Nýtt Íslandsmet slegið í Breiðdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. janúar 2018 08:48 Mestu meðalafurðir á nýliðnu ári voru hjá þeim Gróu Margréti og Sigurði á Brúsastöðum í Vatnsdal. Hér eru þau , ásamt kýrinni Kornu sem mjólkar mikið á sínu níunda mjaltaskeiði. Samkvæmt ársuppgjöri afurðaskýrsluhalds í mjólkurframleiðslu fyrir nýliðið ár mjólka kýrnar á bænum Brúsastöðum í Vatnsdal allra mest yfir landið. Þá var nythæsta kýrin á landinu síðasta ár kýr númer 851 á Innri-Kleif í Breiðdal og setti hún nýtt Íslandsmet en hún mjólkaði 14.199 kg með 3,64% fitu og 3,33% prótein. Fram kemur í ársuppgjörinu að mest meðalnyt eftir árskú 2017 var á Brúsastöðum eða 8.937 kg á árskú. Búið var einnig afurðahæsta búið árið 2016, auk þess sem það vermdi efsta sæti listans árin 2013 og 2014. Á Brúsastöðum búa hjónin Gróa Margrét Lárusdóttir og Sigurður E. Ólafssonar með um 50 kýr. Árangur búsins er stórglæsilegur enda fékk búið landbúnaðarverðlaunin 2015 þar sem kom m.a. fram að búinu sé sinnt af miklum myndarskap, jafnt hvað umhirðu og góðan árangur varðar en jafnframt og ekki síður hvað ytra umhverfi og ásýnd við kemur.Nythæsta kýrin á Íslandi árið 2017, kýr númer 851, sem setti Íslandsmet með því að mjólka 14.199 kg á bænum Innri-Kleif. Hún er nú komin í Sumarlandið.mynd//Gunnlaugur Ingólfsson.„Við erum mjög ánægð og stolt með þennan árangur, það er alltaf gaman þegar gengur vel, okkar kýr hafa mjólkað vel og við vonum að svo verði áfram“, segir Sigurður.Íslandsmethafi úr Breiðdal Nythæsta kýrin á landinu árið 2017 var kýr númer 851 á bænum Innri-Kleif í Breiðdal, undan Ými Skandalssyni, en hún mjólkaði 14.199 kg með 3,64% fitu og 3,33% prótein og sló þar með árs gamalt Íslandsmet Nínu á Brúsastöðum sem var 13.833 kg. Því miður þurfti að fella íslandsmethafann núna í byrjun janúar vegna júgurbólgu en kýrin var á sínu þriðja mjaltaskeiði. „Þessi kýr var mikill kostagripur, enda mikil eftirsjá í henni. Hún sýndi strax hæfileika sína á fyrsta mjólkurskeiði þegar hún fór hæst í 37 kg dagsnyt. Á nýliðnu ári fór hún hæst í 57,0 kg dagsnyt og var enn í 28 kg nyt í desember síðastliðnum“, segir Gunnlaugur Ingólfsson, bóndi á Innri-Kleif sem segist alltaf nefna kýrnar sínar með númerum, ekki nöfnum, vegna skýrsluhaldsins. Dýr Landbúnaður Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Samkvæmt ársuppgjöri afurðaskýrsluhalds í mjólkurframleiðslu fyrir nýliðið ár mjólka kýrnar á bænum Brúsastöðum í Vatnsdal allra mest yfir landið. Þá var nythæsta kýrin á landinu síðasta ár kýr númer 851 á Innri-Kleif í Breiðdal og setti hún nýtt Íslandsmet en hún mjólkaði 14.199 kg með 3,64% fitu og 3,33% prótein. Fram kemur í ársuppgjörinu að mest meðalnyt eftir árskú 2017 var á Brúsastöðum eða 8.937 kg á árskú. Búið var einnig afurðahæsta búið árið 2016, auk þess sem það vermdi efsta sæti listans árin 2013 og 2014. Á Brúsastöðum búa hjónin Gróa Margrét Lárusdóttir og Sigurður E. Ólafssonar með um 50 kýr. Árangur búsins er stórglæsilegur enda fékk búið landbúnaðarverðlaunin 2015 þar sem kom m.a. fram að búinu sé sinnt af miklum myndarskap, jafnt hvað umhirðu og góðan árangur varðar en jafnframt og ekki síður hvað ytra umhverfi og ásýnd við kemur.Nythæsta kýrin á Íslandi árið 2017, kýr númer 851, sem setti Íslandsmet með því að mjólka 14.199 kg á bænum Innri-Kleif. Hún er nú komin í Sumarlandið.mynd//Gunnlaugur Ingólfsson.„Við erum mjög ánægð og stolt með þennan árangur, það er alltaf gaman þegar gengur vel, okkar kýr hafa mjólkað vel og við vonum að svo verði áfram“, segir Sigurður.Íslandsmethafi úr Breiðdal Nythæsta kýrin á landinu árið 2017 var kýr númer 851 á bænum Innri-Kleif í Breiðdal, undan Ými Skandalssyni, en hún mjólkaði 14.199 kg með 3,64% fitu og 3,33% prótein og sló þar með árs gamalt Íslandsmet Nínu á Brúsastöðum sem var 13.833 kg. Því miður þurfti að fella íslandsmethafann núna í byrjun janúar vegna júgurbólgu en kýrin var á sínu þriðja mjaltaskeiði. „Þessi kýr var mikill kostagripur, enda mikil eftirsjá í henni. Hún sýndi strax hæfileika sína á fyrsta mjólkurskeiði þegar hún fór hæst í 37 kg dagsnyt. Á nýliðnu ári fór hún hæst í 57,0 kg dagsnyt og var enn í 28 kg nyt í desember síðastliðnum“, segir Gunnlaugur Ingólfsson, bóndi á Innri-Kleif sem segist alltaf nefna kýrnar sínar með númerum, ekki nöfnum, vegna skýrsluhaldsins.
Dýr Landbúnaður Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira