Sænski fáninn blaktir í hálfa stöng við IKEA Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2018 14:30 Flaggað var í hálfa stöng við verslun IKEA í Garðabæ í dag til heiður Ingvars Kamprad sem andaðist í gær. Vísir/AFP Ingvar Kamprad var snillingur sem hafði feykileg áhrif á hvernig fólk býr og lifir í dag. Þetta segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, þar sem flaggað hefur verið í hálfa stöng í dag eftir að fréttir af andláti Kamprad bárust. Kamprad var 91 árs gamall en hann lést í heimabæ sínum Småland í Suður-Svíþjóð í gær. Hann stofnaði IKEA árið 1943 og hefur fyrirtækið haft gríðarleg áhrif á framleiðslu og hönnun húsgagna síðan. „Þetta er eitt af stóru nöfnum síðustu aldar. Hann var algert séní og það er svo margt sem maður lítur á sem sjálfsagðan hlut í dag. Ég hef hitt hann nokkrum sinnum. Hann var mjög klár karl. Ég mun sakna hans sem flotts karls sem hafði mikil áhrif og hafði skýra sýn,“ segir Þórarinn.Bókahillurnar voru tvö hundruð kíló í gamla dagaMeð IKEA hafi Kamprad breytt heiminum. Fólki þurfi ekki endilega að eiga nein IKEA-húsgögn heima hjá sér til að finna fyrir því. Aðrir húsgagnaframleiðendur hafi þurft að aðlaga sig að því sem IKEA gerði. Verslunin hafi einnig keyrt niður verð á húsgögnum. „Ef við lítum bara á bókaskápa eða skrifborð þá var þetta tvö hundruð kíló í gamla daga. Menn gátu ekki komið þessu á milli hæða. Maður er bara svo fljótur að gleyma að svona var þetta. Þetta hefur haft feykilegar breytingar á því hvernig við búum og lifum,“ segir framkvæmdastjórinn. Nokkuð er síðan Kamprad dró sig út úr daglegum rekstri IKEA. Hann hætti þeim árið 1988 en sat áfram í stjórn fyrirtækisins þar sem hann hafði skoðanir, að sögn Þórarins. Synir Kamprad hafa tekið við rekstrinum undanfarin ár. Þórarinn á ekki von á að neinar breytingar verði á rekstri IKEA í kjölfar fráfalls stofnandans. Andlát IKEA Tengdar fréttir Stofnandi IKEA látinn Ingvar Kamprad lést á heimili sínu í heimabænum Småland. 28. janúar 2018 11:06 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ingvar Kamprad var snillingur sem hafði feykileg áhrif á hvernig fólk býr og lifir í dag. Þetta segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, þar sem flaggað hefur verið í hálfa stöng í dag eftir að fréttir af andláti Kamprad bárust. Kamprad var 91 árs gamall en hann lést í heimabæ sínum Småland í Suður-Svíþjóð í gær. Hann stofnaði IKEA árið 1943 og hefur fyrirtækið haft gríðarleg áhrif á framleiðslu og hönnun húsgagna síðan. „Þetta er eitt af stóru nöfnum síðustu aldar. Hann var algert séní og það er svo margt sem maður lítur á sem sjálfsagðan hlut í dag. Ég hef hitt hann nokkrum sinnum. Hann var mjög klár karl. Ég mun sakna hans sem flotts karls sem hafði mikil áhrif og hafði skýra sýn,“ segir Þórarinn.Bókahillurnar voru tvö hundruð kíló í gamla dagaMeð IKEA hafi Kamprad breytt heiminum. Fólki þurfi ekki endilega að eiga nein IKEA-húsgögn heima hjá sér til að finna fyrir því. Aðrir húsgagnaframleiðendur hafi þurft að aðlaga sig að því sem IKEA gerði. Verslunin hafi einnig keyrt niður verð á húsgögnum. „Ef við lítum bara á bókaskápa eða skrifborð þá var þetta tvö hundruð kíló í gamla daga. Menn gátu ekki komið þessu á milli hæða. Maður er bara svo fljótur að gleyma að svona var þetta. Þetta hefur haft feykilegar breytingar á því hvernig við búum og lifum,“ segir framkvæmdastjórinn. Nokkuð er síðan Kamprad dró sig út úr daglegum rekstri IKEA. Hann hætti þeim árið 1988 en sat áfram í stjórn fyrirtækisins þar sem hann hafði skoðanir, að sögn Þórarins. Synir Kamprad hafa tekið við rekstrinum undanfarin ár. Þórarinn á ekki von á að neinar breytingar verði á rekstri IKEA í kjölfar fráfalls stofnandans.
Andlát IKEA Tengdar fréttir Stofnandi IKEA látinn Ingvar Kamprad lést á heimili sínu í heimabænum Småland. 28. janúar 2018 11:06 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira