Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 83-81 | Keflavík í úrslit eftir dramatík Anton Ingi Leifsson skrifar 11. janúar 2018 22:15 Brittany Dinkins var atkvæðamikil í leiknum í kvöld Vísir/Anton Keflavík er komið í úrslitaleik Maltbikarsins árið 2018, en þar mæta þær grönnum sínum í Njarðvík á laugardag. Keflavík vann tveggja stiga sigur á Snæfell í síðari undanúrslitaleiknum í Laugardalshöll í kvöld, 83-81, í leik sem var jafn og spennandi og endaði í framlengingu. Fyrri hálfleikurinn var hin mesta skemmtun. Liðin skiptust á að skora tvær til þrjár körfur í röð og forystan var ekki mikil þegar liðin náðu forskoti. Mesti munurinn í öllum fyrri hálfleik var þegar Keflavík náði sex stiga forskoti, 31-25. Kristen Denise McCarthy var kominn með tvær villur nokkuð snemma, en það aftraði henni ekki í sóknarleiknum og virtist hún ekki gleyma sér hugsandi um villurnar. Hún stýrði sóknarleik Snæfell af festu, en þrátt fyrir að Snæfell hafi verið skrefi á eftir Keflavík oft í fyrri hálfleik Það var svo einmitt títtnefnd Kristen sem skoraði síðustu körfu annars leikhluta og kom Snæfell einu stigi yfir, 41-40, í þann mund sem flautan gall og því var allt útlit fyrir að síðari hálfleikur yrði skemmtilegur og spennandi. Leikur Keflavík í þriðja leikhluta var hins vegar ansi spilaður. Liðið herti varnarleikinn og endaði á því að vinna leikhlutann með átta stiga mun, 23-25, og leiddi þeí mvð sjö stigum fyrir lokaleikhlutann, 63-56. Það var hins vegar Snæfell sem var að spila frábæran varnarleik í fjórða leikhluta. Þær neyddu Keflavíkurstúlkur í erfið skot og liðin héldu áfram að ganga veginn, nánast hönd í hönd. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum munaði einu stigi á liðunum, 65-64, en spennan varð það óbærileg að liðin enduðu á því að skora jafn mörg stig í venjulegum leiktíma, 65-65, og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni reyndust Keflavíkur stúlkur sterkari að endingu, en leikurinn var háspenna lífshætta fram á síðustu sekúndu. Keflavík stóð hins veagr uppi sem sigurvegari og spilar til úrslita á laugardag.Afhverju vann Keflavík? Það var afskaplega lítið sem skildi á milli liðanna í þessum leik og nánast ekki neitt. Keflavíkurliðið var örlítið sterkara á lokasekúndunum eftir að liðin höfðu skipst á forystunni, en Keflavík leiddi þó oftar í leiknum. Þær hefðu þó getað tapað leiknum í venjulegum leiktíma, en síðasta skotið í venjulegum leiktíma frá Kristen Denise McCarthy dansaði á hringnum. Rútínerað lið Keflavíkur náði þó að sigla torsóttum sigri í hús.Hverjar stóðu upp úr? Kanarnir still senunni í þessum undanúrslitaleik og rúmlega það. Brittanny Dinkins skoraði að endingu 29 stig, en auk þess tók hún tóf fráköst og var með fimm stoðsendingar. Virkilega góður leikur hjá henni, en einnig áttu Embla Kristínardóttir og Birna Valgerður Benónýsdóttir afbragðs leik. Hjá Snæfell var títtnefnd Kristen Denise McCarthy stigahæst með 40 stig, en hún tók átján fráköst og gaf tvær stoðsndingar. Næst kom Berglind Gunnarsdóttir, en hún átti einnig frábæran leik; gerði 26 stig.Áhugaverð tölfræði Það var athyglisvert að Keflavík fékk 21 stig af bekknum gegn einungis fjórum frá Snæfell, en það sýnir kannski breididna hjá Keflavík. Aftur á móti þá var byrjunarlið Snæfells og þá sér í lagi Kristen, eins og áður segir, að valda Keflavík vandræðum. Snæfells-liðið var duglegra að refsa Keflavík, en þær skoruðu 20 stig eftir tapaða bolta Keflavíkur á meðan Keflavík skoraði einungis fimm.Hvað gerist næst? Keflavík er komið í úrslitaleikinn annað árið í röð og mæta Njarðvík í grannaslag sem leikinn verður í Laugardalshöllinni á laugardaginn klukkan 16.00. Snæfell er fallið úr bikarkeppninni þetta árið og mæta bara aftur til leiks þegar deildarkeppnin hefst á ný í komandi viku.Keflavík-Snæfell 83-81 (19-20, 21-21, 23-15, 12-19, 8-6) Keflavík: Brittanny Dinkins 35/12 fráköst/5 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 15/5 fráköst, Embla Kristínardóttir 9/9 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 8/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/8 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 40/18 fráköst/5 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 26/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 6, Andrea Bjort Olafsdottir 4, Anna Soffía Lárusdóttir 2, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2, Sara Diljá Sigurðardóttir 1.Sverrir: Þær eiga skilið að fólk mæti „Þetta hafðist í miklum baráttuleik. Ég er ánægður með að við héldum áfram þó að stundum hafi þetta litið erfiðlega út,” sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við Vísi í leikslok. „Við sýndum karakter og kláruðum þetta. Undir lokin þá datt örlítil heppni okkar megin. Það var ekki meira en það og við náðum frákasti undir lokin. Í svona leik telja litlu atriðin.” „Þetta var ekki fullkominn leikur, hjá hvorugu liði, en það er ekki hægt að segja annað en að liðin hafi mætt og lagt allt í þetta. Sem betur fer kláruðum við þetta í restina.” Keflavík herti varnarleikinn til muna og aðspurður hvort að hann hafi ekki viljað bara stíga enn meira á bensíngjöfina þá og bara gera út um leikinn svaraði Sverrir: „Já, að sjálfsögðu, en stundum slakar ákvarðanartökur og Snæfell er líka bara með gott lið. Þær voru að reyna afvopna okkur og þær gerðu vel líka, en sem betur fer kláruðum við þetta. Við ætluðum okkur í úrslit og það er frábært.” Framundan er grannaslagur en mótherjar Keflavíkur verða Njarðvík. Sverrir er spenntur fyrir laugardeginum. „Njarðvík er búið að vera gífurlega sterkar í bikarnum. Þær eru búnar að henda út Stjörnunni, Breiðablik og svo Skallagrím. Þær hafa farið virkilega erfiða leið og við þurfum að hitta á toppleik. Þetta er allt annað lið hjá þeim en í deildinni.” Sverrir segir að stúlkurnar sínar eigi skilið að fá alvöru stuðning á laugardaginn, en hann hefði viljað sjá fleiri Keflvíkinga á pöllunum. „Ég þarf að fá miklu fleiri á pallana. Kvennalið Keflavíkur, ekki bara þessi ár sem ég hef verið, þær hafa skilað mörgum titlum til Keflavíkur. Þær eiga skilið að fólk mæti og styðji, ekki bara annað slagið. Ég vil sjá alla Keflvíkinga með trommur og ælti og láta í sér heyra.”Ingi: Svekki mig þangað til ég fer að sofa „Annað árið í röð. Þetta er svekkjandi,” sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, í samtali við Vísi í leikslok. Eftir rosalegan spennuleik segir Ingi að það hafi lítið skilið á milli. „Það er svitatár. Við erum millimeter frá því að klára þetta í venjulegum leiktíma, en þetta er bara eitt frákast, eitt skot, einn dómur. Eitt atriði í öllum þessum leik.” „Bæði lið spiluðu mjög vel í dag. Þetta var flottur körfuboltaleikur, vel dæmdur leikur og svona er lífið,” en Ingvi var afar ánægður með sínar stelpur eftir glæsilegan leik: „Ég er mjög stoltur af liðinu. Við sýndum góða baráttu og við sýndum það að við höfum hent Val út ekki fyrir tilviljun eða að það hafi verið lélegur leikur hjá Val.” Snæfell hefur ekki gengið sem skildi í deildinni, en þær unnu Val í 8-liða úrslitunum og lenti svo í svakalegum leik gegn Keflavík í kvöld. Ingi er eðlilega svekktur að hafa dottið úr leik. „Við spilum hér gegn hinu efsta liðinu og við sýndum að við getum spilað við alla þessa deild. Ég er rosalega sár og svekktur að hafa ekki náð að koma okkur alla leið.” Ingi segir að hann muni ekki svekkja sig lengi, eða bara þangað til að hann fari að sofa. „Þangað til ég fer að sofa. Þá er það næsta verkefni, það er nóg að gera,” sagði Ingi glettinn að lokum. Íslenski körfuboltinn
Keflavík er komið í úrslitaleik Maltbikarsins árið 2018, en þar mæta þær grönnum sínum í Njarðvík á laugardag. Keflavík vann tveggja stiga sigur á Snæfell í síðari undanúrslitaleiknum í Laugardalshöll í kvöld, 83-81, í leik sem var jafn og spennandi og endaði í framlengingu. Fyrri hálfleikurinn var hin mesta skemmtun. Liðin skiptust á að skora tvær til þrjár körfur í röð og forystan var ekki mikil þegar liðin náðu forskoti. Mesti munurinn í öllum fyrri hálfleik var þegar Keflavík náði sex stiga forskoti, 31-25. Kristen Denise McCarthy var kominn með tvær villur nokkuð snemma, en það aftraði henni ekki í sóknarleiknum og virtist hún ekki gleyma sér hugsandi um villurnar. Hún stýrði sóknarleik Snæfell af festu, en þrátt fyrir að Snæfell hafi verið skrefi á eftir Keflavík oft í fyrri hálfleik Það var svo einmitt títtnefnd Kristen sem skoraði síðustu körfu annars leikhluta og kom Snæfell einu stigi yfir, 41-40, í þann mund sem flautan gall og því var allt útlit fyrir að síðari hálfleikur yrði skemmtilegur og spennandi. Leikur Keflavík í þriðja leikhluta var hins vegar ansi spilaður. Liðið herti varnarleikinn og endaði á því að vinna leikhlutann með átta stiga mun, 23-25, og leiddi þeí mvð sjö stigum fyrir lokaleikhlutann, 63-56. Það var hins vegar Snæfell sem var að spila frábæran varnarleik í fjórða leikhluta. Þær neyddu Keflavíkurstúlkur í erfið skot og liðin héldu áfram að ganga veginn, nánast hönd í hönd. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum munaði einu stigi á liðunum, 65-64, en spennan varð það óbærileg að liðin enduðu á því að skora jafn mörg stig í venjulegum leiktíma, 65-65, og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni reyndust Keflavíkur stúlkur sterkari að endingu, en leikurinn var háspenna lífshætta fram á síðustu sekúndu. Keflavík stóð hins veagr uppi sem sigurvegari og spilar til úrslita á laugardag.Afhverju vann Keflavík? Það var afskaplega lítið sem skildi á milli liðanna í þessum leik og nánast ekki neitt. Keflavíkurliðið var örlítið sterkara á lokasekúndunum eftir að liðin höfðu skipst á forystunni, en Keflavík leiddi þó oftar í leiknum. Þær hefðu þó getað tapað leiknum í venjulegum leiktíma, en síðasta skotið í venjulegum leiktíma frá Kristen Denise McCarthy dansaði á hringnum. Rútínerað lið Keflavíkur náði þó að sigla torsóttum sigri í hús.Hverjar stóðu upp úr? Kanarnir still senunni í þessum undanúrslitaleik og rúmlega það. Brittanny Dinkins skoraði að endingu 29 stig, en auk þess tók hún tóf fráköst og var með fimm stoðsendingar. Virkilega góður leikur hjá henni, en einnig áttu Embla Kristínardóttir og Birna Valgerður Benónýsdóttir afbragðs leik. Hjá Snæfell var títtnefnd Kristen Denise McCarthy stigahæst með 40 stig, en hún tók átján fráköst og gaf tvær stoðsndingar. Næst kom Berglind Gunnarsdóttir, en hún átti einnig frábæran leik; gerði 26 stig.Áhugaverð tölfræði Það var athyglisvert að Keflavík fékk 21 stig af bekknum gegn einungis fjórum frá Snæfell, en það sýnir kannski breididna hjá Keflavík. Aftur á móti þá var byrjunarlið Snæfells og þá sér í lagi Kristen, eins og áður segir, að valda Keflavík vandræðum. Snæfells-liðið var duglegra að refsa Keflavík, en þær skoruðu 20 stig eftir tapaða bolta Keflavíkur á meðan Keflavík skoraði einungis fimm.Hvað gerist næst? Keflavík er komið í úrslitaleikinn annað árið í röð og mæta Njarðvík í grannaslag sem leikinn verður í Laugardalshöllinni á laugardaginn klukkan 16.00. Snæfell er fallið úr bikarkeppninni þetta árið og mæta bara aftur til leiks þegar deildarkeppnin hefst á ný í komandi viku.Keflavík-Snæfell 83-81 (19-20, 21-21, 23-15, 12-19, 8-6) Keflavík: Brittanny Dinkins 35/12 fráköst/5 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 15/5 fráköst, Embla Kristínardóttir 9/9 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 8/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/8 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 40/18 fráköst/5 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 26/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 6, Andrea Bjort Olafsdottir 4, Anna Soffía Lárusdóttir 2, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2, Sara Diljá Sigurðardóttir 1.Sverrir: Þær eiga skilið að fólk mæti „Þetta hafðist í miklum baráttuleik. Ég er ánægður með að við héldum áfram þó að stundum hafi þetta litið erfiðlega út,” sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við Vísi í leikslok. „Við sýndum karakter og kláruðum þetta. Undir lokin þá datt örlítil heppni okkar megin. Það var ekki meira en það og við náðum frákasti undir lokin. Í svona leik telja litlu atriðin.” „Þetta var ekki fullkominn leikur, hjá hvorugu liði, en það er ekki hægt að segja annað en að liðin hafi mætt og lagt allt í þetta. Sem betur fer kláruðum við þetta í restina.” Keflavík herti varnarleikinn til muna og aðspurður hvort að hann hafi ekki viljað bara stíga enn meira á bensíngjöfina þá og bara gera út um leikinn svaraði Sverrir: „Já, að sjálfsögðu, en stundum slakar ákvarðanartökur og Snæfell er líka bara með gott lið. Þær voru að reyna afvopna okkur og þær gerðu vel líka, en sem betur fer kláruðum við þetta. Við ætluðum okkur í úrslit og það er frábært.” Framundan er grannaslagur en mótherjar Keflavíkur verða Njarðvík. Sverrir er spenntur fyrir laugardeginum. „Njarðvík er búið að vera gífurlega sterkar í bikarnum. Þær eru búnar að henda út Stjörnunni, Breiðablik og svo Skallagrím. Þær hafa farið virkilega erfiða leið og við þurfum að hitta á toppleik. Þetta er allt annað lið hjá þeim en í deildinni.” Sverrir segir að stúlkurnar sínar eigi skilið að fá alvöru stuðning á laugardaginn, en hann hefði viljað sjá fleiri Keflvíkinga á pöllunum. „Ég þarf að fá miklu fleiri á pallana. Kvennalið Keflavíkur, ekki bara þessi ár sem ég hef verið, þær hafa skilað mörgum titlum til Keflavíkur. Þær eiga skilið að fólk mæti og styðji, ekki bara annað slagið. Ég vil sjá alla Keflvíkinga með trommur og ælti og láta í sér heyra.”Ingi: Svekki mig þangað til ég fer að sofa „Annað árið í röð. Þetta er svekkjandi,” sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, í samtali við Vísi í leikslok. Eftir rosalegan spennuleik segir Ingi að það hafi lítið skilið á milli. „Það er svitatár. Við erum millimeter frá því að klára þetta í venjulegum leiktíma, en þetta er bara eitt frákast, eitt skot, einn dómur. Eitt atriði í öllum þessum leik.” „Bæði lið spiluðu mjög vel í dag. Þetta var flottur körfuboltaleikur, vel dæmdur leikur og svona er lífið,” en Ingvi var afar ánægður með sínar stelpur eftir glæsilegan leik: „Ég er mjög stoltur af liðinu. Við sýndum góða baráttu og við sýndum það að við höfum hent Val út ekki fyrir tilviljun eða að það hafi verið lélegur leikur hjá Val.” Snæfell hefur ekki gengið sem skildi í deildinni, en þær unnu Val í 8-liða úrslitunum og lenti svo í svakalegum leik gegn Keflavík í kvöld. Ingi er eðlilega svekktur að hafa dottið úr leik. „Við spilum hér gegn hinu efsta liðinu og við sýndum að við getum spilað við alla þessa deild. Ég er rosalega sár og svekktur að hafa ekki náð að koma okkur alla leið.” Ingi segir að hann muni ekki svekkja sig lengi, eða bara þangað til að hann fari að sofa. „Þangað til ég fer að sofa. Þá er það næsta verkefni, það er nóg að gera,” sagði Ingi glettinn að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum