Finnur alltaf fyrir stórmótsfiðringi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. janúar 2018 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er kominn aftur á upphafsreitinn, þar sem langur og glæsilegur ferill hans á stórmótum hófst. Guðjón Valur var tvítugur leikmaður KA þegar Þorbjörn Jensson valdi hann í íslenska landsliðshópinn fyrir EM í Króatíu árið 2000. EM, sem hefst í dag, fer einnig fram í Króatíu að þessu sinni. Og það er 21. stórmót Guðjóns Vals. Geri aðrir betur. „Mér finnst ekkert sérstakt að koma hingað aftur því ég hef oft spilað hérna með mínum félagsliðum í Meistaradeildinni. En þegar maður horfir til baka og hversu langyngstur ég var þá, það setur þetta í annað samhengi. Manni finnst maður ekki vera kominn á síðustu metrana. Ég er bara þakklátur og glaður að fá að vera hérna,“ sagði Guðjón Valur sem finnur alltaf fyrir fiðringi fyrir fyrsta leik á stórmóti. „Í hvert einasta skipti. Það er engin lygi. Hugsunin sem þú verður að temja þér er að það er bara næsti dagur sem telur. Það sem maður gerði fyrir einhverjum árum, og í mínu tilfelli áratugum, hjálpar manni ekki.“ Guðjón Valur er sem kunnugt er nýbakaður heimsmethafi. Í vináttuleiknum gegn Þýskalandi á sunnudaginn skoraði hann sitt 1.798 landsliðsmark. Hann sló þar með met Ungverjans Péter Kovács yfir flest landsliðsmörk skoruð frá upphafi.Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið markahæstur í íslenska liðinu á sjö stórmótum í röð, eða frá EM 2012 sem fór fram í Serbíu.vísir/ernir„Ég er rosalega feginn að þetta sé búið,“ sagði Guðjón Valur. „Blaðamenn eru búnir að vera duglegir að halda þessu að manni og auðvitað er maður stoltur að eiga möguleika á að slá met. Það sem gleður mann enn meira eru viðbrögð strákanna. Við vorum mikið undir gegn Þýskalandi en þeir stóðu upp og samglöddust manni. Ég fæ enn gæsahúð að hugsa um það.“ Svíar eru andstæðingar Íslendinga í fyrsta leik á EM. Þjálfari þeirra er Kristján Andrésson, fyrrverandi samherji Guðjóns Vals í íslenska landsliðinu. Kristján tók við sænska liðinu haustið 2016 og undir hans stjórn endaði það í 6. sæti á HM 2017. „Hann er búinn að standa sig frábærlega sem þjálfari og gera merkilega hluti með þetta lið,“ sagði Guðjón Valur. „Það eru kannski ekki margir Íslendingar sem þekkja til þessa liðs en ungu strákarnir þeirra eru að fara í topplið í Þýskalandi. Þetta eru góðir handboltamenn og með þjálfara sem hefur gert mjög skemmtilegt lið úr þessu,“ sagði landsliðsfyrirliðinn sem deilir stöðu vinstri hornamanns hjá Rhein-Neckar Löwen með sænska ungstirninu Jerry Tollbring. Þrátt fyrir að árangurinn gegn Svíum hafi verið misjafn í gegnum tíðina segir Guðjón Valur alltaf skemmtilegt að spila á móti þeim. „Það er ótrúlega gaman fyrir okkur Íslendinga að spila við Svía, Norðmenn og Dani. Það var alltaf þessi Svíagrýla en svo tókst okkur að leggja hana. Það eru hæðir og lægðir í þessu og þeir eru núna á hraðri uppleið eftir nokkur mögur ár. Það verður gaman að eiga við þá. Ég hlakka mikið til,“ sagði Guðjón Valur að lokum. EM 2018 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er kominn aftur á upphafsreitinn, þar sem langur og glæsilegur ferill hans á stórmótum hófst. Guðjón Valur var tvítugur leikmaður KA þegar Þorbjörn Jensson valdi hann í íslenska landsliðshópinn fyrir EM í Króatíu árið 2000. EM, sem hefst í dag, fer einnig fram í Króatíu að þessu sinni. Og það er 21. stórmót Guðjóns Vals. Geri aðrir betur. „Mér finnst ekkert sérstakt að koma hingað aftur því ég hef oft spilað hérna með mínum félagsliðum í Meistaradeildinni. En þegar maður horfir til baka og hversu langyngstur ég var þá, það setur þetta í annað samhengi. Manni finnst maður ekki vera kominn á síðustu metrana. Ég er bara þakklátur og glaður að fá að vera hérna,“ sagði Guðjón Valur sem finnur alltaf fyrir fiðringi fyrir fyrsta leik á stórmóti. „Í hvert einasta skipti. Það er engin lygi. Hugsunin sem þú verður að temja þér er að það er bara næsti dagur sem telur. Það sem maður gerði fyrir einhverjum árum, og í mínu tilfelli áratugum, hjálpar manni ekki.“ Guðjón Valur er sem kunnugt er nýbakaður heimsmethafi. Í vináttuleiknum gegn Þýskalandi á sunnudaginn skoraði hann sitt 1.798 landsliðsmark. Hann sló þar með met Ungverjans Péter Kovács yfir flest landsliðsmörk skoruð frá upphafi.Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið markahæstur í íslenska liðinu á sjö stórmótum í röð, eða frá EM 2012 sem fór fram í Serbíu.vísir/ernir„Ég er rosalega feginn að þetta sé búið,“ sagði Guðjón Valur. „Blaðamenn eru búnir að vera duglegir að halda þessu að manni og auðvitað er maður stoltur að eiga möguleika á að slá met. Það sem gleður mann enn meira eru viðbrögð strákanna. Við vorum mikið undir gegn Þýskalandi en þeir stóðu upp og samglöddust manni. Ég fæ enn gæsahúð að hugsa um það.“ Svíar eru andstæðingar Íslendinga í fyrsta leik á EM. Þjálfari þeirra er Kristján Andrésson, fyrrverandi samherji Guðjóns Vals í íslenska landsliðinu. Kristján tók við sænska liðinu haustið 2016 og undir hans stjórn endaði það í 6. sæti á HM 2017. „Hann er búinn að standa sig frábærlega sem þjálfari og gera merkilega hluti með þetta lið,“ sagði Guðjón Valur. „Það eru kannski ekki margir Íslendingar sem þekkja til þessa liðs en ungu strákarnir þeirra eru að fara í topplið í Þýskalandi. Þetta eru góðir handboltamenn og með þjálfara sem hefur gert mjög skemmtilegt lið úr þessu,“ sagði landsliðsfyrirliðinn sem deilir stöðu vinstri hornamanns hjá Rhein-Neckar Löwen með sænska ungstirninu Jerry Tollbring. Þrátt fyrir að árangurinn gegn Svíum hafi verið misjafn í gegnum tíðina segir Guðjón Valur alltaf skemmtilegt að spila á móti þeim. „Það er ótrúlega gaman fyrir okkur Íslendinga að spila við Svía, Norðmenn og Dani. Það var alltaf þessi Svíagrýla en svo tókst okkur að leggja hana. Það eru hæðir og lægðir í þessu og þeir eru núna á hraðri uppleið eftir nokkur mögur ár. Það verður gaman að eiga við þá. Ég hlakka mikið til,“ sagði Guðjón Valur að lokum.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira