Um sjötíu manns voru í félagsmiðstöðinni. Fólkið var ýmist að spila eða að horfa á fótboltaleik þegar hitakútur sprakk. Eldurinn barst hratt út með þeim afleiðingum að átta létust. Hinir slösuðu voru fluttir á sjúkrahús í Lissabon með þyrlu.
Bæjarstjóri Tondela, José António Jesus sagði að félagsmiðstöðin hefði verið hjarta samfélagsins og mikið notuð.
Svæðið um og í kringum Tondela fór illa út úr skógareldunum í október síðastliðnum. Embættismenn hafa lýst upplifun sinni af eldsvoðanum sem enn einni hörmunginni.
