrarins var sýnt klippa af íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu að taka víkingaklappið á EM í Frakklandi 2016. Það myndefni er frá UEFA og er höfundarréttarvarið að því er fram kemur í skilaboðum sem birtast á skjánum vilji maður horfa á fyrirlesturinn nú. Upptakan hefur síðan verið gerð aðgengileg á Facebook-síðu Harvard-háskóla.Guðni í pontu í Harvard í kvöld.Á meðal þess sem Guðni ræddi í tengslum við jafnréttismálin voru sterkar kvenpersónur í Íslendingasögunum og talaði hann þar sérstaklega um Hallgerði langbrók. Rifjaði hann upp söguna af kinnhestinum fræga sem Gunnar á Hlíðarenda laust henni og sagði Hallgerður þá að einn daginn myndi hann sjá eftir því að hafa slegið hana. Það augnablik kom þegar Gunnar var í bardaga og strengurinn slitnaði í boganum. Bað hann þá Hallgerði um lokk úr hári hennar til að laga strenginn en hún neitar vegna kinnhestsins. „Og síðan var hann drepinn,“ sagði Guðni við nemendur Harvard-háskóla sem hlógu að örlögum Gunnars á Hlíðarenda. Auk þess að ræða knattspyrnu, þorskastríðin og jafnréttismál minntist forsetinn á bankahrunið 2008, ræddi málefni hafsins og norðurslóða en fyrr í dag hafði hann haldið hádegisfyrirlestur á vegum Norðurskautsverkefnisins (e. Arctic Initative) Harvard Kennedy-skólans auk þess sem hann fundaði með fulltrúum verkefnisins. Klappað var vel og lengi fyrir Guðna við lok fyrirlesturs hans í kvöld en að honum loknum tók forsetinn spurningar úr sal.Upptaka af erindi Guðna forseta er nú aðgengilegt á Facebook-síðu stjórnmálastofnunar Kennedy-skóla Harvard. Forseti Íslands Tengdar fréttir UEFA lokar á fyrirlestur forseta Íslands við Harvard Fyrirlestur Guðna var sýndur í beinni útsendingu Youtube-síðu stjórnmálastofnunar Harvard Kennedy-skólans og var klippan af landsliðinu sýnd í útsendingunni. 26. janúar 2018 23:25 Guðni Th. heldur fyrirlestur í Harvard Forsetahjónin heimsækja Harvard háskólann í Cambridge í dag. 26. janúar 2018 10:13 Bein útsending: Forseti Íslands flytur fyrirlestur í Harvard Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, eru nú stödd í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. 26. janúar 2018 20:30 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, var vel tekið í Harvard-háskóla í kvöld þar sem hann hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni „Lessons from Iceland: A Nation Striving to Punch Above Its Weight in a Globalized World“. Fór forsetinn víða í fyrirlestrinum og ræddi meðal annars um afrek íslensku landsliðanna í knattspyrnu, þorskastríðin og jafnréttismál. Fyrirlesturinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube-síðu stjórnmálafræðistofnunar Harvard Kennedy-skólans en lokað hefur verið fyrir myndbandið þar sem í byrjun fyrirlestrarins var sýnt klippa af íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu að taka víkingaklappið á EM í Frakklandi 2016. Það myndefni er frá UEFA og er höfundarréttarvarið að því er fram kemur í skilaboðum sem birtast á skjánum vilji maður horfa á fyrirlesturinn nú. Upptakan hefur síðan verið gerð aðgengileg á Facebook-síðu Harvard-háskóla.Guðni í pontu í Harvard í kvöld.Á meðal þess sem Guðni ræddi í tengslum við jafnréttismálin voru sterkar kvenpersónur í Íslendingasögunum og talaði hann þar sérstaklega um Hallgerði langbrók. Rifjaði hann upp söguna af kinnhestinum fræga sem Gunnar á Hlíðarenda laust henni og sagði Hallgerður þá að einn daginn myndi hann sjá eftir því að hafa slegið hana. Það augnablik kom þegar Gunnar var í bardaga og strengurinn slitnaði í boganum. Bað hann þá Hallgerði um lokk úr hári hennar til að laga strenginn en hún neitar vegna kinnhestsins. „Og síðan var hann drepinn,“ sagði Guðni við nemendur Harvard-háskóla sem hlógu að örlögum Gunnars á Hlíðarenda. Auk þess að ræða knattspyrnu, þorskastríðin og jafnréttismál minntist forsetinn á bankahrunið 2008, ræddi málefni hafsins og norðurslóða en fyrr í dag hafði hann haldið hádegisfyrirlestur á vegum Norðurskautsverkefnisins (e. Arctic Initative) Harvard Kennedy-skólans auk þess sem hann fundaði með fulltrúum verkefnisins. Klappað var vel og lengi fyrir Guðna við lok fyrirlesturs hans í kvöld en að honum loknum tók forsetinn spurningar úr sal.Upptaka af erindi Guðna forseta er nú aðgengilegt á Facebook-síðu stjórnmálastofnunar Kennedy-skóla Harvard.
Forseti Íslands Tengdar fréttir UEFA lokar á fyrirlestur forseta Íslands við Harvard Fyrirlestur Guðna var sýndur í beinni útsendingu Youtube-síðu stjórnmálastofnunar Harvard Kennedy-skólans og var klippan af landsliðinu sýnd í útsendingunni. 26. janúar 2018 23:25 Guðni Th. heldur fyrirlestur í Harvard Forsetahjónin heimsækja Harvard háskólann í Cambridge í dag. 26. janúar 2018 10:13 Bein útsending: Forseti Íslands flytur fyrirlestur í Harvard Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, eru nú stödd í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. 26. janúar 2018 20:30 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
UEFA lokar á fyrirlestur forseta Íslands við Harvard Fyrirlestur Guðna var sýndur í beinni útsendingu Youtube-síðu stjórnmálastofnunar Harvard Kennedy-skólans og var klippan af landsliðinu sýnd í útsendingunni. 26. janúar 2018 23:25
Guðni Th. heldur fyrirlestur í Harvard Forsetahjónin heimsækja Harvard háskólann í Cambridge í dag. 26. janúar 2018 10:13
Bein útsending: Forseti Íslands flytur fyrirlestur í Harvard Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, eru nú stödd í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. 26. janúar 2018 20:30