Íhugar málsókn vegna skipan héraðsdómara Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. janúar 2018 06:00 Jónas Jóhannsson var skipaður héraðsdómari í Reykjavík og á Vestfjörðum árin 1991-2011 en hefur síðan þá starfað sem lögmaður. vísir/anton brink Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra við skipan átta héraðsdómara, skipaði í gær átta héraðsdómara sem dómnefnd um mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti hafði metið hæfasta. Í bréfi til dómsmálaráðherra segir settur ráðherra að vegna tímahraks og einstrengingslegrar afstöðu nefndarinnar hafi honum verið þessi kostur nauðugur. Minnst einn umsækjandi íhugar réttarstöðu sína. Alls sótti 41 um stöðurnar átta. Nefndin var fullmönnuð þann 13. október en í lögum er henni markaður sex vikna frestur til að skila umsögn sinni. Þeirri umsögn var skilað 29. desember. Settur ráðherra óskaði eftir því að nefndin útskýrði mat sitt betur þar sem hann taldi vankanta á því. Skipa átti í stöðurnar frá og með 1. janúar. Svarbréf nefndarinnar var sent settum ráðherra 3. janúar síðastliðinn. Undanfarna daga hefur farið fram vinna í utanríkisráðuneytinu um hvort rétt væri að hvika frá niðurstöðu nefndarinnar og leggjast þá í sérstaka rannsókn á hæfi umsækjenda. „Í þessari þröngu stöðu, vegna þess tímahraks sem dómnefndin setti settan ráðherra í, og vegna hinnar einstrengingslegu afstöðu dómnefndar sem birtist í svarbréfi hennar, átti settur ráðherra ekki annan kost en að skipa þá sem dómnefndin taldi hæfasta, þótt settur ráðherra hafi í raun ekki haft fullnægjandi forsendur til að meta réttmæti þeirrar niðurstöðu,“ segir í bréfi setts ráðherra til dómsmálaráðherra í tilefni af skipuninni. Í niðurlagi bréfsins leggur settur ráðherra til breytingar á reglum um skipan dómara. Meðal annars verði frestur ráðherra til rannsóknar aukinn og að fulltrúar almennings muni eiga sæti í nefndinni. „Ég hef ráðið mér lögmann og er að fara yfir stöðuna með tilliti til málshöfðunar. Ég tel að nefndin hafi gert á minn hlut og að miski minn sé mikill,“ segir Jónas Jóhannsson lögmaður. Jónas hefur hátt í tveggja áratuga reynslu sem héraðsdómari en var ekki metinn hæfastur í þeim þætti sem laut að dómarareynslu. Verði af málshöfðun Jónasar ber honum að stefna settum dómsmálaráðherra sem ber ábyrgð á skipun dómaranna. „Það er auðvitað vert að velta upp þeirri spurningu hvort það sé virkilega það sem við viljum, að til séu sjálfstæðar stjórnsýslunefndir sem bera enga ábyrgð á verkum sínum,“ segir Jónas. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52 Setja út á ósamræmi í mati dómaranefndar Hluti umsækjenda um lausar stöður við héraðsdómstóla landsins segir að sums staðar í mati hæfnisnefndar virðist sem hífa hafi átt umsækjendur upp á kostnað annarra. Unnið er af kappi að málinu í ráðuneyti setts dómsmálaráðherra. 4. janúar 2018 05:00 Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt. 9. janúar 2018 15:51 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra við skipan átta héraðsdómara, skipaði í gær átta héraðsdómara sem dómnefnd um mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti hafði metið hæfasta. Í bréfi til dómsmálaráðherra segir settur ráðherra að vegna tímahraks og einstrengingslegrar afstöðu nefndarinnar hafi honum verið þessi kostur nauðugur. Minnst einn umsækjandi íhugar réttarstöðu sína. Alls sótti 41 um stöðurnar átta. Nefndin var fullmönnuð þann 13. október en í lögum er henni markaður sex vikna frestur til að skila umsögn sinni. Þeirri umsögn var skilað 29. desember. Settur ráðherra óskaði eftir því að nefndin útskýrði mat sitt betur þar sem hann taldi vankanta á því. Skipa átti í stöðurnar frá og með 1. janúar. Svarbréf nefndarinnar var sent settum ráðherra 3. janúar síðastliðinn. Undanfarna daga hefur farið fram vinna í utanríkisráðuneytinu um hvort rétt væri að hvika frá niðurstöðu nefndarinnar og leggjast þá í sérstaka rannsókn á hæfi umsækjenda. „Í þessari þröngu stöðu, vegna þess tímahraks sem dómnefndin setti settan ráðherra í, og vegna hinnar einstrengingslegu afstöðu dómnefndar sem birtist í svarbréfi hennar, átti settur ráðherra ekki annan kost en að skipa þá sem dómnefndin taldi hæfasta, þótt settur ráðherra hafi í raun ekki haft fullnægjandi forsendur til að meta réttmæti þeirrar niðurstöðu,“ segir í bréfi setts ráðherra til dómsmálaráðherra í tilefni af skipuninni. Í niðurlagi bréfsins leggur settur ráðherra til breytingar á reglum um skipan dómara. Meðal annars verði frestur ráðherra til rannsóknar aukinn og að fulltrúar almennings muni eiga sæti í nefndinni. „Ég hef ráðið mér lögmann og er að fara yfir stöðuna með tilliti til málshöfðunar. Ég tel að nefndin hafi gert á minn hlut og að miski minn sé mikill,“ segir Jónas Jóhannsson lögmaður. Jónas hefur hátt í tveggja áratuga reynslu sem héraðsdómari en var ekki metinn hæfastur í þeim þætti sem laut að dómarareynslu. Verði af málshöfðun Jónasar ber honum að stefna settum dómsmálaráðherra sem ber ábyrgð á skipun dómaranna. „Það er auðvitað vert að velta upp þeirri spurningu hvort það sé virkilega það sem við viljum, að til séu sjálfstæðar stjórnsýslunefndir sem bera enga ábyrgð á verkum sínum,“ segir Jónas.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52 Setja út á ósamræmi í mati dómaranefndar Hluti umsækjenda um lausar stöður við héraðsdómstóla landsins segir að sums staðar í mati hæfnisnefndar virðist sem hífa hafi átt umsækjendur upp á kostnað annarra. Unnið er af kappi að málinu í ráðuneyti setts dómsmálaráðherra. 4. janúar 2018 05:00 Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt. 9. janúar 2018 15:51 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52
Setja út á ósamræmi í mati dómaranefndar Hluti umsækjenda um lausar stöður við héraðsdómstóla landsins segir að sums staðar í mati hæfnisnefndar virðist sem hífa hafi átt umsækjendur upp á kostnað annarra. Unnið er af kappi að málinu í ráðuneyti setts dómsmálaráðherra. 4. janúar 2018 05:00
Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt. 9. janúar 2018 15:51