Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 27. janúar 2018 09:27 Akureyrarflugvöllur. Mynd/Kristján Kristjánsson Samtök ferðaþjónustunnar hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að treysta innviði flugvalla á landsbyggðinni. Slíkt er, að mati samtakanna, forsenda fyrir því að uppbygging ferðaþjónustu geti haldið áfram í öllum landshlutum.Akureyrarflugvöllur ræður ekki við millilandaflugSAF segir meðal annars í ályktun sinni að nauðsynlegt sé að bæta Akureyrarflugvöll ef millilandaflug á að vera raunhæfur kostur. Fyrr í mánuðinum hóf bresk ferðaskrifstofa flug milli nokkurra borga í Englandi til Akureyrar. Að mati SAF er millilandaflugið lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi en merkja má 15 til 20 prósenta veltuaukningu í ferðaþjónustu í landshlutanum frá því á sama tíma á síðasta ári. Hins vegar hefur millilandaflugið ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Nú er svo komið að í tvígang hafa flugvélar þurft að snúa frá Akureyrarflugvelli þar sem völlurinn er ekki þeim tækjum búinn sem millilandaflug krefst. Það er ólíðandi að millilandaflugi til og frá Akureyri, sem unnið hefur verið markvisst að á vettvangi ferðaþjónustunnar og stjórnvalda sé stefnt í voða með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingunni og að auki minnir SAF á mikilvægi Akureyrarflugvallar sem varaflugvallar fyrir millilandaflug. Frá Ísafjarðarflugvelli. Fréttablaðið/GVAEkki nóg að sinna bara KeflavíkurflugvelliÍ yfirlýsingunni benda Samtök ferðaþjónustunnar á að til þess að tryggja öryggi ferðafólks sé nauðsynlegt að huga að innviðum. „Öruggar samgöngur, hvort heldur sem er á landi eða lofti, skipta miklu máli þegar kemur að því að dreifa ferðamönnum betur um landið okkar. Á það sérstaklega við yfir vetrarmánuðina þegar ferðaþjónusta á landsbyggðinni á undir högg að sækja.“ SAF telja að til þess að sinna lágmarksviðhaldi á þeim þrettán flugvöllum, fyrir utan Keflavíkurflugvöll, sem notaðir eru fyrir innanlandsflug, vanti um 400 milljónir króna samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum. „Við óbreytt ástand verður ekki unað, enda óásættanlegt fyrir ferðamenn, innlenda jafnt sem erlenda, að flugsamgöngum sé ógnað með þessum hætti og kerfinu leyft að grotna niður.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15 Fækka þarf innanlandsflugvöllum komi ekki til meira fjármagn Hið opinbera þarf að afara marka sér stefnu í innanlandsflugi segir framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia 16. janúar 2018 18:45 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að treysta innviði flugvalla á landsbyggðinni. Slíkt er, að mati samtakanna, forsenda fyrir því að uppbygging ferðaþjónustu geti haldið áfram í öllum landshlutum.Akureyrarflugvöllur ræður ekki við millilandaflugSAF segir meðal annars í ályktun sinni að nauðsynlegt sé að bæta Akureyrarflugvöll ef millilandaflug á að vera raunhæfur kostur. Fyrr í mánuðinum hóf bresk ferðaskrifstofa flug milli nokkurra borga í Englandi til Akureyrar. Að mati SAF er millilandaflugið lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi en merkja má 15 til 20 prósenta veltuaukningu í ferðaþjónustu í landshlutanum frá því á sama tíma á síðasta ári. Hins vegar hefur millilandaflugið ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Nú er svo komið að í tvígang hafa flugvélar þurft að snúa frá Akureyrarflugvelli þar sem völlurinn er ekki þeim tækjum búinn sem millilandaflug krefst. Það er ólíðandi að millilandaflugi til og frá Akureyri, sem unnið hefur verið markvisst að á vettvangi ferðaþjónustunnar og stjórnvalda sé stefnt í voða með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingunni og að auki minnir SAF á mikilvægi Akureyrarflugvallar sem varaflugvallar fyrir millilandaflug. Frá Ísafjarðarflugvelli. Fréttablaðið/GVAEkki nóg að sinna bara KeflavíkurflugvelliÍ yfirlýsingunni benda Samtök ferðaþjónustunnar á að til þess að tryggja öryggi ferðafólks sé nauðsynlegt að huga að innviðum. „Öruggar samgöngur, hvort heldur sem er á landi eða lofti, skipta miklu máli þegar kemur að því að dreifa ferðamönnum betur um landið okkar. Á það sérstaklega við yfir vetrarmánuðina þegar ferðaþjónusta á landsbyggðinni á undir högg að sækja.“ SAF telja að til þess að sinna lágmarksviðhaldi á þeim þrettán flugvöllum, fyrir utan Keflavíkurflugvöll, sem notaðir eru fyrir innanlandsflug, vanti um 400 milljónir króna samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum. „Við óbreytt ástand verður ekki unað, enda óásættanlegt fyrir ferðamenn, innlenda jafnt sem erlenda, að flugsamgöngum sé ógnað með þessum hætti og kerfinu leyft að grotna niður.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15 Fækka þarf innanlandsflugvöllum komi ekki til meira fjármagn Hið opinbera þarf að afara marka sér stefnu í innanlandsflugi segir framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia 16. janúar 2018 18:45 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15
Fækka þarf innanlandsflugvöllum komi ekki til meira fjármagn Hið opinbera þarf að afara marka sér stefnu í innanlandsflugi segir framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia 16. janúar 2018 18:45
Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39