Norskur leigubílstjóri ekur á 350 hestafla Ford Focus RS Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2018 13:21 Evald Jåstad hróðugur fyrir framan hinn 350 hestafla Ford Focus RS leigubíl sinn. Hver hefur ekki lent í því að óska þess að leigubílstjórinn færi aðeins hraðar á þann áfangastað sem maður er að verða seinn á. Það ætti ekki að vera vandamál ef maður situr í 350 hestafla Ford Focus RS leigubílstjórans Evald Jåstad sem býr í Odda í Noregi. Er þetta eini Ford Focus RS sem notaður er sem leigubíll í heiminum, svo vitað sé. Flestir leigubílstjórar aka um á eyðslugrönnum dísilbílum eða rafdrifnum bílum að hluta eða öllu leiti, en það á ekki við Evald. Hann vill komast hratt á milli staða með viðskiptavini sína og virðist vinsæll því á aðeins 18 mánuðum síðan hann keypti þennan frumlega leigubíl hefur hann ekið honum 127.138 kílómetra. Fastakúnnar Evald hafa nefnt bíl hans “Blue Lightning” og er það væntanlega skírskotun í aksturslagið. Einn fastakúnna hans er 96 ára gömul kona sem nýtur akstursins svo mjög að hún vill engan annan leigubíl. Hinn 36 ára og tveggja barna faðir Evald byrjar reyndar alla daga á því að skutla ungum syni sínum á leikskólann um 15 kílómetra veg og í hvert sinn biður sonurinn hann um að stíga fastar á bensíngjöfina, svo gaman hefur hann að því að sitja í aflmiklum bíl pabba síns. Sjálfur segist Evald vera að upplifa drauma sína og hvetur alla aðra til að gera slíkt hið sama. Sjá má myndskeið sem Ford hefur gert um Evald og starf hans í Odda í Noregi hér að neðan. Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent
Hver hefur ekki lent í því að óska þess að leigubílstjórinn færi aðeins hraðar á þann áfangastað sem maður er að verða seinn á. Það ætti ekki að vera vandamál ef maður situr í 350 hestafla Ford Focus RS leigubílstjórans Evald Jåstad sem býr í Odda í Noregi. Er þetta eini Ford Focus RS sem notaður er sem leigubíll í heiminum, svo vitað sé. Flestir leigubílstjórar aka um á eyðslugrönnum dísilbílum eða rafdrifnum bílum að hluta eða öllu leiti, en það á ekki við Evald. Hann vill komast hratt á milli staða með viðskiptavini sína og virðist vinsæll því á aðeins 18 mánuðum síðan hann keypti þennan frumlega leigubíl hefur hann ekið honum 127.138 kílómetra. Fastakúnnar Evald hafa nefnt bíl hans “Blue Lightning” og er það væntanlega skírskotun í aksturslagið. Einn fastakúnna hans er 96 ára gömul kona sem nýtur akstursins svo mjög að hún vill engan annan leigubíl. Hinn 36 ára og tveggja barna faðir Evald byrjar reyndar alla daga á því að skutla ungum syni sínum á leikskólann um 15 kílómetra veg og í hvert sinn biður sonurinn hann um að stíga fastar á bensíngjöfina, svo gaman hefur hann að því að sitja í aflmiklum bíl pabba síns. Sjálfur segist Evald vera að upplifa drauma sína og hvetur alla aðra til að gera slíkt hið sama. Sjá má myndskeið sem Ford hefur gert um Evald og starf hans í Odda í Noregi hér að neðan.
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent