Fótbrotnaði illa við að safna jólatrjám fyrir bæjarfélagið sitt Benedikt Bóas skrifar 10. janúar 2018 09:00 Elvar Ásgeirsson á heimili sínu í gær. Vísir/Vilhelm Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, mun trúlega ekki spila meira í vetur en hann fótbrotnaði þegar hann rann í hálku við að safna jólatrjám fyrir Mosfellsbæ, sem er árleg fjáröflun handboltadeildarinnar. Hann heyrði löppina brotna þegar hann lenti. Fór í aðgerð á mánudag sem heppnaðist vel. „Ef maður horfir á stóru myndina þá eru 12 vikur ekki langur tími en akkúrat núna, þegar ég ligg uppi í sófa, þá er ég auðvitað hundfúll,“ segir Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, en hann varð fyrir því óláni að fótbrotna í árlegri fjáröflun deildarinnar, að safna saman jólatrjám Mosfellinga. Litlar líkur eru á því að Elvar nái að klína á sig harpixi það sem eftir er tímabilsins en hann er þó ekki alveg búinn að gefa upp alla von. „Eins og staðan er í dag er ég ekki að horfa á þetta tímabil en ef liðsfélagar mínir fara alla leið þá er Íslandsmótið að klárast um miðjan maí.“ Elvar fór í aðgerð á mánudag sem heppnaðist vel enda þótt brotið hafi verið ljótt var það hreint og ökklinn slapp. Þeir sem hafa séð um hann segja að ef hann passi sig eigi beinið að gróa vel og verða jafn sterkt á ný – sem hann segir að sé ákveðinn léttir.Vísir/Vilhelm„Það var flughált þegar við vorum að tína upp trén og ég var í smá halla og ætlaði að láta mig renna á báðum fótum að bílnum sem við vorum á og stoppa mig þannig af. Ég rann löturhægt áfram en missti skyndilega fótanna og fann að ég var að detta á hnakkann. Ég ætlaði eitthvað að reyna að bjarga mér og setja vinstri löppina undir mig en hún krumpast og beyglast og ég dett á hana þannig að ég heyri hana brotna.“ Meiðsli Elvars eru mikið áfall fyrir lið Aftureldingar en Elvar er algjör lykilleikmaður í liðinu og er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á þessu tímabili með 69 mörk í 13 leikjum. „Ég var að spila vel í desember fannst mér. En þetta er eitthvað sem gerðist og nú þarf ég að vera sterkur andlega. Ég er ekkert kornungur en ég á langan feril fyrir höndum,“ segir hann. Þótt áfallið sé stórt sér Elvar ljós í myrkrinu og horfir meðal annars til landsliðsmarkvarðarins í fótbolta, Hannesar Halldórssonar, sem meiddist skömmu fyrir Evrópumótið en kom til baka sterkari en áður. „Ég tek Hannes klárlega mér til fyrirmyndar og ætla að mæta bæði helskafinn og tilbúinn um leið og ég get.“ Olís-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, mun trúlega ekki spila meira í vetur en hann fótbrotnaði þegar hann rann í hálku við að safna jólatrjám fyrir Mosfellsbæ, sem er árleg fjáröflun handboltadeildarinnar. Hann heyrði löppina brotna þegar hann lenti. Fór í aðgerð á mánudag sem heppnaðist vel. „Ef maður horfir á stóru myndina þá eru 12 vikur ekki langur tími en akkúrat núna, þegar ég ligg uppi í sófa, þá er ég auðvitað hundfúll,“ segir Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, en hann varð fyrir því óláni að fótbrotna í árlegri fjáröflun deildarinnar, að safna saman jólatrjám Mosfellinga. Litlar líkur eru á því að Elvar nái að klína á sig harpixi það sem eftir er tímabilsins en hann er þó ekki alveg búinn að gefa upp alla von. „Eins og staðan er í dag er ég ekki að horfa á þetta tímabil en ef liðsfélagar mínir fara alla leið þá er Íslandsmótið að klárast um miðjan maí.“ Elvar fór í aðgerð á mánudag sem heppnaðist vel enda þótt brotið hafi verið ljótt var það hreint og ökklinn slapp. Þeir sem hafa séð um hann segja að ef hann passi sig eigi beinið að gróa vel og verða jafn sterkt á ný – sem hann segir að sé ákveðinn léttir.Vísir/Vilhelm„Það var flughált þegar við vorum að tína upp trén og ég var í smá halla og ætlaði að láta mig renna á báðum fótum að bílnum sem við vorum á og stoppa mig þannig af. Ég rann löturhægt áfram en missti skyndilega fótanna og fann að ég var að detta á hnakkann. Ég ætlaði eitthvað að reyna að bjarga mér og setja vinstri löppina undir mig en hún krumpast og beyglast og ég dett á hana þannig að ég heyri hana brotna.“ Meiðsli Elvars eru mikið áfall fyrir lið Aftureldingar en Elvar er algjör lykilleikmaður í liðinu og er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á þessu tímabili með 69 mörk í 13 leikjum. „Ég var að spila vel í desember fannst mér. En þetta er eitthvað sem gerðist og nú þarf ég að vera sterkur andlega. Ég er ekkert kornungur en ég á langan feril fyrir höndum,“ segir hann. Þótt áfallið sé stórt sér Elvar ljós í myrkrinu og horfir meðal annars til landsliðsmarkvarðarins í fótbolta, Hannesar Halldórssonar, sem meiddist skömmu fyrir Evrópumótið en kom til baka sterkari en áður. „Ég tek Hannes klárlega mér til fyrirmyndar og ætla að mæta bæði helskafinn og tilbúinn um leið og ég get.“
Olís-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira