Formaður FÍL um brottrekstur í leikhúsinu: „Ekki besta leiðin til framtíðar að að málin séu leyst innanhúss“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2018 20:00 Sagt hefur verið frá því að tveimur mönnum, Jóni Páli Eyjólfssyni og Atla Rafni Sigurðarsyni, hafi verið sagt upp störfum vegna frásagna sem tengist #metoo. Jón Páll var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og Atli Rafn var leikari í Borgarleikhúsinu. Jón Páll var í raun sjálfur búinn að segja upp störfum vegna fjárhagserfiðleika leikfélagsins en hafði gert samkomulag um að klára leikárið fram á vor. Nokkrar umræður hafa farið af stað í kjölfar frétta um málin þar sem velt er fyrir sér hvort uppsagnirnar séu réttlætanlegar og jafnvel löglegar á þessum grundvelli. Lára V. Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnurétti, bendir á að ef um ríkisstofnun sé að ræða þurfi að fara fram áminningarferli.Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttalögmaður, segir ekki þurfa að liggja fyrir dómur um refsiverða háttsemi svo hægt sé að reka menn.Í öðrum tilfellum er aftur á móti hægt að segja upp starfsmanni með þriggja mánaða uppsagnarfresti eða reka hann án fyrirvara, til dæmis ef um brot í starfi eða trúnaðarbrest er að ræða. „Það þarf ekkert að liggja fyrir dómur um refisverða háttsemi svo hægt er að víkja manni úr starfi svo gilt sé,“ segir Lára en játar því að málin fari oft fyrir dómsstóla. „Oft er látið á það reyna fyrir dómi hvort hafi verið tilefni til brottreksturs - og mál ganga á báða vegu að sjálfsögðu. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, sem hefur með mál allra sviðslistamanna að gera, segir mikilvægt að félagið gæti hagsmuna allra aðila, gerenda og þolenda. „En það verður að segjast eins og er að það er kannski ekki besta leiðin til framtíðar að þessi mál séu leyst innanhúss, að mál séu leyst í stofnunum þar sem málin koma upp," segir hún og bendir á að fjallað sé um málin í fjölmiðlum án þess að allar upplýsingar komi fram og þá fái ímyndunaraflið lausan tauminn. „Nú þarf að veita öllum hjálp, því það þurfa allir hjálp við þessar aðstæður - annars vegar gerendur og þolendur og svo hins vegar fjölskyldur þeirra. Það þarf að styðja við alla í þessu.“ Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús MeToo Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Sjá meira
Sagt hefur verið frá því að tveimur mönnum, Jóni Páli Eyjólfssyni og Atla Rafni Sigurðarsyni, hafi verið sagt upp störfum vegna frásagna sem tengist #metoo. Jón Páll var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og Atli Rafn var leikari í Borgarleikhúsinu. Jón Páll var í raun sjálfur búinn að segja upp störfum vegna fjárhagserfiðleika leikfélagsins en hafði gert samkomulag um að klára leikárið fram á vor. Nokkrar umræður hafa farið af stað í kjölfar frétta um málin þar sem velt er fyrir sér hvort uppsagnirnar séu réttlætanlegar og jafnvel löglegar á þessum grundvelli. Lára V. Júlíusdóttir, sérfræðingur í vinnurétti, bendir á að ef um ríkisstofnun sé að ræða þurfi að fara fram áminningarferli.Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttalögmaður, segir ekki þurfa að liggja fyrir dómur um refsiverða háttsemi svo hægt sé að reka menn.Í öðrum tilfellum er aftur á móti hægt að segja upp starfsmanni með þriggja mánaða uppsagnarfresti eða reka hann án fyrirvara, til dæmis ef um brot í starfi eða trúnaðarbrest er að ræða. „Það þarf ekkert að liggja fyrir dómur um refisverða háttsemi svo hægt er að víkja manni úr starfi svo gilt sé,“ segir Lára en játar því að málin fari oft fyrir dómsstóla. „Oft er látið á það reyna fyrir dómi hvort hafi verið tilefni til brottreksturs - og mál ganga á báða vegu að sjálfsögðu. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, sem hefur með mál allra sviðslistamanna að gera, segir mikilvægt að félagið gæti hagsmuna allra aðila, gerenda og þolenda. „En það verður að segjast eins og er að það er kannski ekki besta leiðin til framtíðar að þessi mál séu leyst innanhúss, að mál séu leyst í stofnunum þar sem málin koma upp," segir hún og bendir á að fjallað sé um málin í fjölmiðlum án þess að allar upplýsingar komi fram og þá fái ímyndunaraflið lausan tauminn. „Nú þarf að veita öllum hjálp, því það þurfa allir hjálp við þessar aðstæður - annars vegar gerendur og þolendur og svo hins vegar fjölskyldur þeirra. Það þarf að styðja við alla í þessu.“
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús MeToo Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Sjá meira