Þeir pirruðu geta bara farið til Bolungarvíkur Aron Ingi Guðmundsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Það er gaman að spássera um Ísafjörð í góðu veðri. Fréttablaðið/Pjetur Mikil fjölgun hefur verið á komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar síðastliðin sumur. Gert er ráð fyrir að 110 skemmtiferðaskip komi til bæjarins í sumar, en 100 komu þangað síðastliðið sumar. Árið 2014 komu 50 skemmtiferðaskip til Ísafjarðar og 45.000 farþegar með þeim en farþegarnir voru 100.000 síðasta sumar. Í niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal íbúa bæjarins í september síðastliðnum segja 40 prósent svarenda að farþegar skemmtiferðaskipa hafi góð áhrif á bæjarlífið en 35 prósent telja svo ekki vera. „Fólk sem kemur í land frá skipunum virðist halda að það sé komið í eitthvert Disneyland. Það þarf kannski bara að fræða þetta ferðafólk um að við séum venjulegt fólk sem er í vinnu. Við erum gestrisin, en það er óþægilegt að horfast í augu við einhvern í gegnum risa Canon-linsu þegar þú ert að fá þér morgunkaffið á brókinni,“ segir Matthildur Helgadóttir Jónudóttir, íbúi á Ísafirði. Karítas Pálsdóttir, sem býr einnig á Ísafirði, tekur undir þessi orð Matthildar. Hún bætir við að umgengni ferðafólks í bænum sé mjög góð. „Hann verður líflegri bæjarbragurinn á þeim dögum sem farþegarnir eru hér í bænum. Ég verð ekki vör við þennan mannaskít sem sumir segja að þeir skilji eftir sig hingað og þangað. Ég á heima efst í bænum og það er kjörinn staður til að gera þarfir sínar en ég hef ekki orðið vör við það,“ segir Karítas. Þá segir Gunnar Þórðarson, sem einnig býr í bænum, að það muni um tekjurnar sem skipin skili inn. „Ég hef sagt við þá sem eru að pirra sig yfir þessu að þeir geti farið yfir til Bolungarvíkur, það er enginn á götunum þar. Þetta skapar miklar tekjur, þetta er helmingurinn af öllum hafnargjöldum sem Ísafjarðarbær fær. Ég veit um verslanir og þjónustuaðila sem myndu ekki þrífast nema hafa tekjur af þessu,“ segir Gunnar Þórðarson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira
Mikil fjölgun hefur verið á komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar síðastliðin sumur. Gert er ráð fyrir að 110 skemmtiferðaskip komi til bæjarins í sumar, en 100 komu þangað síðastliðið sumar. Árið 2014 komu 50 skemmtiferðaskip til Ísafjarðar og 45.000 farþegar með þeim en farþegarnir voru 100.000 síðasta sumar. Í niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal íbúa bæjarins í september síðastliðnum segja 40 prósent svarenda að farþegar skemmtiferðaskipa hafi góð áhrif á bæjarlífið en 35 prósent telja svo ekki vera. „Fólk sem kemur í land frá skipunum virðist halda að það sé komið í eitthvert Disneyland. Það þarf kannski bara að fræða þetta ferðafólk um að við séum venjulegt fólk sem er í vinnu. Við erum gestrisin, en það er óþægilegt að horfast í augu við einhvern í gegnum risa Canon-linsu þegar þú ert að fá þér morgunkaffið á brókinni,“ segir Matthildur Helgadóttir Jónudóttir, íbúi á Ísafirði. Karítas Pálsdóttir, sem býr einnig á Ísafirði, tekur undir þessi orð Matthildar. Hún bætir við að umgengni ferðafólks í bænum sé mjög góð. „Hann verður líflegri bæjarbragurinn á þeim dögum sem farþegarnir eru hér í bænum. Ég verð ekki vör við þennan mannaskít sem sumir segja að þeir skilji eftir sig hingað og þangað. Ég á heima efst í bænum og það er kjörinn staður til að gera þarfir sínar en ég hef ekki orðið vör við það,“ segir Karítas. Þá segir Gunnar Þórðarson, sem einnig býr í bænum, að það muni um tekjurnar sem skipin skili inn. „Ég hef sagt við þá sem eru að pirra sig yfir þessu að þeir geti farið yfir til Bolungarvíkur, það er enginn á götunum þar. Þetta skapar miklar tekjur, þetta er helmingurinn af öllum hafnargjöldum sem Ísafjarðarbær fær. Ég veit um verslanir og þjónustuaðila sem myndu ekki þrífast nema hafa tekjur af þessu,“ segir Gunnar Þórðarson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira