10.619 tonn voru framleidd af lamba- og kindakjöti í fyrra. Þar af var dilkakjöt um 9.200 tonn og ærkjöt um 1.200 tonn.
Heildaraukning varð í fyrra á sölu lambakjöts um 3,5 prósent. Hins vegar var salan á dilkakjöti einungis 6.200 tonn eða heilum þrjú þúsund tonnum – þremur milljónum kílóa – minni en framleiðslan. Einnig seldist ekki nema helmingur þess ærkjöts sem íslenskir sauðfjárbændur sendu í sláturhús.
Verð á mörkuðum erlendis hefur gert íslenskum sauðfjárbændum skráveifu. Greinin er skuldbundin því að flytja út nærri 30 prósent af framleiðslu sinni því framleitt er mun meira en við torgum.
